Leita í fréttum mbl.is

Síams,balinese og javanese kettir. Tító minn balinese og fleiri kettir

image001Tító hinn goðumlíki.  small 00011
 

             Austurlenskir        kettir

              eru kraftaverk

AUSTURLENSKIR KETTIR ERU GÓÐIR FYRIR ÞIG Gáfaðir, glæsilegir og skemmtilegir, elskulegir og kelnir. Austurlenskir kettir fá fólk til að bera óbilandi virðingu fyrir sér. Þeir vekja aðdáun og viðhalda henni með ofurkrafti. Nútíminn hefur flett ofan af dulúðinni sem alltaf hefur fylgt köttum. Rannsóknir hafa sannað án undantekninga að dýr sem við elskum og virðum sem vini hafa mjög góð áhrif á okkur á alla lund. Austurlenskir kettir eru yndislegir félagar og það kveður svo sterkt að því, að þeir eru nú notaðir til meðferðar hjá eldra fólki og fötluðum. Börn sem alin eru upp með austurlenskum köttum eru líklegri til að eiga velgengni að fagna síðar í lífinu á það bæði við um starfsframa og ástarlíf. Sannast hefur að einfaldlega við

         Tító

að klappa austurlenskum ketti getur lækkað blóðþrýsting! Niðurstöður Ástralskra rannsókna hafa sýnt að það að eiga gæludýr dragi úr blóðþrýstingi, alkahólneyslu og saltneyslu. Gæludýraeigendur hafa að meðaltali 2% lægra magn af kólesteróli en þeir sem ekki eiga gæludýr. Gæludýraeigendur eru þar með í minni hættu á að fá hjarta og æðasjúkdóma. Austurlenskum köttum hafa verið eignaðir sérstakir heilunarkraftar og hafa sýnt að þeir hafa ótrúleg áhrif á að viðhalda góðri heilsu eigenda sinna. Það eru augljósar sannanir fyrir að gæludýr dragi úr blóðþrýstingi og flýti fyrir bata þeirra sem fengið hafa hjarta og æðasjúkdóma. Það að klappa síamsketti getur haft sömu áhrif og hugleiðsla og aðrar tegundir slökunar. LÆKNINGAMÁTTUR AUSTURLENSKA KATTARINS Læknarannsóknir hafa sýnt að hugsa um og elska austurlenskan kött sé meira en bara tilfinningaleg fullnægja. Það hjálpar líka sálarlífinu og mörgum sjúkdómum sem sest geta að í okkur, geta jafnvel bjargað mannslífum. Austurlenskir kettir hafa næstum því kraftaverka lækningamátt! GÆLUDÝR ERU GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆKNA EINMANNALEIKA Félagi eins og austurlenskur köttur getur hjálpað til dæmis eldra fólki að takast á við einmannaleika.

Einmannaleiki er oft algengasti kvilli eldra fólks og rannsóknir hafa sýnt að eiga síamskött geti hjálpað fólki að losna undan einmannaleika og einangrun að sögn sálfræðinga. Austurlenskir kettir eru ákjósanleg gæludýr fyrir eldra fólk þar sem þeir krefjast minni ummönnunar en mörg önnur dýr sem þurfa oft meiri hreyfingu. Samanber fjölmargar rannsóknir getur katta eða annað gæludýrahald hjálpað til við að halda andlegum stöðugleika, veitir huggun á tímum missis og streitu og veitir einnig endalausan félagsskap. Það eru hin sterku tengsl við gæludýrin og sú þörf að annast aðra, ásamt því að fylla daginn með raunhæfum markmiðum sem hjálpa til við að draga úr áhrifum þunglyndis, kvíða og einmannakenndar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að gæludýr ýta undir samskipti við annað fólk. Staðreyndin er sú að ókunnugir koma frekar að máli við fólk sem á gæludýr. Það að eiga austurlenskan kött veitir börnum ábyrgðartilfinningu og eldra fólki að það hafi stjórn á hlutunum ásamt þeirri tilfinningu að hafa einhvern að hugsa um.

ÞVOÐU KÖTTINN ÞINN Ef þú hefur ofnæmi og getur ekki kelað við köttinn þinn þá gæti lausnin verið nær en þú heldur. Rannsóknir hafa sýnt að ef þú baðar köttinn þinn einusinni í mánuði (sleppa sápu) getur þú minnkað efnin sem valda ofnæmi frá kettinum. Dr. James Wedner hefur komist að því að kötturinn hættir að framleiða próteinið sem veldur ofnæmi á þremur til átta mánuðum. Þú getur líka aukið þessi áhrif með því að ryksuga allt sem kötturinn kemur nálægt einu sinni í viku, haldið húsgögnum hreinum og bannað kettinum að vera í rúminu þínu. En þú skalt ekki búast við að kötturinn þinn verði ánægður með þessar nýju reglur, hann getur ekki lært þetta strax en það kemur. Kynntu köttinn fyrir vatninu hægt og rólega segir Dr. Wedner, fyrsta skiptið bleyttu þá bara loppurnar og svo alltaf meira í hvert skipti þar til að þið náið öllum kroppnum í baðið. TALAÐ VIÐ KETTI Ef þú tekur eftir að köttur er að horfa á þig þá skaltu ekki horfa á móti þar sem þetta er ógnun á kattamáli. Meðan kötturinn horfir á þig láttu þig þá síga hægt og rólega niður, nær hans hæð. Mundu að allir kettir sem senda frá sér ógnandi skilaboð reisa sig upp frá gólfinu, svo þú skalt forðast að senda honum röng skilaboð. Núna lýtur þú hægt í átt frá kettinum, áður en þú lýtur á hann. Þegar þú svo horfir í augu hans hafðu þá augun hálf lokuð og náðu augnsambandi við hann , svo meðan þið horfist í augu blikkaðu þá augunum nokkru sinnum. Þetta er vottur um tryggð og vináttu hjá köttum og virkar jafn vel á milli manns og kattar. Til að ná enn betri árangri notaðu þá höfuðið með því að leggja ennið á þér við hans og nudda nefinu og hökunni í andlitið á honum. Þetta táknar hlýju og vingjarnleika og oft notað á milli katta sem eru góðir vinir.

SAGAN SÍAMS Síamskötturinn er ein af fáum tegundum katta sem geta talist upprunalegar. Síamskettirnir hafa verið þekktir í mörg hundruð ár og eru handrit sem fundust í Bangkok því til sönnunar. Þessi handrit eru talin vera frá því kringum 1350 og þar er að finna myndir af köttum sem bera litamunstur Síamskattanna eins og við þekkjum þá í dag. Í textanum í einu af þessum handritum, Kattaljóðum, er margoft minnst á þessa ketti og þeim lýst í smáatriðum. Þar er meðal annars að finna lýsingu á skapgerð þeirra og ber hún mikinn keim af þeirri skapgerð sem er einkennandi fyrir stofninn í dag. Næstelstu heimildir um þessa ketti koma frá miðhluta Rússlands og eru frá því árið 1793. Myndirnar sýna langa og granna ketti og litamunstrið er mjög líkt því sem við þekkjum hér í okkar norræna loftslagi, þ.e. að kettirnir eru dekkri á búkinn en þó með mjög vel afmarkaðan maska í andliti, á fótum og skotti.

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær fyrstu kettirnir af þessari tegund komu til hins vestræna heims, en þeir fyrstu sem komu opinberlega fram, svo vitað sé með vissu, voru þeir Pho og Mio sem sýndir voru í Crystal Palace í London árið 1885. Þessir kettir komu til Englands árið áður og voru gjöf frá breska ræðismanninum í Bangkok til systur hans í London. Þó eru til heimildir um að svona kettir hafi verið sýndir í London árið 1871, og var þeim lýst í dagblaði einu í London sem "ónáttúrulegu afbrigði katta." Í lok níunda áratugar síðustu aldar var ræktun á Síamsköttum með miklum blóma í Englandi. Það var svo árið 1892 að ræktunarstaðall fyrir Síamsketti var skrifaður í Englandi og síðan endurskoðaður 10 árum seinna. Myndir frá þessum tíma sýna að kettirnir voru með mun styttra trýni en nú og höfuðlag allt mun kringlóttara, líkt og er á húsköttum. Einnig var búkurinn allur mun styttri og kubbslegri. Einkenni: Þegar fram liðu stundir fóru ræktendur að gera alls kyns tilraunir í ræktuninni eins og að nota heillita húsketti í ræktunina til að fá fram fleiri litaafbrigði, en í fyrstu var einungis eitt litaafbrigði og það var Seal Point (svartgríma). Fljótlega urðu litaafbrigðin fleiri og brátt var svo komið að öll litaafbrigði sem þekkt eru í dag voru orðin til. Þegar þar var komið í sögunni fóru ræktendur að reyna að breyta kettinum enn frekar. Þeir leituðust við að gera hann rennilegri eins og þeim fannst sóma köttum af kóngum bornir og svo fór að sú stefna varð ofan á. Í dag er Síamskötturinn því orðinn með afbrigðum háfættur, langur, grannvaxinn og liðlegur á alla kanta. Þessi tilhneiging kom einnig fram í höfuðlaginu, það varð grennra, trýnið lengdist og eyrun stækkuðu, þ.e. þetta þríhyrningslag sem orðið er eitt aðaleinkenni tegundarinnar í dag varð ráðandi. Síamskettir eru mjög vinsæl kattategund um allan heim.

Skapgerð þeirra er mjög skemmtileg, þeir eru ræðnir, háværir og mjög fjörmiklir kettir. Þeir þurfa á miklum félagsskap eigenda sinna að halda og þola illa einveru. Síamskötturinn er langur, háfættur og grannvaxinn með langt og mjótt skott og langan og grannan háls. Höfuðið er þríhyrningslaga, trýnið langt og mjókkar fram, eyrun stór og sitja neðarlega á höfðinu og undirstrika þannig lengd höfuðsins og þríhyrningslagið. Augun eiga að vera í meðallagi stór, skásett, möndlulaga og skærblá. ORIENTAL Saga Oriental kattanna er stutt miðað við sögu margra annarra kattategunda. Þeir hafa ekki neinar þjóðsögur eða ævintýri sem vitna til upprunans. Þeir lifa hvergi í trúarlegum tröllasögum og engar sögur eru frá framandi löndum til að styðja við getgátur um uppruna. Oriental kötturinn er næstum því án sögu, en bara næstum því. Hann er ein af fáum tegundum sem við vitum nákvæmlega hvernig varð til. Viðurkenning hjá kattaræktarsamböndum fékkst á áttunda áratugnum, en nútímasaga kattanna hefst þó fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöldinni þegar áhugi vaknaði í Bretlandi að rækta heillitan kött með líkamsbyggingu Síamskattarins. Við þær tilraunir notuðu breskir áhugamenn heillita ketti og þá helst Russian Blue vegna vaxtarlags hans og pöruðu þá við Síamsketti til þess að ná fram þessu langa og granna vaxtarlagi sem þeim þótti svo eftirsóknarvert.

Útkoman úr þessum tilraunum voru súkkulaðibrúnir kettir og er hann í dag þekktur sem Havana, súkkulaði Oriental eða Chestnut Brown Oriental. Það má því segja að súkkulaðilitaði Orientalinn sé frumgerð kattarins. Breskir ræktendur hófust nú handa við að búa til fleiri litaafbrigði og fljótlega voru fjölmargir litir orðnir til. Einnig komu öll litaafbrigði fram í bröndóttu svo litaflóran var orðin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Árið 1972 var haldinn fundur í New York þar sem bandarískir Síams og Oriental ræktendur hittust til að ræða framtíð Oriental ræktunar í Bandaríkjunum. Ári seinna hittist þetta fólk á ný og stofnaði með sér samtökin Oriental Shorthair International (OSI) og nú hófst vinna við að búa til ræktunarmarkmið fyrir Oriental. Urðu miklar umræður um hvort ætti að taka ræktunarmarkmið Síamskatta og yfirfæra þau beint yfir á Oriental og varð niðurstaðan sú nema að tveimur orðum úr þeim ræktunarmarkmiðum var sleppt og litalýsingum var breytt að því leyti að augnlitur átti að vera grænn í stað blás og kettirnir áttu að vera heillitir í stað þess að bera Síamsmynstrið. Árið 1974 lagði OSI inn umsókn hjá CFA um að fá Oriental viðurkenndan til skráningar í ættbækur og var það samþykkt. Þetta varð til þess að mikill framgangur varð í Orientalræktun í Bandaríkjunum. Árið 1977 fengu Oriental svo viðurkenningu CFA til að keppa á sýningum. Það sem var sérstakt við þessa viðurkenningu var að CFA viðurkenndi alla þekkta liti hjá Orientalköttum til keppni, nokkuð sem aldrei hafði gerst áður og hefur ekki gerst síðan. Einkenni: Orientalkötturinn er langur, háfættur og grannvaxinn köttur með langt og mjótt skott og langan og grannan háls. Höfuðið er þríhyrningslaga, trýnið langt og mjókkar fram, eyrun stór og sitja neðarlega á höfðinu og undirstrika þannig lengd höfuðsins og þríhyrningslagið. Augun eiga að vera í meðallagi stór, skásett og möndlulaga og skærgræn. Orientalkötturinn er eins og Síamskötturinn hávær og krefst mikils félagsskapar við eigendur sína og aðra ketti. Þeir halda lengi leikgleði kettlings og allir sem eiga svona kött geta staðfest að ef eitthvað fer í taugamar Oriental þá eru það lokaðar dyr. Oriental sameinar glæsileika tígursins og skaplyndi mestu ljúflinga og því er skemmtilegra og fallegra gæludýr vandfundið.

BALINESE OG JAVANESE  

Í augum sumra eru Balinese og Javanese kettirnir hámark glæsileikans í kattaræktinni. Þessir kettir eru að öllu leyti eins og Síams- og Orientalkettir í líkamsbyggingu, langir, háfættir og grannir kettir sem eru til í sömu litum með skásett augu. Það eina sem skilur Balinese frá Síams og Javanese frá Oriental er að feldur Balinese og Javanese kattanna er langur, þveröfugt við Síams- og Orientalkettina sem eru mjög snöggir. Balinese kettir komu fyrst fram í Síamsgotum á fimmta áratug þessarar aldar. Í fyrstu héldu menn að um gallaða ketti væri að ræða eins og svo oft gerist þegar nýjar tegundir eru fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Á sama tíma og aðrir ræktendur unnu af fullum krafti að því að fá fram persa í síamslitunum þá stökk Balinese kötturinn fullskapaður fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum. Balinese var ekki afrakstur ræktunartilrauna heldur var um að ræða stökkbreytingu í feldgerð. Í fyrstu voru þessir kettir gefnir sem gæludýr og taldir einskis virði þangað til kona að nafni Marian Dorsey tók sig til við að rækta þetta afbrigði áfram. Hún fékk sér til hjálpar fleiri ræktendur og brátt voru Balinese kettir orðnir mjög vinsælir í Bandaríkjunum. Vinsældirnar héldu áfram að aukast og árið 1970 fengu Balinese viðurkenningu til að keppa á sýningum í Bandaríkjunum. Frá Bandaríkjunum barst þessi tegund til Evrópu og náði góðri fótfestu meðal ræktenda, en kattaræktarfélög voru treg til að veita þessum ketti viðurkenningu. Árið 1983 kom þó loks að því að FIFE veitti Balinese viðurkenningu sína og síðan þá hafa vinsældir þessa kattar aukist jafnt og þétt þó svo að langt sé í land með það að þeir verði eins vinsælir og Síamskettimir. Einkenni: Balinese kettir eru að öllu leyti Síamskettir að undanskildum feldinum. Þeir eiga að hafa sama vaxtarlag og sömu liti en feldurinn á að vera langur en á þó alls ekki að líkjast feldi persanna. Hárin eiga að vera löng og liggja þétt að líkamanum, en undirfeldur á ekki að vera til staðar, því undirfeldur lyftir undir yfirhárin og gerir köttinn loðnari í útliti. Javanesekettirnir voru ekki afrakstur stökkbreytinga, heldur sáu ræktendur Balinese katta að ef hægt væri að fá viðurkennda síðahærða Síamsketti þá hlyti að vera hægt að fá viðurkennda síðhærða Orientalketti. Ræktendur tóku sig til og ræktuðu saman Balineseketti og Oriental og fljótlega komu fram á sjónarsviðið Javanesekettir. Skapgerð Balinese og Javanese er nákvæmlega sú sama og hjá Síams og Oriental. Þeir eru forvitnir og mjög krefjandi í sambúð sinni við fólk, þó svo sumir telji þá heldur blíðari og ekki alveg eins háværa. Hvað ræktun áhrærir þá er leyfilegt að para Balinese og Javanese með Síams- og Orientalköttum enda teljast allar þessar tegundir til sama ræktunarhópsins, líkt og persar og Exotic teljast til sama ræktunarflokks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær lesning. Takk fyrir þetta. Ég þarf svo að fara að fá mér kött aftur, ætla að sækja um leyfi hjá íbúum blokkarinnar. Sakan minnar gömlu svo mikið. Þetta er allt satt sem sagt er um ketti, þeir eru þvílík heilsubót.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: halkatla

vá en skemmtilegt

Kassandra mín hlýtur að vera eitthvað austurlensk í anda, því að hún er hávær og fólk er stöðugt að líkja henni við síamskött útaf persónuleikanum. Hún talar og talar og talar við mig, en yfirleitt er það bara raus og ég veit ekki hvað ég á að gera til að losna frá henni. Svo kelum við stundum alveg á okkur gat - en bara þegar henni hentar. Hún er yndisleg - en samt er hún bara típískur norrænn fjósaköttur, rosalega fögur samt og glæsileg. Núna er hún einmitt að væla, þannig að ég þarf að fara og sinna henni

halkatla, 1.6.2007 kl. 13:37

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta var yndisleg lesning takk fyrir það ég átti einu sinni Síamskött hann var alveg spes.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já kettir eru spes Kristín og ég vona Ásdís að þú fáir leyfi fyrir kettinum í blokkinni en Kassandra mér finnst ekki bara austurlenskir kettir vera kraftaverk heldur allir kettir sama hvers kyns þeir eru.

En það er verst að nú er Tító minn að fá eitt vernsnunar kastið í nýrunum sínum, ég held að hann þurfi að komast uppá Dýraspítala.

Svava frá Strandbergi , 1.6.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú myndir ekki nenna að skrifa svona mikið og lofsamlega um mig ef ég dytti dauður niður í þessum skrifuðu 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 19:08

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér þykir nú vænna um brósa en kettina.

Svava frá Strandbergi , 1.6.2007 kl. 23:52

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég fór með Tító að því er virtist nær dauða en lífi uppá Dýraspítala. Hann hefur ekkert étið í tvo daga og dormaði bara úti í horni eins og aumingi.

Hann fékk sprautu í rassinn, vítamín og stera og hjarnaði svo mikið við að þegar hann kom heim tók hann Gosa graðnagla eins og hverja aðra breima læðu uppá borðstofuborði.

Svo skellti hann sér oná bumbuna á mér þar sem ég lá og horfði á ævintýramynd í sjónvarpinu og steinsofnaði á mallanum á mér hæstánægður með sig. 

Ég held að ég þurfi að hætta að vera svona mikið í tölvunni, hann er svo afbrýðisamur að ég er farin að halda að það er orsökin fyrir því hvað  hann er 'sloj.' 

Svava frá Strandbergi , 2.6.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá, þú segir það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2007 kl. 01:58

9 Smámynd: www.zordis.com

Systkynaástin leynir sér ekki

Kisurnar eru yndislegar lífverur!  frábær samantekt og þú getur stílfært bréfið ef brósi dytti nú niður sem við skulum vona að guð lofi að gerist ekki fyrr en hans tími kemur!  Sem erfitt er að segja um nema að skoða lófann hans ....

www.zordis.com, 2.6.2007 kl. 10:51

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mamma var að tala um það við mig í kvöld að hana langaði í norskan skógarkött.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:56

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Púfffff,,, dísús minn, en hver þeirra er Tótó, þetta gengur ekki lengur, maður bara verður að vita,,,,hver er þessi Tító?

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 02:05

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sigfús, Tító hinn goðumlíki,  er þessi kremaði lengst til vinstri. Bláu augun hans eru því miður lýsandi á myndinni. 

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 02:29

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Ester þeir eru svo fallegir, en gott að vita það að norskir skógarkettir vilja helst fá að fara mikið út. Ekki hagkvæmt að hafa þá sem inniketti.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband