Leita í fréttum mbl.is

Af hverju í fjáranum fæddist ég ekki á undan Pollock?


Ég hélt þegar ég var 14 ára að ég hefði fundið upp þá aðferð að hella málingunni á myndflötinn í stað þess að bera hana á með penslum.
En svona er lífið. Pollock var á undan.
(þó ég hefði á þessum tíma ekki hugmynd um að hann hefði verið til,  hvað þá að hann væri dauður.)
Þess vegna er ég ekki heimsfrægur listmálari sem getur selt myndirnar sínar fyrir milljarða, heldur aðeins fátæk myndlistarkona á Íslandi.
En teiknikennarinn minn var allavega hrifinn af fyrstu 'Pollock' myndinni minni. Hann hélt henni hátt á lofti, skoðaði hana í krók og kring og sagði svo andagtugur að 'þetta væri sannkalllað listaverk'
Myndin fór meira að segja á skólasýninguna um vorið.
Ég var rosalega montin af verkinu og fór aldrei langt frá því við opnunina. Ég hlakkaði svo til að heyra alla dást að þessarri dýrindis mynd minni.
En ég varð fyrir miklum vonbrigðum ALLIR sem létu svo lítið að berja listaverkið augum,  hristu annað hvort hausinn eða hlógu hæðnislega.
Ég var orðin ansi lítil í mér út af þessum óvæntu viðbrögðum svo þegar strák kvikindi nokkurt spurði mig  hreint út, hvort ég hefði málað þetta klessuverk, var mér allri lokið og lúskraðist heim háskælandi. 
Svona er að vera vitlaus manneskja á kolvitlausum stað. 


mbl.is Frekari efasemdir um umdeild Pollock-verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Æ,  Þakka ykkur fyrir, kærlega.

Svava frá Strandbergi , 1.2.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband