3.3.2007 | 00:21
Stóra ástin í lífinu, er hún til?
Er til eitthvað eins og stóra ástin í lífinu sem skyggir á öll önnur ástarsambönd? Og er stóra ástin endilega hin eina sanna ást?
Eða er hún kannski bara brjálæðisleg ástríða sem heltekur mann eins og nokkurs konar þráhyggja?
Ég veit það ekki en mér finnst eins og ég hafi bara átt eina stóra ást í þessu lífi.
Kannski dey ég áður en ég finn aðra eins og þó var þessi ást ekki alltaf bara ljúf og góð því stundum var hún eins og stormur sem svipti undan manni fótunum og það var aldrei að vita hvort lendingin yrði mjúk eða hörð.
En ég sakna hennar þó og ég minnist hans enn og þó var það ég sem yfirgaf hann. Samt get ég ekki gleymt.
Þú varst...
Þú varst stormur
sem geisaði um nótt.
Þú varst hvirfilbyls
hringiðudans.
Þú varst skýfall
með ástríðuþrótt.
Þú varst ástin
í líkingu manns.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:24 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
Athugasemdir
Já Arna mín hún er það. Ég veit ekki svarið sjálf.
Svava frá Strandbergi , 3.3.2007 kl. 00:25
Nú, er ekki Tító þá stóra ástin í lífinu þínu?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2007 kl. 00:38
Jú auðvitað hvernig læt ég? Ég er nú farin að kalka held ég.
Svava frá Strandbergi , 3.3.2007 kl. 00:46
Stóra ástin í lífinu er til, svo sannarlega, mín ást var tekin frá mér fyrir tæpum sjö árum síðan af þeim skelfilega vágesti krabbameini aðeins 42 ára gömul og eftir það er ég bara þessi afgangur sem ég er í dag, er loksins farinn að læra að lifa með þessu en reiðin er alltaf til staðar, glöggt merki um þroskaleysi segja sumir en það verður alltaf sár í hjartanu.
Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 00:56
Ég held að fólk hefði gott af því að lesa litla kverið eftir fyrrverandi konu Þorsteins frá Hamri sem hún orti eftir að hann fór frá henni, þar eru þvílíkar tilfinningar sem orð fá ekki lýst, þessi litla bók heitir "þegar þú ert ekki" sá sem les þetta og kemst ekki við er tilfinningalaus.
Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 01:03
Hæ Svava,
Bókin heitir sem fyrr segir "Þegar þú ert ekki" og er efir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, hún var gefin út hjá Iðunni árið 1982.
kveðja, Pétur.
Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 10:26
Nú skil ég Pétur af hverju svo margir hafa haldið að ég hafi verið gift Þorsteini frá Hamri fyrst Guðrún Svava var gift honum. Okkur hefur stundum verið ruglað saman. Hún er líka myndlistarmaður og málar mikið með vatnslitum.
Ég á eina litla mynd eftir hana og signatúrininn hennar er ekkert ólíkur mínum.
Annars á ekki að taka þetta ljóð alltof hátíðlega. Þetta er fyrst og fremst skáldskapur þó vissulega séu tilfinningarnar dregnar upp með sterku myndmáli.
Svava frá Strandbergi , 3.3.2007 kl. 17:54
By the way, United VANN í dag, og ég svíf á bleiku skýi.
Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 18:19
Til hamingju með sigurinn Pétur.
Svava frá Strandbergi , 3.3.2007 kl. 20:28
En litla í lífinu, ætli hún sé til? Ástarlúsin?
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 00:33
Litla ástin í lífinu átti þetta nú að vera. Klappaðu nú honum Tító frá mér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 00:34
Litla ástin í lífinu átti þetta nú að vera. Klappaðu nú honum Tító frá mér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 00:34
Ja, hérma nú er ég svo aldeilis hissa. Eitthvað eru mér mislagðar hendur í kveld.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 00:35
Ert þú orðinn fjórfaldur í roðinu Sigurður minn?
Jú litla ástin er líka til, eða réttara sagt litlu ástirnar því það eru margar litlar ástir í lífinu en bara ein stór.
Ég skal sannarlega klappa Tító frá þér og syngja fyrir hann líka frá mér.
Svava frá Strandbergi , 8.3.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.