Leita í fréttum mbl.is

'Víða hart í búi hjá smáfuglunum'

Ég rak augun í þessa fyrirsögn í Morgunblaðinu um það að smáfuglarnir okkar ættu bágt núna og það er víst satt og rétt að litlir fuglar séu svangir og kaldir núna í þessum snjó og harðindum.

En hvað með litlu mýsnar, ætli þær séu ekki líka svangar og kaldar?

Jú örugglega eru þær það, en með músagreyin gegnir bara allt öðru máli. Því ef mýs gerast svo fífldjarfar að leita á náðir okkar mannanna í þeirri fávísu von að við munum seðja hungur þeirra, þá bíður þeirra undantekningarlaust ekkert annað en miskunnarlaus dauðinn.

Svona er nú mannskepnan margskipt í eðli sínu. Við mennirnir erum aðeis góðir við þau dýr sem okkur eru þóknanleg.

En setjum nú sem svo að við bærum umhyggju fyrir músum jafnt sem fuglum. Þá gæti fréttin sem fylgdi fyrirsögninni hér að ofan hafa hljóðað á þessa leið.

 

                          Víða hart í búi hjá músunum

Þegar allt er hvítt yfir að líta er örðugra fyrir mýsnar að verða sér úti um fæðu og því um að gera að muna eftir þeim.
Það gerði hún Lea Hrund á Húsavík í dag og á myndinni sést hún vera að gefa músunum.
Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Húsavík leið ekki á löngu þar til nokkrar þeirra voru farnir að gæða sér á fóðrinu.

 

Ég læt svo í lokin fljóta með ljóðið-

 

                         Gildran

 

                     Þau sækja á hug minn

                     svörtu augun

                     er spegluðu ótta

                     og angist dauðans.

                     Svo þreytt var hún orðin

                     og þjökuð af hræðslu

                     þó reyndi hún að synda

                     því hún elskaði lífið

                     og óttaðist dauðann.

 

                     Ég var tólf ára telpa 

                     sem trúði á hið góða.

 

                     - Í sveit þetta sumar.

 

                      Hún synti til dauða

                      þó svörtu augun

                      mig sárbændu um líf.

 

                      En ég mátti ekki hjálpa.

 

                      Þau sækja á hug minn

                      svörtu augun.

                      - Svörtu litlu músaraugun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband