27.2.2007 | 12:11
Markar þessi mynd tímamót á Íslandi?
Þetta eru einhverjar þær bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. Mynd sem byggð er á bók Thelmu 'Sagan af Pabba' á svo sannarlega erindi til umheimsins.
En eins og flestir vita er þar sagt frá óheyrilegum hryllingi sem heltók þjóðina á sínum tíma. Allir sem vettlingi gátu valdið fundu hvöt hjá sér til þess að tjá sig um þessa bók, sem fyrir c.a. tuttugu árum hefði verið óhugsandi að gefa út.
Sifjaspell voru þá enn nánast tabú hjá mörgum. En þó var hópur fólks tekin að vakna til vitundarvakningar um það að svona lagaðir hlutir gerast víða og á fleiri heimilum en nokkurn grunar.
Sifjaspell hafa löngum lifað með þessarri þjóð eins og flestum öðrum þjóðum í skjóli bannhelginnar.
En fyrr á tímum þegar karlmenn voru nánast einvaldar á sínum heimilum, ekki síst til sveita, gerðist einnig ýmislegt annað innan veggja bæjanna sem ekki myndi þola dagsljósið nú til dags.
Húsbændurnir áttu oft börn ekki aðeins með konu sinni, þeir gátu allt eins barnað systur konunnar ef hún var búsett á sama heimili og það jafnvel hvað eftir annað.
Ég veit dæmi þess að svona lagaðir hlutir áttu sér stað fram á tuttugustu öld.
Vinnukonurnar voru heldur ekki óhultar og hitt hef ég fjarskyldan ættingja minn sem aftur í ættir var rangfeðraður af prestinum föður sínum. Móðir hans var gefin einum vinnumannana á prestsetrinu sem fékk smájarðarskika upp til afdala í laun fyrir greiðann.
Karlmenn virðast því miður oft hafa átt í erfiðleikum með að hafa hemil á kynhvöt sinni enda komust þeir upp með flest allt hér áður fyrr.
En allt er þetta þó aðeins hjóm á móti því að leggjast á sínar eigin dætur oft barnungar.
En mér hefur stundum flogið í hug þegar ég les hina fárálega léttu dóma yfir barnaníðingum nú upp á síðkastið hvort þar eimi enn eftir af fyrri alda hefðum karlaveldisins.
Þess karlaveldis sem hélt hlífiskildi yfir gerendum sem börnuðu barnungar vinnukonur sem síðan var refsað fyrir vikið á einn eða annan hátt. Og á öldum áður jafnvel drekkt, það er að segja ef þær ekki björguðu sér með því eina ráði sem þá var til, að neyðast til þess að bera út barnið sitt.
Karlmönnum virðast vera nauðgunar og níðingsskapur léttvægur fundinn enn þann dag í dag, enda eru það oftast karlmenn sem eru dómarar.
Margur vonaði í kjölfarið af útkomu bókar Thelmu Ásdísardóttur að dómar yfir barnaníðingum myndu þyngjast en því miður hefur sú von farið fyrir lítið. Er þar skemmst að minnast dómsins yfir manninum sem misnotaði fimm litlar stúlkur.
Stundum hefur hvarflað að mér hvað þurfi að gerast til þess að snúa þessum, mér liggur við að segja 'vilhöllu' dómurum. Ef til vill svo hryllilegt dæmi að ellefu til þrettán ára telpa verði ófrísk eftir bananíðing sem kannski einnig er faðir hennar?
Við skulum vona að til þess þurfi ekki að koma og að dómskerfi þessa lands taki við sér áður en í algjört óefni stefnir.
Ef til vill mun þessi kvikmynd einmitt marka þau tímamót sem á þurfa að komast í þessum málum, hér á Íslandi og kannski víðar.
En eins og flestir vita er þar sagt frá óheyrilegum hryllingi sem heltók þjóðina á sínum tíma. Allir sem vettlingi gátu valdið fundu hvöt hjá sér til þess að tjá sig um þessa bók, sem fyrir c.a. tuttugu árum hefði verið óhugsandi að gefa út.
Sifjaspell voru þá enn nánast tabú hjá mörgum. En þó var hópur fólks tekin að vakna til vitundarvakningar um það að svona lagaðir hlutir gerast víða og á fleiri heimilum en nokkurn grunar.
Sifjaspell hafa löngum lifað með þessarri þjóð eins og flestum öðrum þjóðum í skjóli bannhelginnar.
En fyrr á tímum þegar karlmenn voru nánast einvaldar á sínum heimilum, ekki síst til sveita, gerðist einnig ýmislegt annað innan veggja bæjanna sem ekki myndi þola dagsljósið nú til dags.
Húsbændurnir áttu oft börn ekki aðeins með konu sinni, þeir gátu allt eins barnað systur konunnar ef hún var búsett á sama heimili og það jafnvel hvað eftir annað.
Ég veit dæmi þess að svona lagaðir hlutir áttu sér stað fram á tuttugustu öld.
Vinnukonurnar voru heldur ekki óhultar og hitt hef ég fjarskyldan ættingja minn sem aftur í ættir var rangfeðraður af prestinum föður sínum. Móðir hans var gefin einum vinnumannana á prestsetrinu sem fékk smájarðarskika upp til afdala í laun fyrir greiðann.
Karlmenn virðast því miður oft hafa átt í erfiðleikum með að hafa hemil á kynhvöt sinni enda komust þeir upp með flest allt hér áður fyrr.
En allt er þetta þó aðeins hjóm á móti því að leggjast á sínar eigin dætur oft barnungar.
En mér hefur stundum flogið í hug þegar ég les hina fárálega léttu dóma yfir barnaníðingum nú upp á síðkastið hvort þar eimi enn eftir af fyrri alda hefðum karlaveldisins.
Þess karlaveldis sem hélt hlífiskildi yfir gerendum sem börnuðu barnungar vinnukonur sem síðan var refsað fyrir vikið á einn eða annan hátt. Og á öldum áður jafnvel drekkt, það er að segja ef þær ekki björguðu sér með því eina ráði sem þá var til, að neyðast til þess að bera út barnið sitt.
Karlmönnum virðast vera nauðgunar og níðingsskapur léttvægur fundinn enn þann dag í dag, enda eru það oftast karlmenn sem eru dómarar.
Margur vonaði í kjölfarið af útkomu bókar Thelmu Ásdísardóttur að dómar yfir barnaníðingum myndu þyngjast en því miður hefur sú von farið fyrir lítið. Er þar skemmst að minnast dómsins yfir manninum sem misnotaði fimm litlar stúlkur.
Stundum hefur hvarflað að mér hvað þurfi að gerast til þess að snúa þessum, mér liggur við að segja 'vilhöllu' dómurum. Ef til vill svo hryllilegt dæmi að ellefu til þrettán ára telpa verði ófrísk eftir bananíðing sem kannski einnig er faðir hennar?
Við skulum vona að til þess þurfi ekki að koma og að dómskerfi þessa lands taki við sér áður en í algjört óefni stefnir.
Ef til vill mun þessi kvikmynd einmitt marka þau tímamót sem á þurfa að komast í þessum málum, hér á Íslandi og kannski víðar.
Samið um sögu Thelmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Já Guðmundur, heyrt hefur maður að áður fyrr hafi jafnvel bóndadætur verið látnar þjóna bræðrum sínum til sængur í bókstaflegri merkinu þess orðs.
Ég held nú eins og þú að flest bendi til þess að fyrr á tímum hafi konur ekkert getað aðhafst þó maðurinn beitti börn þeirra sifjaspellum . Tíðarandinn var slíkur að þær þorðu ekki að segja frá þessu. Jafnvel þó þær reyndu að flýja heimilið með börn sín sögðu þær ekki sannleikann heldur báru kannski fyrir sig að eiginmaðurinn væri drykkjurútur. En þeim var þeim yfirleitt vísað heim aftur. Konurnar reyndu tel ég að útiloka vitneskjuna um sifjaspellin gagnvart börnum sínum til þess að halda sönsum eins og börn sem verða fyrir sifjaspellum gera oftast sjálf.
Enda var staða konunnar langt fram á tuttugustu öld sú að þær höfðu litla möguleika á að fá það vellaunaða vinnu að þær gætu séð fyrir stórum barnahóp. Á þessum tíma var enda talið sjálfsagt mál að konur hefðu lægra kaup en karlar. Konur voru fyrst og fremst frúr og heimavinnandi húsmæður.
Á okkar tímum aftur á móti er engin afsökun til fyrir mæður sem láta svona framferði viðgangast gegn börnum sínum.
Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 22:20
Ég mæli með að þú lesir þessa bók Arna.
Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 23:14
Hvað finnst mönnum þá að gera ætti við mæður sem horfa framhjá því að sambýlismenn þeirra fitli við börnin, hvort sem þau eru einungis uppeldisbörn eður líffræðileg börn (eða væri þar munur á?)?
Ætti að skylda þær til að skilja við menn sína? Ætti að dæma þær líka? Og ef svo, hve hart?
En ef gera má ráð fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða? Eða má aldrei gera ráð fyrir því? Einu sinni skáti, alltaf skáti?
gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 15:25
zoa, finnst þér þær ekki vera samsekar ef þær horfa framhjá því að sambýlismenn þeirra fitli við börnin hvort sem það eru líffræðileg börn eða uppeldisbörn?
Mér finnst það og finnst því, ef að ég mætti ráða, að það ætti að dæma þær samkvæmt því. En eins og ég sagði var það kannski annað mál fyrir nokkrum áratugum. En ekki í dag.
Svava frá Strandbergi , 28.2.2007 kl. 19:46
Þetta eru nú ekki bara teoretískar vangaveltur hjá mér í þetta sinnið.
Ég hef nú þegar dæmt í slíku máli:
Sakborningur: Móðir mín.
Dómur: Ævilöng útskúfun.
Spurning: Harður dómur?
gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:33
Nei zoa, ekki ef hún hefur vitað af þessu og samt haldið áfram að búa með manninum. En ég veit ekki, á hún kannski einhverjar málsbætur ef þú hugsar þig vel um? Annars er þetta alfarið þín ákvörðun zoa mín.
Svava frá Strandbergi , 28.2.2007 kl. 22:19
Hehehe, já ekki eins einfalt þegar raunveruleg dæmi eru tekin.
Þá er farið að spá í hvort ekki sé um málsbætur að ræða ´ef maður hugsar sig vel um´ ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 1.3.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.