13.4.2007 | 22:33
Ættleiðingar og ánamaðkar
Sniðug þessi læða þarna sem ættleiddi músina. Hvað henni gengur til með þessu er ekki gott að segja, en kannski ætlar hún að spara sér sporin og hafa þessa mús´ready´ fyrir kettlingana sína þegar þeir verða komnir á þann aldur að hún þarf að fara að kenna þeim að veiða sér mýs?
Það er heldur ekki verra fyrir hana að nýta sér músina út í ystu æsar eins og hún gerir víst og láta hana hjálpa til við barnauppeldið þangað til hún verður étin, það er að segja ef kettlingarnir fá það af sér þegar þar að kemur, að leggja sér barnfóstruna til munns.
Annars eru óþekkir krakkar og kettlingar til alls vísir, enda ekki öruggt að músin plummi sig eins vel og Mary Poppins í barnfóstru hlutverkinu .
En þangað til skulum við vona það besta músarinnar vegna.
Kettir eru svo sannarlega mestu ólíkindatól og taka upp á hinum furðulegustu tiktúrum, eins og til dæmis að færa fólkinu sínu dauðar mýs í matinn, eða jafnvel draga ánamaðka upp úr jörðinn með ærinni fyrirhöfn og dröslast með þá heim í hús til þess að færa þá í búið.
Svona ánamaðka árátta er nýjasti ósiðurinn sem köttur systur minnar hefur tileinkað sér.
Hann tínir maðkana helst í rigningu eins og alsiða er. Bítur í bláendann á þeim þegar þeir gægjast upp úr moldinni og stendur svo upp á afturlappirnar til þess að geta togað þá betur upp úr jörðinni með vogarafli.
Maðkana leggur hann svo snyrtilega í röð á eldhúsgólfið hjá matmóður sinni.
Ég lagði það til við systur mína í símanum í dag, að reyna nú að græða á þessu uppátæki kattarræsknisins þegar laxveiðtíminn fer að byrja og selja helv.... maðkana.
Segið þið svo að kettir séu einkis nýtir.
Köttur ættleiddi mús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
Athugasemdir
vá systir þín á sniðugan kött! hann vill vinna fyrir sér blessaður.
halkatla, 13.4.2007 kl. 22:48
Kisur eru bara kúl. Hvernig líður þér annars núna?? ég er í blogg æði í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:57
Mér líður ekki nógu vel. Það var verið að lagfæra skurð sem var komin svo mikil bandvefsmyndun í og nú er ég komin með húðsýkingu út frá nýja skurðinum og einhverja andskotans sveppasýkingu líka í kring.
En ég er komin með sýklalyf og sterakrem við þessu.
Annars var ég að fá einhver þrumu fæðubótarefni hjá Partners og ætla
kannski að fá annað sem á að laga ónæmiskerfið
Svo er ég að drepast í bakinu og hnénu en er samt að vinna við að myndskreyta bók og blogga náttúrulega.
Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 01:43
Já Anna Karen, Tobías, hann heitir það kisinn, er bráðduglegur .
Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 01:47
Takk fyrir innlitið Guðmundur minn.
Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 10:35
Æji, ekki gott að heyra með heilsuna. Sýndist nú samt á þér þegar ég hitti þig í síðustu viku að það þurfi mikið til að buga þig, baráttukveðjur og góðar hugsanir frá mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:44
Slæmt þegar heilsan tekur sér frí! Vona að þér líði sem best og vertu dugleg og jákvæð ........ hlakka til að sjá úr bókinni!
www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 14:21
Elsku kellingin...hókus pókus....göldrum allt í jafnvægi og heilsuna í lag. Segi það líka..hlakka til að sjá myndskreytingarnar. Hafðu það ógó gott um helgina.Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 17:40
Ásdís, Zordís, Arna og Katrín, knús til ykkar.
Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 20:07
láttu þér batna...fallegar hugsanir héðan...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:59
Nú var þetta Tobías en ekki Ronja! Voðaleg knús eru þetta. Hér er eitt í viðbót til herra Títós .
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 00:32
Já, og svo blogga ég ónáttúrulega!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 00:33
Takk Anna mín, sendi þér líka fallegar hugsanir.
Svava frá Strandbergi , 15.4.2007 kl. 02:19
Ég skal skila kveðjunni til herra Títós Nimbus, annars er hann alltaf sofandi orðið, ekki beint í stuði núna frekar en húsmóðirin.
En mér finnst boggin þín vera svo assgoti náttúruleg, Nimbus minn?
Svava frá Strandbergi , 15.4.2007 kl. 02:27
Hvaða bogg ertu að tala um? Er það eitthvert nýtt form?
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 11:36
Ég segi nú eins og þú forðum, alltaf skal það vera notað manni til háðungar ef manni verður fingraskortur á lyklaborðinu.
Svava frá Strandbergi , 15.4.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.