14.2.2007 | 00:29
Kemst ég í 'Löggildingarpartýið' á DOMO?
Það er nú spurningin. Eða kemst ég yfirleitt á Hönnunarverðlauna afhendingu FíT í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn kemur?
Ég er nebblilega komin með flensu aftur. Þetta er einhver andstyggðar sýking í nefi, augum og eyrum sem er víst að ganga. Ég var meira að segja svo slæm í eyrunum að ég er nú nánast heyrnarlaus og bróðir minn segir að það sé ferlega erfitt að tala við mig í síma þar sem ég segi oftast ha! Við öllu sem hann segir.
Ég er annars búin með einn skammt af sýklalyfjum sem ég kláraði í fyrradag. En í dag var ég aftur orðin svo slöpp að það var eins og ég væri lömuð af þreytu svo ég lá í rúminu til klukkan að verða átta í kvöld.
Mér fannst eins og ég gæti hvorki hreyft legg né lið og mér flaug meira að segja í hug þar sem ég lá þarna í rúminu hreyfingarlaus hvort ég væri nú kannski loksins dauð.
Það var náttúrulega þessi illa innrætta flensa sem ekki var búin að ljúka sér af við mig sem olli þessu andsk. ástandi.
Ég er því komin með dynjandi hausverk á ný og augun eru límd saman af einhverjum ´vibba' stýrum þegar ég vakna á morgnana og nebbinn er aftur orðinn fagurlega rósrauður á litinn.
Svo þess vegna er ég aftur komin á sýklalyf, tvöfaldan skammt meira að segja fyrstu þrjá dagana svo það er smávon að ég verði búin að ná mér á föstudaginn og komist á verðlaunaafhendinguna.
Það verða léttar veitingar í boði en maður getur svo sem nælt sér í fleiri en eitt 'létt' glas, sérstakega ef ætlunin er að poppa inn á DOMO á eftir.
Þá er bara eftir að láta sér batna og bjóða svo einhverri vinkonu með í fagnaðinn.
Mér veitir sko ekki af að komast út á meðal manna því fyrir utan afmælið hans sonarsonar míns um daginn hef ég mestan part hangið heima yfir Tító og troðið í hann sterum og sýklalyfjum.
Tító er bara allur að koma til af lyfjagjöfinni en því miður þarf hann víst að vera á þessum ólukku sterum það sem hann á eftir ólifað.
Aumingja elsku kallinn minn en ég vil allt til vinna til þess að halda honum sem lengst hjá mér.
Annars veit ég ekki hve lengi hann verður góður til heilsunnar með hjálp steranna. En er á meðan er.
Samt verð ég að viðurkenna að ég er farin að líta í kringum mig eftir arftaka Títós og held ég að sniðugast sé að fá sér Maine Coon kettling. Maine Coon kettir verða risastórir af köttum að vera eða eins og smá hundar. Þeir eru mjög blíðir og eru oft kallaði 'The gentle giants.' Það er meira að segja hægt að venja þá á ól og fara út að ganga með þá.
En nú er best að koma sér í bólið með Tító og Gosa og reyna að sofa eitthvað úr sér ansvítans sýkinguna.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:34 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Æ hvað ég vona að þér batni og komist á verðlaunaafhendinguna Guðný mín.
Út með allar bakteríur og inn með ljósfiðrildi. Líka fyrir kisurnar.
Knúsikveðjur
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2007 kl. 12:36
Æ takk Katrín mín Knúsíknús.
Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.