Leita í fréttum mbl.is

Ellilífeyrisþegar nánast með undanþágu?

Mér fannst það í hæsta máta furðulegt að manninum skyldi hafa verið talið það til tekna að hann var ellilífeyrisþegi.
Ætli það sé vegna þess að vitað er að gamla kynslóðin af körlum komst upp með flest allt af þessu tagi og þá á ég einmitt við sifjaspell og annað þvíumlíkt óeðli?
Eða kannski það hafi ekki verið talið taka því að koma gamla manninum í skilning um það með þungri refsingu að nútildags ríktu önnur og æðri gildi þar sem sifjaspell eru talin meðal alvarlegustu afbrota?

Eða eru þau það ekki?    Eða hvað?

Það væri fróðlegt að vita hvort öryrkjar séu einnig taldir svo fávísir og illa að sér í svona málum að þeir fengju sömuleiðis punkt fyrir það hjá dómstólum. Eins fáránlegt og það er nú að hugsa sem svo. 
Nú og svo má alltaf finna fleiri stéttir sem ættu rétt á málsbótum fyrir brot sín, ef vel er að gáð af væntanlegum verjendum.

því það eru alltaf fundnar til einhverjar óskiljanlegar málsbætur til handa gerendum kynferðisafbrota og nauðgana.
Það er löngu orðið tímabært að þyngja dóma í sifjaspella og nauðgunar málum.
því hvaða skilaboð gefa þessar léttvægu refsingar til afbrotamannana?
Þau skilaboð að þetta sé allt í lagi, því dómurinn verði aldrei svo þungur hvort sem er.
Það eru til lyf sem eiga að bæla niður þessa löngun til barna og nauðgana á konum. Ef vel ætti að vera ætti að dæma hvern einasta barnaníðing eða nauðgara til þess að taka þessi lyf og einnig til þess að vera alla sína æfi á skilorði.
því einu sinni barnaníðingur, alltaf barnaníðingur og börnin eru það dýrmætasta sem við eigum.


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Ég veit ekki hvort er sjúkara, maðurinn eða það að milda dóminn á þessum forsendum.

Mér finnst það grófara þegar um barnamisnotkun er að ræða ef í hlut eiga náin skyldmenni, og þá sérstaklega foreldrar og afar/ömmur. Ef ekki er hægt að treysta þeim, hverjum er þá hægt að treysta?

Gúrúinn, 7.3.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er alveg rétt Gúru að það brýtur barnið enn meira niður ef foreldri eða afar og ömmur gerast sek um svona lagaða hluti. Þá er brotinn niður sá grunnur sem barnið á að byggja á. Að vísu er hægt að fá hjálp í dag eins og sagan af Thelmu Ásdísardóttur vitnar um. En betra er heilt en brotið.

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

jJá það er það Arna svo sannarlega. Honum var metið það í vil að hann var ellilífeyrisþegi en barninu ekki að það var barn.

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þakka þér fyrir Rafn.

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það að vera ellilifeyrisþegi á Íslandi er aþð sama og aðvera Öryrki!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Anna þeir eru oft settir undir sama hatt. 

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband