Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2.9.2007 | 23:32
Svo mikil krútt!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er satt að margar fjölskyldur eru andstyggð. Innan þeirra þrífst líkamlegt og andlegt ofbeldi, já og jafnvel líka kynferðislegt ofbeldi oft á sömu einstaklingum. Systkini talast ekki við, öfundast og hatast út í hvort annað. Uppkomin börn vanrækja foreldrana, tala oft ekki við þau svo vikum eða mánuðum skiptir, hvað þá að þau nenni að ómaka sig til að heimsækja þau. Það er oftlega þannig, að áður en gamalmennunum er plantað á elliheimilið eru þau í reynd búin að vera dauð fyrir börnum sínum um áratugaskeið.
Það er ekki að ósekju að margt gamalt fólk er þunglynt og mér finnst það ósköp eðlilegt að framkvæmdastjóri Geðhjálpar vilji láta fremja krufningu á öllu gömlu fólki sem deyr heima.
10.8.2007 | 01:05
Blues
Aftur á móti hef ég verið dugleg hérna heima við, svo sem að taka til og endurbæta ýmislegt í íbúðinni minni. En það er ekki nóg. Svo í dag birti til því vinkona mín, mamma hennar og ég fórum saman á Magma, hönnunarsýninguna á Kjarvalsstöðum og kíktum líka inn á litla Kjarvalssýningu á staðnum.
Mér fannst margt skemmtilegt að sjá á hönnunarsýningunni, en það sem lyfti mér í hæstu hæðir var lítil mynd eftir meistara Kjarval. Þessi mynd var eins og opinberun, svo allt öðruvísi en allar aðrar myndir sem ég hef séð eftir meistarann og eru allar myndir hans þó fullkomnar.
Það stóð við myndina að hún væri ókláruð, en mér fannst hún vera fullkomin. Mér finnst svo skrýtið að þegar ég sér mikil listaverk að þá bókstaflega drekk ég þau í mig með augunum. Ég finn greinilega tilfinninguna í augunum þegar augað nemur myndina og eins og sýgur hana í sig og alveg upp í heila og þaðan dreifist upplifunin út um allan líkamann.
Þessu fylgir ólýsanleg unaðstilfinning og mér finnst eins og ég gangi inn í myndina og komist í einhvers konar ' rúss' eða sæluvímu. Nú þegar ég sit hér við tölvuna hugsa ég um þessa mynd og hversu mikla gleði og birtu hún veitti mér með látlausri fegurð sinni og ég ég fer að sofa fullviss um það, að það muni birta fljótlega til í lífi mínu líka.
7.8.2007 | 00:38
Ég er búin að standa á haus undanfarna daga
Svo málaði ég og blettaði þrjá stofuveggi, tvíþvoði stofugólfið, tók baðherbergið í gegn og þrjú herbergi algerlega, þurrkaði af, pússaði gluggana, dúklagði svalirnar, þvoði þrjár þvottavélar, braut saman þvott og bauð svo fólki í kaffiboð.
Ég var með súkkulaðitertu og jarðarberjatertu og svo kex og snakk. Sysir mín og systurdætur komu í kaffi og báðir synir mínir, ein tengdadóttir og þrjú lítil barnabörn. Dóttir mín og tengdasonur voru því miður fjarri góðu gamni, því þau eru að frílysta sig á málaskóla í Þýskalandi.
Krakkarnir voru voða hrifnir af Tító eins og venjulega, en hann faldi sig bak við tölvuna til þess að fá að vera í friði fyrir þeim. Hann veit af biturri reynslu að þau klípa í skottið á honum. Gosi graðnagli sást hvergi, eftir að krakkarnir komu í hús, en ég gekk beint að honum í hans uppáhalds felustað , á milli tveggja hægindastóla í stofunni, þar sem hann kúrði skíthræddur. Hann skaust í burtu þegar ég ætlaði að grípa í hnakkadrambið á honum og þaut rakleitt fram í eldhús og faldi sig inni í opnum neðri skáp. Ég gat loksins dregið hann út og skutlaði svo honum og Tító upp í rúm og sagði þeim að fara bara og leggja sig .
Svo lokaði ég dyrunum að svefnherberginu og læsti þá inni. Þeir voru náttúrulega guðslifandi fegnir að sleppa svona billega frá börnunum og kúrðu sig alsælir niður í rúmið mitt.
Það var hasa fjör í boðinu og mikið spjallað og hlegið. Börnin voru upptekin við að leika sér með dótið sem ég keypti einu sinni á tombólu hjá einhverjum krökkum, spes handa þeim til að dunda sér við þegar þau koma í heimsókn til mín. Nú man ég það, akkúrat þegar ég er að skrifa þetta, systir mín gaf mér lítinn konfektkassa þegar hún kom. Ég get varla beðið eftir því að gæða mér á innihaldinu þegar ég er búin að blogga.
Það sem stendur uppúr á deginum er samt björgun úr lífsháska sem ég framkvæmdi. Ég var úti á svölum þegar allir voru farnir og opnaði einn gluggan til þess að anda að mér útiloftinu og pústa út. Þegar ég svo lokaði glugganum heyrði ég ofboðslegarn hávaða sem mér fannst berast utan úr garðinum í næstu blokk.
Ég hélt að einhver væri að slá grasið þar, en svo tók ég eftir því að Gosi graðnagli var allur orðinn upptendraður, hann starði á gluggann og mjálmgelti eins og kettir gera þegar þeir eru í vígahug. Þá rann loks upp fyrir mér ljós, ég hlaut að hafa hálfklesst hunangsflugu á milli glugga og fals þegar ég lokaði vindúinu. Ég opnaði gluggann varlega, jú mikið rétt þarna sat þessi elska í gluggafalsinu, svaka hlussa, feit og loðin.
Ég fór næstum með nefið niður að henni með öndina í hálsinum, til að gá hvort hún væri kannski milli heims og helju, en sá þá sem betur fer að hún virtist ekki mikið særð. Það var samt skrýtið að sjá, að hún eins og andaði, ótt og títt, litli búkurinn gekk upp og niður og hún titraði öll. Ég sem hélt að hunangsflugur önduðu með húðinni.
Ég gaf henni samt nánari gætur, enn þá smá áhyggjufull um heilsufar hennar, en sem betur fer tók hún þá til að snyrta sig hátt og lágt. Hún neri saman löppunum og kippti í hausinn á sér, sem hafði eitthvað aflagast við slysið, snurfusaði svo vængina vandlega og kom þeim í samt lag og endaði svo á því að púðra á sér nefið.
Gosi greyið var alveg að fara yfrum á taugum yfir að fá ekki að veiða flugutítluna svo ég rak hann í burtu með óbótaskömmum þegar hann gerði sig liklegan til þess að stökkva. Hann mjálmaði hátt í mótmælaskyni en lúskraðist samt í burtu í sömu mund og litla hunangsflugan hóf sig á loft með glæsibrag og flaug á braut.
Ég horfði á eftir henni, brosandi og mér var gleði í huga yfir því að hafa bjargað duglegum og vinnusömum einstaklingi úr lífsháska. Þetta var tvímælalaust toppurinn á deginum, en ég er að pæla í því að fjarlæga blómapottinn með rósunum innan við svalagluggann og setja hann á heppilegri stað.
Ykkur finnst það kannski skrýtið en ég hef oft hugsað með sjálfri mér að hunangsflugur væru svo krúttlegar, að ef þær væru á stærð við púðluhund gæti ég vel hugsað mér að eiga eina sem gæludýr.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.6.2007 | 16:17
Hvað er vinur?
Vinur er maður sem gefur þér kjark til að vera þú sjálfur þegar þú ert með honum.
PAM BROWN, f. 1928
15.6.2007 | 00:05
Fimm konur bíða eftir hinum fullkomna manni
Austurlenskir kettir
eru kraftaverk
AUSTURLENSKIR KETTIR ERU GÓÐIR FYRIR ÞIG Gáfaðir, glæsilegir og skemmtilegir, elskulegir og kelnir. Austurlenskir kettir fá fólk til að bera óbilandi virðingu fyrir sér. Þeir vekja aðdáun og viðhalda henni með ofurkrafti. Nútíminn hefur flett ofan af dulúðinni sem alltaf hefur fylgt köttum. Rannsóknir hafa sannað án undantekninga að dýr sem við elskum og virðum sem vini hafa mjög góð áhrif á okkur á alla lund. Austurlenskir kettir eru yndislegir félagar og það kveður svo sterkt að því, að þeir eru nú notaðir til meðferðar hjá eldra fólki og fötluðum. Börn sem alin eru upp með austurlenskum köttum eru líklegri til að eiga velgengni að fagna síðar í lífinu á það bæði við um starfsframa og ástarlíf. Sannast hefur að einfaldlega við
Tító
að klappa austurlenskum ketti getur lækkað blóðþrýsting! Niðurstöður Ástralskra rannsókna hafa sýnt að það að eiga gæludýr dragi úr blóðþrýstingi, alkahólneyslu og saltneyslu. Gæludýraeigendur hafa að meðaltali 2% lægra magn af kólesteróli en þeir sem ekki eiga gæludýr. Gæludýraeigendur eru þar með í minni hættu á að fá hjarta og æðasjúkdóma. Austurlenskum köttum hafa verið eignaðir sérstakir heilunarkraftar og hafa sýnt að þeir hafa ótrúleg áhrif á að viðhalda góðri heilsu eigenda sinna. Það eru augljósar sannanir fyrir að gæludýr dragi úr blóðþrýstingi og flýti fyrir bata þeirra sem fengið hafa hjarta og æðasjúkdóma. Það að klappa síamsketti getur haft sömu áhrif og hugleiðsla og aðrar tegundir slökunar. LÆKNINGAMÁTTUR AUSTURLENSKA KATTARINS Læknarannsóknir hafa sýnt að hugsa um og elska austurlenskan kött sé meira en bara tilfinningaleg fullnægja. Það hjálpar líka sálarlífinu og mörgum sjúkdómum sem sest geta að í okkur, geta jafnvel bjargað mannslífum. Austurlenskir kettir hafa næstum því kraftaverka lækningamátt! GÆLUDÝR ERU GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆKNA EINMANNALEIKA Félagi eins og austurlenskur köttur getur hjálpað til dæmis eldra fólki að takast á við einmannaleika.
Einmannaleiki er oft algengasti kvilli eldra fólks og rannsóknir hafa sýnt að eiga síamskött geti hjálpað fólki að losna undan einmannaleika og einangrun að sögn sálfræðinga. Austurlenskir kettir eru ákjósanleg gæludýr fyrir eldra fólk þar sem þeir krefjast minni ummönnunar en mörg önnur dýr sem þurfa oft meiri hreyfingu. Samanber fjölmargar rannsóknir getur katta eða annað gæludýrahald hjálpað til við að halda andlegum stöðugleika, veitir huggun á tímum missis og streitu og veitir einnig endalausan félagsskap. Það eru hin sterku tengsl við gæludýrin og sú þörf að annast aðra, ásamt því að fylla daginn með raunhæfum markmiðum sem hjálpa til við að draga úr áhrifum þunglyndis, kvíða og einmannakenndar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að gæludýr ýta undir samskipti við annað fólk. Staðreyndin er sú að ókunnugir koma frekar að máli við fólk sem á gæludýr. Það að eiga austurlenskan kött veitir börnum ábyrgðartilfinningu og eldra fólki að það hafi stjórn á hlutunum ásamt þeirri tilfinningu að hafa einhvern að hugsa um.
ÞVOÐU KÖTTINN ÞINN Ef þú hefur ofnæmi og getur ekki kelað við köttinn þinn þá gæti lausnin verið nær en þú heldur. Rannsóknir hafa sýnt að ef þú baðar köttinn þinn einusinni í mánuði (sleppa sápu) getur þú minnkað efnin sem valda ofnæmi frá kettinum. Dr. James Wedner hefur komist að því að kötturinn hættir að framleiða próteinið sem veldur ofnæmi á þremur til átta mánuðum. Þú getur líka aukið þessi áhrif með því að ryksuga allt sem kötturinn kemur nálægt einu sinni í viku, haldið húsgögnum hreinum og bannað kettinum að vera í rúminu þínu. En þú skalt ekki búast við að kötturinn þinn verði ánægður með þessar nýju reglur, hann getur ekki lært þetta strax en það kemur. Kynntu köttinn fyrir vatninu hægt og rólega segir Dr. Wedner, fyrsta skiptið bleyttu þá bara loppurnar og svo alltaf meira í hvert skipti þar til að þið náið öllum kroppnum í baðið. TALAÐ VIÐ KETTI Ef þú tekur eftir að köttur er að horfa á þig þá skaltu ekki horfa á móti þar sem þetta er ógnun á kattamáli. Meðan kötturinn horfir á þig láttu þig þá síga hægt og rólega niður, nær hans hæð. Mundu að allir kettir sem senda frá sér ógnandi skilaboð reisa sig upp frá gólfinu, svo þú skalt forðast að senda honum röng skilaboð. Núna lýtur þú hægt í átt frá kettinum, áður en þú lýtur á hann. Þegar þú svo horfir í augu hans hafðu þá augun hálf lokuð og náðu augnsambandi við hann , svo meðan þið horfist í augu blikkaðu þá augunum nokkru sinnum. Þetta er vottur um tryggð og vináttu hjá köttum og virkar jafn vel á milli manns og kattar. Til að ná enn betri árangri notaðu þá höfuðið með því að leggja ennið á þér við hans og nudda nefinu og hökunni í andlitið á honum. Þetta táknar hlýju og vingjarnleika og oft notað á milli katta sem eru góðir vinir.
SAGAN SÍAMS Síamskötturinn er ein af fáum tegundum katta sem geta talist upprunalegar. Síamskettirnir hafa verið þekktir í mörg hundruð ár og eru handrit sem fundust í Bangkok því til sönnunar. Þessi handrit eru talin vera frá því kringum 1350 og þar er að finna myndir af köttum sem bera litamunstur Síamskattanna eins og við þekkjum þá í dag. Í textanum í einu af þessum handritum, Kattaljóðum, er margoft minnst á þessa ketti og þeim lýst í smáatriðum. Þar er meðal annars að finna lýsingu á skapgerð þeirra og ber hún mikinn keim af þeirri skapgerð sem er einkennandi fyrir stofninn í dag. Næstelstu heimildir um þessa ketti koma frá miðhluta Rússlands og eru frá því árið 1793. Myndirnar sýna langa og granna ketti og litamunstrið er mjög líkt því sem við þekkjum hér í okkar norræna loftslagi, þ.e. að kettirnir eru dekkri á búkinn en þó með mjög vel afmarkaðan maska í andliti, á fótum og skotti.
Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær fyrstu kettirnir af þessari tegund komu til hins vestræna heims, en þeir fyrstu sem komu opinberlega fram, svo vitað sé með vissu, voru þeir Pho og Mio sem sýndir voru í Crystal Palace í London árið 1885. Þessir kettir komu til Englands árið áður og voru gjöf frá breska ræðismanninum í Bangkok til systur hans í London. Þó eru til heimildir um að svona kettir hafi verið sýndir í London árið 1871, og var þeim lýst í dagblaði einu í London sem "ónáttúrulegu afbrigði katta." Í lok níunda áratugar síðustu aldar var ræktun á Síamsköttum með miklum blóma í Englandi. Það var svo árið 1892 að ræktunarstaðall fyrir Síamsketti var skrifaður í Englandi og síðan endurskoðaður 10 árum seinna. Myndir frá þessum tíma sýna að kettirnir voru með mun styttra trýni en nú og höfuðlag allt mun kringlóttara, líkt og er á húsköttum. Einnig var búkurinn allur mun styttri og kubbslegri. Einkenni: Þegar fram liðu stundir fóru ræktendur að gera alls kyns tilraunir í ræktuninni eins og að nota heillita húsketti í ræktunina til að fá fram fleiri litaafbrigði, en í fyrstu var einungis eitt litaafbrigði og það var Seal Point (svartgríma). Fljótlega urðu litaafbrigðin fleiri og brátt var svo komið að öll litaafbrigði sem þekkt eru í dag voru orðin til. Þegar þar var komið í sögunni fóru ræktendur að reyna að breyta kettinum enn frekar. Þeir leituðust við að gera hann rennilegri eins og þeim fannst sóma köttum af kóngum bornir og svo fór að sú stefna varð ofan á. Í dag er Síamskötturinn því orðinn með afbrigðum háfættur, langur, grannvaxinn og liðlegur á alla kanta. Þessi tilhneiging kom einnig fram í höfuðlaginu, það varð grennra, trýnið lengdist og eyrun stækkuðu, þ.e. þetta þríhyrningslag sem orðið er eitt aðaleinkenni tegundarinnar í dag varð ráðandi. Síamskettir eru mjög vinsæl kattategund um allan heim.
Skapgerð þeirra er mjög skemmtileg, þeir eru ræðnir, háværir og mjög fjörmiklir kettir. Þeir þurfa á miklum félagsskap eigenda sinna að halda og þola illa einveru. Síamskötturinn er langur, háfættur og grannvaxinn með langt og mjótt skott og langan og grannan háls. Höfuðið er þríhyrningslaga, trýnið langt og mjókkar fram, eyrun stór og sitja neðarlega á höfðinu og undirstrika þannig lengd höfuðsins og þríhyrningslagið. Augun eiga að vera í meðallagi stór, skásett, möndlulaga og skærblá. ORIENTAL Saga Oriental kattanna er stutt miðað við sögu margra annarra kattategunda. Þeir hafa ekki neinar þjóðsögur eða ævintýri sem vitna til upprunans. Þeir lifa hvergi í trúarlegum tröllasögum og engar sögur eru frá framandi löndum til að styðja við getgátur um uppruna. Oriental kötturinn er næstum því án sögu, en bara næstum því. Hann er ein af fáum tegundum sem við vitum nákvæmlega hvernig varð til. Viðurkenning hjá kattaræktarsamböndum fékkst á áttunda áratugnum, en nútímasaga kattanna hefst þó fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöldinni þegar áhugi vaknaði í Bretlandi að rækta heillitan kött með líkamsbyggingu Síamskattarins. Við þær tilraunir notuðu breskir áhugamenn heillita ketti og þá helst Russian Blue vegna vaxtarlags hans og pöruðu þá við Síamsketti til þess að ná fram þessu langa og granna vaxtarlagi sem þeim þótti svo eftirsóknarvert.
Útkoman úr þessum tilraunum voru súkkulaðibrúnir kettir og er hann í dag þekktur sem Havana, súkkulaði Oriental eða Chestnut Brown Oriental. Það má því segja að súkkulaðilitaði Orientalinn sé frumgerð kattarins. Breskir ræktendur hófust nú handa við að búa til fleiri litaafbrigði og fljótlega voru fjölmargir litir orðnir til. Einnig komu öll litaafbrigði fram í bröndóttu svo litaflóran var orðin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Árið 1972 var haldinn fundur í New York þar sem bandarískir Síams og Oriental ræktendur hittust til að ræða framtíð Oriental ræktunar í Bandaríkjunum. Ári seinna hittist þetta fólk á ný og stofnaði með sér samtökin Oriental Shorthair International (OSI) og nú hófst vinna við að búa til ræktunarmarkmið fyrir Oriental. Urðu miklar umræður um hvort ætti að taka ræktunarmarkmið Síamskatta og yfirfæra þau beint yfir á Oriental og varð niðurstaðan sú nema að tveimur orðum úr þeim ræktunarmarkmiðum var sleppt og litalýsingum var breytt að því leyti að augnlitur átti að vera grænn í stað blás og kettirnir áttu að vera heillitir í stað þess að bera Síamsmynstrið. Árið 1974 lagði OSI inn umsókn hjá CFA um að fá Oriental viðurkenndan til skráningar í ættbækur og var það samþykkt. Þetta varð til þess að mikill framgangur varð í Orientalræktun í Bandaríkjunum. Árið 1977 fengu Oriental svo viðurkenningu CFA til að keppa á sýningum. Það sem var sérstakt við þessa viðurkenningu var að CFA viðurkenndi alla þekkta liti hjá Orientalköttum til keppni, nokkuð sem aldrei hafði gerst áður og hefur ekki gerst síðan. Einkenni: Orientalkötturinn er langur, háfættur og grannvaxinn köttur með langt og mjótt skott og langan og grannan háls. Höfuðið er þríhyrningslaga, trýnið langt og mjókkar fram, eyrun stór og sitja neðarlega á höfðinu og undirstrika þannig lengd höfuðsins og þríhyrningslagið. Augun eiga að vera í meðallagi stór, skásett og möndlulaga og skærgræn. Orientalkötturinn er eins og Síamskötturinn hávær og krefst mikils félagsskapar við eigendur sína og aðra ketti. Þeir halda lengi leikgleði kettlings og allir sem eiga svona kött geta staðfest að ef eitthvað fer í taugamar Oriental þá eru það lokaðar dyr. Oriental sameinar glæsileika tígursins og skaplyndi mestu ljúflinga og því er skemmtilegra og fallegra gæludýr vandfundið.
BALINESE OG JAVANESE
Í augum sumra eru Balinese og Javanese kettirnir hámark glæsileikans í kattaræktinni. Þessir kettir eru að öllu leyti eins og Síams- og Orientalkettir í líkamsbyggingu, langir, háfættir og grannir kettir sem eru til í sömu litum með skásett augu. Það eina sem skilur Balinese frá Síams og Javanese frá Oriental er að feldur Balinese og Javanese kattanna er langur, þveröfugt við Síams- og Orientalkettina sem eru mjög snöggir. Balinese kettir komu fyrst fram í Síamsgotum á fimmta áratug þessarar aldar. Í fyrstu héldu menn að um gallaða ketti væri að ræða eins og svo oft gerist þegar nýjar tegundir eru fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Á sama tíma og aðrir ræktendur unnu af fullum krafti að því að fá fram persa í síamslitunum þá stökk Balinese kötturinn fullskapaður fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum. Balinese var ekki afrakstur ræktunartilrauna heldur var um að ræða stökkbreytingu í feldgerð. Í fyrstu voru þessir kettir gefnir sem gæludýr og taldir einskis virði þangað til kona að nafni Marian Dorsey tók sig til við að rækta þetta afbrigði áfram. Hún fékk sér til hjálpar fleiri ræktendur og brátt voru Balinese kettir orðnir mjög vinsælir í Bandaríkjunum. Vinsældirnar héldu áfram að aukast og árið 1970 fengu Balinese viðurkenningu til að keppa á sýningum í Bandaríkjunum. Frá Bandaríkjunum barst þessi tegund til Evrópu og náði góðri fótfestu meðal ræktenda, en kattaræktarfélög voru treg til að veita þessum ketti viðurkenningu. Árið 1983 kom þó loks að því að FIFE veitti Balinese viðurkenningu sína og síðan þá hafa vinsældir þessa kattar aukist jafnt og þétt þó svo að langt sé í land með það að þeir verði eins vinsælir og Síamskettimir. Einkenni: Balinese kettir eru að öllu leyti Síamskettir að undanskildum feldinum. Þeir eiga að hafa sama vaxtarlag og sömu liti en feldurinn á að vera langur en á þó alls ekki að líkjast feldi persanna. Hárin eiga að vera löng og liggja þétt að líkamanum, en undirfeldur á ekki að vera til staðar, því undirfeldur lyftir undir yfirhárin og gerir köttinn loðnari í útliti. Javanesekettirnir voru ekki afrakstur stökkbreytinga, heldur sáu ræktendur Balinese katta að ef hægt væri að fá viðurkennda síðahærða Síamsketti þá hlyti að vera hægt að fá viðurkennda síðhærða Orientalketti. Ræktendur tóku sig til og ræktuðu saman Balineseketti og Oriental og fljótlega komu fram á sjónarsviðið Javanesekettir. Skapgerð Balinese og Javanese er nákvæmlega sú sama og hjá Síams og Oriental. Þeir eru forvitnir og mjög krefjandi í sambúð sinni við fólk, þó svo sumir telji þá heldur blíðari og ekki alveg eins háværa. Hvað ræktun áhrærir þá er leyfilegt að para Balinese og Javanese með Síams- og Orientalköttum enda teljast allar þessar tegundir til sama ræktunarhópsins, líkt og persar og Exotic teljast til sama ræktunarflokks.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.5.2007 | 09:30
'Út úr heiminum'
Ég er búin að vera meira og minna uppdópuð og útúr heiminum af parkódín forte áti undanfarna daga vegna mænuþrengslanna. Maður fer bara að verða hræddur um að verða forfallinn, viðvarandi dópisti. En þetta stendur allt til bóta því ég talaði við taugaskurðlækninn eldsnemma í morgun og hann ætlar að skera mig upp, alla vega ætlar hann ekki að skera mig niður sem betur fer, hjúkk! Hvað ég er fegin!
Ég vona bara að ég fari ekki á hausinn við að þurfa að þiggja sjúkradagpeninga og missa atvinnuleysisbæturnar. Samt hef ég nú ekki svo miklar áhyggjur af því sökum þess að það hringdi í mig félagsráðgjafi í gær. Já, ég veit að það hljómar ótrúlega að félagsráðgjafi hafi hringt í mig því venjulega eru þeir mjög uppteknir og mega heavy erfitt að fá viðtal við þá.
En þessi var að tilkynna mér að ég fengi úthlutaða ferðaþjónustu fatlaðra. Mikið var!! Þá þarf maður ekki lengur að splæsa svona oft í leigubíla. Semsagt ég er opinberlega orðin fatlað fól, alla veganna þar til ég verð skorin, ef aðgerðin heppnast það er að segja, en auðvitað er ég bjartsýn.
Já, ég gleymdi aðalpointinu i þessu, þessu með óttann við það að fara á hausinn, ég má nefnilega alls ekki við þvi að fara á hausinn, þar sem ég er svoddan klikkhaus fyrir.
Jæja, félagsráðgjafinn sagði að ég myndi fá félagslega aðstoð ef í hart færi fjárhagslega. Ég verð víst að kyngja stoltinu og segja já takk við því góða boði. Það er ekki á hverjum degi sem manni eru boðnir beinharðir peningar svona að fyrrabragði.
Svo sendi hún Ester bloggvinkona mín, mér reiki í gær. Það verður að duga, að senda mér það svona í pósti, þangað til ég skána svo mikið að ég komist niður tröppurnar onaf þriðju hæð og geti farið til hennar í eigin persónu.
En Guðmundur góði og Heiða, kaffiboðið stendur á föstudaginn klukkan fjögur ef þið komist og líka bara ef þið viljið bara vera svo góð að horfa framhjá öllu draslinu og kattarhárunum út um allt.
Já það er gott að eiga góða að. Systir mín elskuleg kom svo til mín í gær með smá fæðubirgðir, svo ég er bara í góðum málum.
En nú ætla ég að fara að leggja mig aftur.
17.5.2007 | 21:08
Frá Snæfellsnesi Vatnslitir og blek
10.5.2007 | 00:14
Heilræði
hátt, en hafðu báða fæturna á jörðinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.5.2007 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson