Leita í fréttum mbl.is

Bangsar

Ég horfði með mikilli ánægju á fréttina í sjónvarpinu um bangsaspítalann. það mátti ekki á milli sjá hvor voru krúttlegri litlu loðnu tuskudýrin eða börnin sem komu með þau á spítalann.
Börnin nutu sín til hins ýtrasta í hlutverki áhyggjufullra foreldra og fundu upp allskonar kvilla sem hrjáðu bangsana og dúkkurnar.
Ein lítil stúlka var svo sæl með sig eftir að bangsinn hennar hafði fengið bót meina sinna að hún dansaði út um dyrnar á læknastofunni og fram allan spítalaganginn allt þar til hún hvarf úr augsýn.
Það getur nefnilega orðið mikil sorg hjá litlum börnum ef bangsinn þeirra rifnar einhver staðar á saumunum eða þá ef uppáhalds dúkkan þeirra verður fyrir því óláni að augun í henni detta aftur í haus.
Ég man meira að segja enn eftir áfallinu sem ég varð fyrir þegar höfuðið á fallegustu dúkkunni minni brotnaði mélinu smærra.
það var þung raun að þurfa að horfa upp á það að vesalings litla dúkkan mín var búin að missa hausinn sinn.
En sem betur fer bjó vænn maður við næstu götu sem gerði við dúkkur og sá maður hafði nóg að gera enda var þetta eini brúðuspítalinn í öllum Vesturbænum í þá gömlu góðu daga. 
Í dag leik ég mér ekki með brúður enda löngu orðin amma en ég á tvo litla bangsa sem ég kúri með í rúminu á kvöldin.
Það eru þeir Tító og Gosi og þeir eru bæði  loðnir og mjúkir. þeir liggja alltaf sitt hvoru megin við mig í rúminu með loppurnar um hálsinn á mér og mala mig inn í svefninn.

 


mbl.is Veikir bangsar fá bót meina sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru búin að skoða sætu bangsana sem ég er með inni á minni bloggsíðu just now? Bö! http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/148035/

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: www.zordis.com

Börnin eru yndisleg! Ég man eftir minni fyrstu dúkku sem var gefin, ég væri

alveg til í fá hana aftur en sætti mig við að hún gladdi aðra stúlku  

www.zordis.com, 16.3.2007 kl. 07:18

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bangsar og börn, ömmur og  dúkkur allt minnir þetta mann á eigin barnæsku.

Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En æði Guðmundur. Hún er auðvitað efni í góðan lækni.

Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 15:22

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Krúttleg færsla, ég er með eina 7 ára sem ekkert aumt má sjá, og einmitt eru það bangsar og Barbie sem hún er viðkvæmust fyrir, hefur þú þurft að greiða barbie dúkku? það er ferlegt, það er svo stíft á þeim hárið að það er vonlaust að greiða þeim, svo er hún að láta mig greiða þeim og hundskammar mig á meðan hvað illa ég fari með dúkkunam ætlarðu að rífa allt hárið af henni pabbi, ég reini allt hvað ég get til að leið huga hennar aðð einhverju öðru á meðan ég tætist í gegnum vírflókana en hún kann orðið á mig og fylgist grant með mér og æpir á mig öðru hverju á meðan á þessum hárgreiðsluaðferum stendur. Bangsarnir, það er annað mál, ég má ekkert koma við þá, ég gæti meitt þá segir hún. Við þurfum alltaf reglulega að vera upp á Lanspítalanum í Fossvogi og þar á biðstofunni eru einmitt bangsar með umbúðir, ýmist um fót, handlegg eða höfuð, og er þetta fyrsta sem hún fer að skoða þegar við komum þar inn og út koma margar og ERFIÐAR spurninga. Ég missti af þessum þætti en eins vel og þú lýsir þessu sé ég þetta alveg fyrir mér.

Sigfús Sigurþórsson., 16.3.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband