5.3.2007 | 03:57
Ilmvatnið Prósaljóð
Ég hallaði mér út um opinn svefnherbergisgluggann og starði tómlega út í auðan húsagarðinn.
Ég var í þungu skapi. Enn ein ömurleg djammhelgin framundan því það var ekki venja að nokkur karlmaður liti tvisvar á mig þegar ég fór út að skemmta mér.
Ég myndi örugglega enda ævina sem ellidauð piparjúnka. Engin von um börn, hvað þá heldur barnabörn, að ekki sé minnst á syrgjandi eiginmann við mitt dánarbeð.
Ekki sála myndi fella tár þegar ég gæfi upp öndina og það yrði áreiðanlega ekki ein einasta minningargrein í Morgunblaðinu sem greindi frá minni gleðisnauðu ævi.
Það myndi jafnvel verða óframkvæmanlegt að lesa dánarfregnina, því ekki nokkur maður myndi hafa grænan grun um hver ég hefði eiginlega verið.
Líkast til yrði ég jörðuð á laun og presturinn eini maðurinn við jarðarförina.
Ég var djúpt sokkin í þessa ógnvekjandi framtíðarsýn og sá enga glætu framundan í lífi mínu.
En ég kom skyndilega til sjálfrar mín þegar ógurlegt öskur skar sundur myrkrið sem umlukti mig.
Mér varð ljóst á einu augabragði að nú væri ég loksins dauð og að þetta væri Andskotinn sjálfur sem með þessum hætti væri að bjóða mig velkomna til sín í Neðra.
Ég var sem lömuð af skelfingu en með ofurmannlegum kröftum tókst mér að hrista af mér doðruna og beina skelfdum sjónum mínum í þá átt sem óhljóðin bárust úr. Og mér til ævarandi sáluhjálpar komst ég að raun um að þessi ógnvekjandi hvæsandi öskur voru ekki runnin úr barka Myrkrahöfðingjans heldur stöfuðu þau frá dulitlu sjónarspili sem átti sér stað í garðinum fyrir utan gluggann minn.
Þarna á miðri grasflötinni var spikfeitur fressköttur að athafna sig blygðunarlaust við það að bíta breima læðu í hnakkadrambið, auðsjáanlega með ákveðna athöfn í huga.
Ég fylgdist grannt með áframhaldandi uppákomu og þegar hún stóð sem hæst sló niður í huga mér yfirnáttúrlegri hugljómum sem átti eftir að gjörbreyta öllu lífi mínu.
Ég áttaði mig á því í einni sjónhendingu að það myndi skipta sköpum fyrir mig þetta kvöld að bera ilmvatn á háls minn aftanverðan, áður en ég færi út á lífið.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Menning og listir | Breytt 6.3.2007 kl. 15:40 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
- Verst að vita ekki hvenær þetta endar
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Athugasemdir
Og virkaði það?
Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 04:04
Að sjálfsögðu! Ekki pipraði ég, fjórföld amman.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 04:18
Glææææsilegt, til hamingju.
Eeeeeen hvar fær maður Prosi? Ekki þar fyrir að ég er margfaldur pabbi og afi, en væri gott að vera með svon töfra lausn fyrir einhverja aðra.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 07:34
Það verður að auglýsa þetta betur, greinilega fundinn nýr gleðigjafi fyrir okkur einmana sálirnar.
Pétur Þór Jónsson, 5.3.2007 kl. 10:09
Þú ert náttúrulega að grínast Sigfús minn. Prósa verður þú að búa til sjálfur frá eigin brjósti auðvitað.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 13:09
Takk Rafn. Já það má eiginleg kalla ilmvötnin uppáferðar meðul eða ástar galdraseyði þar sem þau seiða oft til okkar hitt kynið.
Takk Guðmundur minn. Gott að þú skemmtir þér við lesturinn.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 16:19
Það mátti samt spurja, það kunni kanski að vera að það væri til AUÐVELDARI leið,,,, jaaá eða þannig.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 16:42
En annað, þetta er þrælgóð færsla, takk fyrir mig.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 16:44
Já auðvitað Sigfús, ég skil hvað þú meinar.
Takk fyrir mig.
Kveðja Svava.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 17:07
Sigurður Ásbjörnsson, 5.3.2007 kl. 17:44
DÝRAKLÁM! DÝRAKLÁM!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.3.2007 kl. 17:54
Þatta var góð saga við erum sennilega bara kattardýr en ekki manneskjur eftir allt saman...
Agný, 5.3.2007 kl. 20:32
Sigurður Á.
Sigurður G.
Agný. já ég er ljón.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 20:57
Ljón.....en ekki hvað? Minn heittelskaði...er Ljónið mitt. Bara yndislegur og kraftmikill..og þarf ekkert ilmvatn til annað en mín eigin ilmefni
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 21:01
Já auðvitað Katrín! Svoleiðis á það líka að vera. Við erum bara komin svo langt frá náttúrunni að við kæfum okkar sexy líkamslykt með allskonar ó-þrifnaði og vinnukonuvatni.
Það er enginn tilviljun að Musk ilmurinn er á einhvern máta sem ég kann ekki frá að segja , unnin úr Nautapungum.
Svava frá Strandbergi , 5.3.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.