11.4.2007 | 01:13
Eldurinn
Á miðjum veggnum yfir sófanum í stofunni hékk fallegt gat í gylltum ramma og inni í gatinu , gat að líta tóma dós undan grænum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst þessi baunadós einstaklega áhugarverð og langaði til þess að kanna hana nánar, e n það var alls ekki auðsótt mál, því foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt gatinu með baunadósinni, þar sem það væri þeirra hjartfólgnasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin í eldhúsinu notuðu þau tækifærið. Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið á veggnum. Síðan renndu þau sér ofan í baunadósina.
Þar niðri á botninum tóku við iðjagrænir vellir svo langt sem augað eygði, en út við sjóndeildarhringinn mátti sjá skógivaxnar hæðir þar sem vingjarnlegir indíánar bjuggu í rjóðri einu langt inni í skógarþykkninu.
Indíánarnir voru mjög gestrisinn þjóð og buðu börnin alltaf hjartanlega velkomin að eldstæði sínu og slógu ævinlega upp veglegri matarveislu þegar þau komu í heimsókn.
þegar máltíðinni lauk hófu indíánarnir jafnan æstan stríðsdans kringum eldinn vopnum búnir og fagurlega málaðir á berum gljáandi líkömum sínum. Þeir buðu börnunum ætíð í dansinn með sér og var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur, til þess að þau gætu tekið þátt í dansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir, sveifluðu spjótunum og sungu með þeim undarlegan seiðandi söng um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.
Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og við eldinn var villibráðin matreidd og borinn fram.
En þegar dansinum lauk og indíánarir og börnin sátu þægilega þreytt við deyjandi eldinn og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það ekki að rödd úr öðrum heimi rauf þessa friðsælu stund. 'Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum' 'Skammist þið ykkar og klæðið ykkur og komið að borða eins og skot!'
Börnunum á heimilinu fannst þessi baunadós einstaklega áhugarverð og langaði til þess að kanna hana nánar, e n það var alls ekki auðsótt mál, því foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt gatinu með baunadósinni, þar sem það væri þeirra hjartfólgnasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin í eldhúsinu notuðu þau tækifærið. Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið á veggnum. Síðan renndu þau sér ofan í baunadósina.
Þar niðri á botninum tóku við iðjagrænir vellir svo langt sem augað eygði, en út við sjóndeildarhringinn mátti sjá skógivaxnar hæðir þar sem vingjarnlegir indíánar bjuggu í rjóðri einu langt inni í skógarþykkninu.
Indíánarnir voru mjög gestrisinn þjóð og buðu börnin alltaf hjartanlega velkomin að eldstæði sínu og slógu ævinlega upp veglegri matarveislu þegar þau komu í heimsókn.
þegar máltíðinni lauk hófu indíánarnir jafnan æstan stríðsdans kringum eldinn vopnum búnir og fagurlega málaðir á berum gljáandi líkömum sínum. Þeir buðu börnunum ætíð í dansinn með sér og var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur, til þess að þau gætu tekið þátt í dansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir, sveifluðu spjótunum og sungu með þeim undarlegan seiðandi söng um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.
Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og við eldinn var villibráðin matreidd og borinn fram.
En þegar dansinum lauk og indíánarir og börnin sátu þægilega þreytt við deyjandi eldinn og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það ekki að rödd úr öðrum heimi rauf þessa friðsælu stund. 'Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum' 'Skammist þið ykkar og klæðið ykkur og komið að borða eins og skot!'
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:19 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Falleg saga. Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2007 kl. 10:35
Skemmtileg saga ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 11.4.2007 kl. 17:16
Frábær örsaga. Hefurðu lesið Vinjetturnar hans Ármanns Reynis?? ég er mjög hrifin af þeim.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 21:46
Frábær saga þetta, ég átti von á einhverjum allt öðruvísi endi, flott flott.
Sigfús Sigurþórsson., 11.4.2007 kl. 21:48
Takk, nei ég hef ekki lesið Vinjetturnar. Ætli ég geti ekki náð í þær á bókasafninu?
Svava frá Strandbergi , 11.4.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.