19.4.2007 | 23:27
Það er komið sumar!
Við dóttir mín fórum í bæinn í dag. Veðrið var svo gott að við gátum setið úti í sólinni fyrir utan Cafe París. Það er svo sannarlega komið sumar í dag, enda sumardagurinn fyrsti. Vð tókum eftir því að trén á Austurvelli eru komin með pínulítil ljósgræn blöð.
Ég vissi það enda mætti ég vorinu hérna um daginn á förnum vegi með sína ljósgrænu húfu.
Við fengum okkur súkkulaði og vöfflur með rjóma og stúderuðum mannlífið enda svo margt um manninn á Cafe París að við þurftum að bíða næstum klukkutíma eftir reikningnum.
Við horfðum líka á Vally á Lækjartorgi þar sem hann lék listir sínar með kúnstugum tilþrifum við fögnuð viðstaddra og í Austurstræti sat gamall maður og spilaði á gítar og söng Bítlalög angurværri röddu. Það var semsagt bullandi líf í bænum í dag, fyrir utan dánu húsin sem brunnu í gær, en vonandi verða þau endurbyggð en ekki byggðir einhverjir forljótir glerkassar á þessu stórmerkilega götuhorni. Einmitt þarna á horninu gerðust mörg æfnitýri hér áður fyrr þegar rúnturinn var og hét í þá gömlu góðu daga.
Þegar ég kom heim labbaði ég aðeins út í garð og þar er sumarið aldeilis komið á fullt. Laukarnir sem ég hafði svo mikið fyrir að gróðursetja í fyrrahaust eru farnir að gægjast uppúr moldinni hver af öðrum. Svo ég hlakka til að sjá þegar túlípanar, hvítasunnuliljur, páskaliljur og krókusar fara að blómsta. Þá get ég sagt um garðinn minn, ´ þar gala gaukar og spretta laukar'
Gleðilegt sumar öll sömul og takk fyrir veturinn.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er satt að það var að sólin skein í heiði í dag sammt svolítið kalt
Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2007 kl. 23:45
Ég sendi þetta vitlus út til þín það sem ég var að segja að mér fann svolítið kalt í í dag og fyrgefuð mér villurnar sem ég geri oft það er svo langt síða að ég hef skrifað en þú er yndslega góð kona þú segir svo fallega frá enda ertu listakona og myndirnar eru fallegar þú ert mjög hlý kona. Þakka þér fyrir að vera blogg vinur minn.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2007 kl. 00:20
Þakka þér sömuleiðis Kristín mín. Þú ert svo sannarlega góð bloggvinkona og ég get lesið hlýjuna frá þér í gegnum bloggin þín.
Svava frá Strandbergi , 20.4.2007 kl. 00:24
Vonandi bara vex hlýjan meir og meir..hér og þar og alls staðar. Bæi inni og
úti!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 16:22
Já, 'Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn' og það verður sól úti og sól inni og sól í sinni.

Svava frá Strandbergi , 20.4.2007 kl. 16:44
Var ekki yndislegt ad njóta lífsins á gódum degi í frábaerum félagsskap! Gledin er vissulega ein af forréttindum tilfinninga! G-óda helgi
www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.