14.2.2007 | 23:22
Ég verð að fara að heimsækja hana Krúttu....
eins og ég kalla hana Katrínu vinkonu mína. Hún er nýorðin mamma í annað sinn og eignaðist lítinn son sem er örugglega jafn mikið krútt og hún mamma sín.
En ég hef bara því miður ekki ennþá séð litla og stóra krúttið síðan þau urðu mæðgin og litu hvort annað augum í fyrsta sinni.
Kristinn er eldri bróðir litla krúttsins og er að verða fjórtán ára sem er svolítið mikill munur á milli bræðra en það er bara fínt. Ég held nefnilega að Kristinn geti orðið fyrirtaks barnapía þegar fram líða stundir. Alla vega er hann mjög ábyrgðarfullur bróðir segir Katrín krútta mamma hans. Hann má líka vera það því það verður að passa litla krúttið mjög vel svo enginn steli honum, því mamma hans segir að hann sé svo fallegur að hún hafi aldrei séð annað eins.
Því trúi ég líka vel því Katrín krútta vinkona mín er ákaflega falleg kona svo litli krútti á ekki langt að sækja fríðleikann.
Mér finnst svo skrýtið að Katrín krútt sé nýbúin að eignast barn því mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við endasentumst upp og niður skógivaxnar brekkurnar við Elliðavatn til þess að finna hentugan stað til þess að mála á.
Endasentumst er kannski fullmikið sagt því við vorum með trönur og stóla og málningardót og nesti og myndavélar, já og okkur sjálfar.
Við vorum því orðnar ansi þreyttar þegar við loks römbuðum á dásamlegan stað út á ystu brún á smáhæð sem hallaði snarbratt niður að stóru og stæðilegu grenitré.
Við settum upp trönurnar og svo máluðum við og máluðum og máluðum eins og snarbrjálaðir listamenn. Myndirnar okkar voru samt mjög ólíkar þó þær væru af sama útsýninu, enda erum við Ka
trín mjög ólíkar hvor annarri.
Mér fannst Katrínar mynd miklu betri en mín þegar ég teygði mig út á hlið til þess að skoða hana. Varð mér svo mikið um þessa uppgötvun að ég kollsteyptist af mínum stóli og rúllaði síðan niður alla brekkuna þar til ég loks stöðvaðist á grenitrénu sem áður var minnst á.
Katrínu datt ekki til hugar að hjálpa mér enda var hún ekki vitund hrædd um mig. Það komst engin hræðsla að í hennar fallega haus því hún hló svo mikið að þessarri skyndilegu rússíbana ferð minni fram af hæðarbrúninni.
Ég lét fall mitt mér að kenningu verða og hætti að mála en tók mynd af Katrínu krúttu í staðinn þar sem hún sat við trönurnar og málaði, auðvitað.
Ljósmyndin varð allavega góð, svo góð að ég sættist á það að Katrín væri bara svona miklu klárari með olíulitina heldur en ég.
Það rann upp fyrir mér seinna af hverju myndin af Katrínu krúttu vinkonu minni varð svona góð.
Það var vegna þess eins og hún sagði mér seinna að þá var litla krúttið hennar þegar byrjað að vaxa inni í henni.
Sjáiði bara hvað myndin er flott eins og ég sagði. Svo verð ég bara að fara að drífa mig á næstu dögum að sjá litla krúttið hennar Katrínar vinkonu, krúttu minnar.
Grease Babies
http://members.shaw.ca/anabw/grease.htm
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt 15.2.2007 kl. 15:16 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.