27.3.2007 | 01:34
Ást ljóð
Ást mín er logandi bál
eins og brennan á þjóðhátíð í Eyjum.
Hvað er ást og hvað er losti? hefur kærleikurinn betri kosti?
Hvað ég vildi óska að ég væri ástfangin upp fyrir haus. Væri alveg á herðablöðunum af ást. Blindfull af ást. Væri úti að aka af ást. Sæi ekki sólina fyrir ást. Ást, ást, ást snemma að morgni....
.
Andsk... væl er þetta í mér annars. Er ég ekki búin með minn ástarkvóta? Eða hvað?
Eða er ég kannski bara of vandlát? Eða verð ég kannski alltaf ástfangin af þeim sem ekki eru á lausu, eða eru með lausa skrúfu? Kannski ég sé sjálf með lausa skrúfu ?
Kannski er líka bara best að búa ein og geta gert allt sem manni sýnist án þess að þurfa að taka tillit til annarra? Hvað þá að þurfa að þrífa eftir aðra.
Ég verð að viðurkenna að það fer ofboðslega í taugarnar á mér hjá blessuðum karlmönnunum að þeir skilja nánast alltaf klósettsetuna eftir opna. Pissa jafnvel stundum útfyrir.
Mér fannst það því helví. frumlegt hjá mínum fyrrverandi heittelskaða kærasta þegar hann leysti það vandamál með því að festa ílangan holan járnsívalning í typpisstærð með löngum járnstöngum við reiðhjólsstýri. Setti svo haka á allt heila batteríið sem smellpössuðu til að sitja ofan á klósettbrúninni og stilla apparatið af.
Þetta pissustýri lagði hann á sig að smíða algjörlega fyrir mig, því sjálfum var honum skítsama þó hann pissaði út fyrir þar sem það var ég sem þreif.
Þetta kalla ég kærleika í sinni tærustu mynd.
Þetta pissustýri virkaði annars ekki nógu vel til lengdar því þegar hann hallaði sér fram á stýrið til að pissa hvíldi þungi hans sem var allmikiill á alltof veigalitlum punktum eða hinum fyrrnefndu hökum. Svo þetta endaði með því að hann mölbraut klósettið og datt sjálfur á hausinn oní skálina.
Þannig fór um þetta kærleiksverk hans til mín og var okkur báðum illa brugðið. Nokkru síðar leystist samband okkar upp í frumeindir sínar og við fórum sitt í hvora áttina. Hann tók allt sitt hafurtask með sér en gleymdi viljandi pissustýrinu enda var það gjöf hans til mín eins og fyrr segir.
Pissustýrið hangir nú upp á krók í þvottahúsinu tilbúið til þess að gegna sínu hlutverki ef svo ólíklega skyldi vilja til að ég yrði ástfangin á ný og færi út í sambúð aftur.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Hahahahahahahahahahahaha Þessi er alveg frábær hjá þér. Jahérna,með haka, járnstöngum og stýri, haha, þessi hugmyndsmiður er listamaður.
Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 01:57
Já hann var líka listamaður, hugmyndasmiður og glerlistamaður.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 02:00
Innlegg mitt varðandi ástina - elskaðu sjálfa þig! Elskaðu þig eins og þú ert, viðurkenndu sjálfa þig, þú guðdómlega vera, þú verðskuldar að elska sjálfa
þig "skilyrðislaust" Be in love with your self! kv.vilb.
Vilborg Eggertsdóttir, 27.3.2007 kl. 02:47
Ja það er nú meinið Vilborg það gengur ekki nógu vel hjá mér að elska sjálf mig.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 08:54
Hæ Svava. Það er greinilegt að samband þitt við pissi stýrarann hefur ekki farið vaskinn, heldur í klósettið. Mikil ósköp, en frásögnin af pissistýrinu, ljóðin þín og ekki hvað síst myndirnar þínar sanna mér og sjálfsagt öllum öðrum, að þú ert listamaður-kona af guðs náð eins og sagt er. Einhversstaðar las ég á enhverjum pistli þínum, að þú værir atvinnulaus. Svava, satt best að segja sé ég ekki annað, en þú sért með verkefni í höndum sem kalla á birtingu bóka og myndverka, og það sem fyrst, og hana nú. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:21
Þú bara VERÐUR að læra að elska sjálfa þig, þetta hefst ekki fyrr. Þú með alla þína miklu snilld í farteskinu, ljóðagerð, myndlist, frásagnarlist ég skora á þig kona að feisa ástina í sjálfri þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 13:55
Keli og Ásdís ég þakka hlý orð og ætla að reyna að elska sjálfa mig fyrst og fremst. Annars verð ég engum að gagni og allra síst sjálfri mér. Ég fór niður í Ráðhús í dag til að athuga með pláss fyrir sýningu. Það var eins og mig grunaði rúmlega ársbið. En ég get þá málað alveg brjálað þangað til.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 16:50
Guð hvað ég er sammála, þoli ekki þegar karlmenn skilja eftir klósett setuna. opna og pissa út fyrir.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2007 kl. 17:42
Guðný, ég er komin með tengil inn á aðra frábæra síðu á blogginu mínu, ung listakona sem er kölluð Hlalla, hún er dóttir bekkjarsystur minnar og á ég rosalega flotta mynd eftir hana. Kíktu
Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 22:08
Ástarkvóti er aldrei búinn held ég. Hugvitið varðandi klósettbúnaðinn er auðvitað snilld, eins og svo margt annað á Íslandi. En aftur, ástin er aldrei búin
Ragnar Bjarnason, 27.3.2007 kl. 22:25
Ég elska bara sjálfan mig! Það heitir að vera sjálfselskur! Svo pissa ég alltaf í kopp svo ég hef ekkert af klósettframhjáhaldinu að segja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 22:27
Ég kíki á Höllu, Ásdís.
Já Ragnar, ég hef held ég sé bara komin með það á tilfinninguna að SÚPER SPES ÁST bíði handan við hornið .
En Sigurður pissarðu ekki miklu frekar framhjá koppnum? Hann er svo lítill og langt niður á gólf. En kannski hefurðu hann uppi á stól? Þú getur þá sungið: Uppá stól stendur minn koppur! Níu nóttum fyrrir jól kemur hasa kr.....
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 22:51
Lífið kemur sífellt á óvart, slæmu stundirnar eru til þess að hjálpa okkur að meta betur þær góðu. Ástin hefur engin landamæri og hverfur aldrei úr hjarta okkar, sem stækkar og stækkar í kærleika sínum með hverju árinu, það er aðeins að þrauka og trúa og treysta. Æðsta markmið mannsins er að verða hamingjusamur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.3.2007 kl. 00:42
Já Ester ég ætla að stefna ótrauð á það markmið.
Svava frá Strandbergi , 29.3.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.