Leita í fréttum mbl.is

Strandberg konungsættin í Bretlandi

Það er aldeilis nú eru tveir möguleikar á því að ég geti orðið drottinig eins og mig hefur alltaf dreymt um.

Í fyrsta lagi er bara að grafa það upp að einhvers staðar aftur í ættum tengist ég Edgari Æþeling sem Játvarður Englandskonungur tilnefndi sem eftirmann sinn árið 1066 og ef það gengur ekki upp er bara að kaupa minnsta ríki í heimi sem nú kvað vera til sölu. En þetta ríki er víst smá stálpallur staðsettur einhvers staðar undan ströndum Bretlandseyja.

 Annars er eitt í þessu getur bara ekki hvaða Íslendingur sem er og sem dettur það í hug, gert tilkall til bresku krúnunar? Erum við ekki öll komin út af alls konar kóngafígúrum sem flúðu hingað til Íslands á sínum tíma?

Ég þori að veðja að alla vega einn af þeim hefur verið náskyldur þessum Edgari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Erum vér ekki öll af þrælum komin?

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.1.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jú öll erum við þræl lynd inn við beinið 

Svava frá Strandbergi , 11.1.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband