Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Söngvarinn (Ort við lagið' When a woman welcomes love', úr popp, salsa óperunni Carmen

Er ég leit í augu þín
einn dag um skamma hríð,
var sem tíminn hætti að tifa um stund,
með tár á hvarmi.

Ég man þá dul
sem dagur rynni nýr
og sál mín varð eitt með þér
og söng þínum.

Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring.
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafð´í  hring

og leist í augu min svo lengi, að lifnaði ást til þín. 

Ég lifði eilífð þá, eða aðeins augnablik,
sem ennþá  býr  við  innstu  hjartarætur  mínar.
Og ég veit, þó finnumst aldrei meir
á vegi okkar lífs, þá man ég þig.

Ég veit þó finnumst aldrei, á vegi okkar lífs,
þá man ég ætiíð þig og þetta augnablik.

Þú leist í augu mín svo lengi, að lifnaði - ást til þín. 

 


Bloggað fyrir svefninn

Ég hélt smá grillveislu fyrir son minn, dóttur og tengdason á sunnudaginn. Mér finnst gaman að grilla, þó að ekki eigi ég neitt grill, kaupi alltaf skyndigrill þegar ég grilla. Ég er svo logandi hrædd við að hafa gasgrill á svölunum, er smeyk um að það springi  í loft upp og  það kvíkni í íbúðinni. Svo logar alltaf, alltof of glatt í stórum kolagrillum, þess vegna nota ég þessi skyndigrill. 

Ég var ekki byrjuð að grilla þegar krakkarnir komu, en kveikti í kolunum fljótlega og svo fengum við okkur bjór og skáluðum fyrir myndunum sem Erla Ósk dóttir mín og Rafn sonur minn höfðu gert og komið með, með sér,  alveg að springa úr monti, til að sýna mömmu sinni.

Ég var alveg orðlaus þegar ég sá myndirnar. það lá við að ég færi í fýlu, því mér fannst þær svo miklu flottari en mínar myndir, samt hafa þau ekkert lært myndllist nema í grunnskólanum.  En ég harkaði af mér og hrósaði þeim í hástert. Mikið andskoti eru þau góð í þessu hugsaði ég þræl öfundsjúk, en svo rann það upp fyrir mér að kannski hefðu þau erft einhver gen frá mér og þá lak fýlan af mér, sem reyndar staldraði bara við eitt augnablik.

Erla Ósk, sem er viðskiptafræðingur eins og kærastinn, ætlaði reyndar að verða gullsmiður eftir að hún úrskrifaðist úr menntaskóla. Hún hafði gert framúrskarandi hluti í málmsmíði í grunnskóla og erlendum  kennurum sem heimsóttu skólann voru sýndir gripirnir hennar.
Ég fór með Erlu Ósk til Jens gullsmiðs á sínum tíma, en hann sagði að það væri enginn leið fyrir hana,  til að komast nokkurs staðar að í gullsmíðanám.

Svo til þess að læra  nú eitthvað fór hún í 'hallæri' í Háskóla Íslands og lærði þar fyrst ferðamálafræði og síðan viðskiptafræði. Svo þegar hún keypti íbúðina með kærastanum vantaði þau matarstell og þá brá hún sér á glernámskeið hjá Glit og bjó sér til matarstell.

Það var flott matarstellið, en aðrir hlutir og skrautdiskar sem hún gerði voru hreint út sagt,  'uniq' , svo yndislega fallegir og allt, allt öðruvísi en allt það sem aðrir glerlistamenn eru að gera. Hún hefur alveg einstakan stíl í verkum sínum. Já, Erla hefur svo sannarlega myndlistarhæfileika, ég man að þegar hún var fimm ára gat hún teiknað eftir fyrirmynd bangsa sem var nákvæmlega eins og fyrirmyndin.

Nú er hún að fara til Þýskalands bráðum með kærastanum til þess að vinna og kannski læra meira og ég spurði hana af hverju hún skellti sér ekki í hönnunarnám þar í landi, þar sem hún væri svona klár.
'Neihei, sagði hún, ég kæri mig ekkert um að fá minna í  launaumslagið mitt'
Blessað barnið og ég sem er viss um að hún gæti orðið frægur hönnuður. Ég hugga mig við það að listin kalli á hana seinna í lífinu, annars er þetta hennar líf en ekki mitt.

Rafn sonur minn hefur alltaf verið listrænn og hugmyndaríkur. Þegar ég sá fyrir mér um tíma með því að gera myndir á túristaboli, kom hann alltaf með frábærar hugmyndir og krítiseraði myndirnar óspart og hann hafði alltaf rétt fyrir sér.  Hann er eftirsóttur silkiprentari og fyrirtækin hafa slegist um hann og boðið  í hann.

Einu sinni fékk hann alveg spes verkefni, en það var að prenta blómamynstur á kjólaefni úr silki, sem úr var saumaður kjóll fyrir tískusýningu sem haldin var í París.
Myndirnar hans eru líka  fallegar  og  það leikur allt í höndunum á  honum . Hann  hannaði  sér t.d. vínrekka úr plexigleri og smíðaði hann og hann er með óteljandi hugmyndir að allskonar húsgögnum sem hann langar að búa til.
Nú er hann líka orðinn forfallinn garðræktandi eins og ég og  hefur eytt undanförnum vikum við að endurhanna garðinn við raðhúsið sitt.

Ég var með lambalærissneiðar í matinn og kartöflusalat með olívum og sóþurrkuðum tómötum, salat og grillaða tómata og hvítlaussósu.  Ég sem varla get borðað lambakjöt af því ég fer alltaf að hugsa um litlu nýfæddu lömbin sem fæðast á vorin eins og t.d. núna, missti algjörlega lystina þegar ég sá að kjötið var ennþá hrátt. Og ekki bara mitt kjöt, heldur hjá öllum hinum líka. Ég skellti lambalæris sneiðunum á pönnu með olívuolíu í þrjár mínútar og þá voru þær orðnar fínar.

Ég ætlaði reyndar ekki að borða neitt kjöt, út af blessuðum saklausu lömbunum en slysaðist til að stinga upp í mig einum bita. Það var svo braðggott að ekki var aftur snúið og ég klaraði af disknum minum, svo ég stóð á blístri.
Ég hugsaði með mér til að bæta samviskuna, að lambið væri hvort sem er dautt og því væri allt í lagi að éta það, því það hefði enga hugmynd um það, að það hefði verið étið.

Samt datt mér í hug sagan sem ég myndskreytti 'Ævintýri í sveitinni' Í einum kaflanum fer smalinn úr Reykjavíkað leita að lambi sem týnst hafði og fann það, þar sem það hafði fest aðra afturlöppina í gaddavírsgirðingu. Hann losaði lambið og þar sem það var sært og gat ekki gengið bar hann það á herðunum langar leiðir heim í bæ. Nú voru allir á bænum voða góðir við  litla særða lambið og það var gert að heimalning. 

 

Svo rann upp gangnadagur og gangnamenn og þar á meðal stráksi fengu sérstaklega góðan mat áður en þeir lögðu upp í göngurnar, ilmandi nýja kjötsúpu. Strákur át með  bestu lyst þar til það rann upp fyrir honum að þetta, sem hann var að borða,  var ltla lambið vinur hans,sem hann hafði borið heim sært og veikt og hlúð að og gefið pela. 

Við fengum okkur ís með heitri súkkulaðisósu í desert og kláruðum rauðvínið og bjórinn okkar, en Erla drakk bara botnfylli af rauðvíni, af því hún þurfti að keyra heim

En næst á dagskrá er að bregða sér til útlanda í smátíma og skvetta almennilega úr klaufunum.


Viskukornið

 

scan Vitrungurinn small

 Guðný Svava Strandberg.


Skönnun

 

scan00011 Skönnun

                                    Teiknað blindandi

 

Rauðvínið réði gjörðum hennar
ástríðan tók völdin,
vakti þorstann og þrána

augu hennar nutu andlits hans
aðskildar varirnar kossa hans
skaut hennar skannaði hann allan


Opnunin á sýningunni minni, fjöldi boðskorta komst ekki í tæka tíð

Það var gaman á opnuninni á sýningunni minni. Skemmtilegt að hitta gamla bloggvini og fleira mektarfólk. En ég skildi ekkert í því hve það kom fátt fólk. Á síðustu einkasýningu minni var fullt út úr dyrum og ég seldi grimmt á opnuninni þá. Ég seldi að vísu eina mynd núna á þessari opnun sem er ágætt miðað við það hversu fáir mættu.

En ég fékk skýringu á þessari mannfæð, í dag. Ég hringdi í nokkra vini mína, sem ég hafði sent boðskort og þeim hafði ekki  borist kortið fyrr en seinnipartinn á mánudag. Svo það hafa eflaust margir aðrir sem ég sendi boðskort ekki heldur fengið það í tæka tíð. Svo frétti ég að sumir sem ég hafði sent kort hefðu verið erlendis eða úti á landi í einhverjum erindagjörðum. 

Ég er dáldið spæld yfir að hafa ekki farið með boðskortin fyrr í póst því þá hefðu fleiri mætt á opnunina. En sýningin verður nú opin til 15. maí svo ekki er öll nótt úti enn. Síðan verður sýningin flutt á Thorwaldsen bar seinna í sumar. 

Þið getið séð meira um sýninguna mína á Art-Iceland.com  Ef þið klikkið á íslenska fánann efst til hægri  á síðunni og klikkið síðan á linkinn 'Listalíf.'

Annars er allt ágætt að frétta hjá mér. Ég kíkti á síðuna mína á Ljóð.is og sá þá að ljóð eftir mig, sem heitir 'Flókaský'  er ljóð dagsins í dag, þriðjudag 22.apríl  En ég var síðast með ljóð dagsins þann 19. apríl og er það mjög 'fíflalegt' ljóð. Ég held að ég sé komin með ein 33 eða 34  ljóð sem hafa verið kosin ljóð dagsins á Ljóð.is. Mig langar til að gefa þessi ljóð mín einhvern tímann út í ljóðabók og myndskreyta þau.

 

Ljóð dagsin í dag á Ljóð.is

 

    Flókaský

Fyrir augum mér flækist

grátt flókaský.

Svo ég sé andskotann ekkert

út úr því.

 

Guðný Svava Strandberg. 


Myndlistarsýningin

DSCF2 Í djúpinu númer 1

 Stúlkan í græna kjólnum 1

 Ísilagt vatnið nr 1

Kæru bloggvinir, velkomnir á opnun sýningar minnar í Bistro & Bar, Geysishúsinu Aðalstræti 2 Reykjavík, sunnudaginn 20. apríl frá klukkan 15.30 til 17.00.

Sýningin er opin til og með 15. maí og eru allir hjartanlega velkomnir.

Guðný Svava. 


'Fæðing Surtseyjar' ( Þrykk og olía) La traviata og alstærsta ástin í lífi mínu.

 

Ég ætlaði á fundinn í Ráðhúsinu í dag, sem var um fordóma gegn geðsjúkum, aðallega til þess að hlusta á Sigga bróður, sem stóð fyrir þessum fundi, en fjárans gigtin lét mig ekki í friði í nótt svo ég varð andvaka. Þess vegna skreiddist ég fram úr rúminu um fjögur leytið í morgun og  tók fleiri verkjapillur. Vaknaði svo ekki fyrr en um tvö leytið, eftir hádegi, akkúrat þegar fundurinn var að byrja.

Ég var hundfúl yfir að komast ekki á fundinn, en svo hringdi Siggi bróðir klukkan fjögur um eftirmiðdaginn og sagði að allt hefði gengið vel. Ég vissi það nú að hann myndi standa sig hann bróðir minn, enda finnst mér alltaf eins og hann sé höfuð ættarinnar, þó hann sé yngstur af okkur sex

Ég tók svo til við að leggja síðustu hönd á myndirnar mínar, því nú fer að líða að sýningunni minni. Álfheiður sagði við mig í símanum um daginn að við fengjum húsið þann 17. apríl og að við yrðum að hengja allt upp á tveimur tímum, eða frá klukkan níu um morguninn til kl.11 fyrir hádegi.

Ég er búin að biðja Rafn son minn og hjálparhellu að mæta og koma upp fleiri kösturum fyrir mig í salnum.  Mér finnst það  bara ekki hægt að hafa bara einn kastara. Myndirnar verða flestar í hálfrökkri ef ég fæ ekki meiri birtu. Svo ég ætla að ganga hart eftir því að fá þessa kastara. 

Svo kom Rafn í heimsókn í dag og var með möppu með sér með myndum sem hann hefur verið að mála undanfarið.
Ég var alveg  bit  þegar  ég sá  verkin hans.  Þetta  voru  þrusugóðar myndir hjá honum. Við spjölluðum saman um það að hann þyrfti að halda sýningu á myndunum sínum þegar hann væri kominn með fleiri verk.

Rafn var með vídeókameru með sér og tók okkur Tító, Gosa og mig upp á vídeó. Ég stillti mér upp og söng kattadúettinn með kattarómyndunum með elegans. Nei ég lýg því, ég söng ljóð sem ég orti og kalla Kisuvögguvísa, við lagið  'Hefurðu séð Grýlu.'

Kisuvögguvísa

Sofðu litla ljónið mitt
lokaðu augunum blá
dreymi þig um áa þína,
Afríku,
dreymi þig um áa þína
Afríku frá.

Er fyrir óralöngu
um nætur fóru á stjá
veiddu mús í matinn
og möluðu,
veiddu mús í matinn
og möluðu.
 - Mjá!. 

Rafn kom með DVD disk með sér með  óperunni, La traviata sem er tekin upp í Royal Albert Hall i London. Þessi upptaka er ekki með Placido Domingo sem ég elska út af lífinu. Ó mæ God! Hann er svo sætur í kvikmynd Franco Zefferellis um þessa óperu og syngur líka alveg guðdómlega.
Ég er reyndar búinn að eiga spóluna með þessari mynd Zefferllis, í tuttugu ár , því Rafn keypti spóluna handa mér þegar hann var í ferðalagi á Ítalíu. Ég er örugglega búin að gráta úr mér allt vit yfir henni í gegnum árin. Þess vegna er ég svona skrýtin.

En á morgun ætlar Rafn að koma með  rétta DVD diskinn með Placido elskunni minni Guð hvað ég hlakka til að horfa á óperuna á óslitnum nýjum diski, því spólan er öll rispuð.
Ég ætla að bjóða systur minni í mat eitt kvöldið og svo horfum við saman á óperuna og grátum í kór.

Ég var svo heltekin af Placido á sínum tíma, að ég var að pæla í því, í alvöru að fara bara heim til hans og hringja dyrabjöllunni og segja  honum þegar hann opnaði dyrnar, að nú væri ég komin til hans. Dagdraumar mínir um hann voru allir á þá leið að auðvitað myndi hann skilja við konuna sína, því skiljanlega myndi hann kolfalla fyrir mér á nóinu og giftast mér svo með pompi og pragt.

Svona svipað gerði nú fyrrverandi kona Sylvester Stallone á sínum tíma. Hún er dönsk og var víst fyrirsæta. Hún var skotin í Stallone og dreif í því að láta draum sinn rætast. Hún gerði sér litið fyrir og  keypti sér miða til Hollywood og bankaði upp á hjá goðinu. Og þau voru harðgift skömmu seinna.


Annars sveik Placido mig, því hann skildi við konuna sína löngu eftir að ég var að pala í því að giftast honum og nældi sér í kornunga stúlku. Fussum svei. 

Fyrir rúmum tuttugu árum, var La traviata sýnd í Íslensku óperunni með þeim Garðar Cortes og Ólöfu Kolbrúnu.  Ég fór tvisvar í óperuna til að sjá La traviata þá.  Síðan fór ég tíu sinnum í bíó til að sjá óperuna þar. Svo fékk ég spóluna og get ekki talið hve oft ég hef horft á hana.

Reyndar sá ég La traviata í Íslensku óperunni um daginn, en var ekki mjög hrifin af þessari uppfærslu. En söngkonan sem fór  með hlutverk Violettu bjargaði sýningunni.

Ég er loksins búin að lagfæra myndina 'Fæðing Surtseyjar' og læt hana fljóta hér með, þó hún njóti sín ekki til fullst því birtan var ekki nógu góð. Ég vona að hægt verði að ramma hana inn,  þó olíulitirnir séu ekki ennþá orðnir þurrir.
Ég  er bara svona, yfirleitt á síðustu stundu með alla skapaða hluti.
En það reddast, eins og sagt er.

 


Á afmæli kattarins

 

scan0021

Viðsjárverð þykir mér glyrnan gul,
geymir á bak við sig marga dul,
óargadýranna eðli grimmt
á sér í heilanum fylgsni dimmt.

Alla tíð var þó með okkur vel,
einlægt mér reyndist þitt hugarþel,
síðan ég forðum þig blindan bar,
breiddi á þig sæng þegar kaldast var.

Fimm voru systkinin fædd í heim,
fagnar þú degi hið eina af þeim;
hinum var öllum í æsku drekkt,
ósköp er kattlífið dapurlegt.

Lifað nú hefur þú árið eitt,
oddhvöss er vígtönnin, klóin beitt;
stundum á kvöldin með kurteis hljóð
kveðurðu af munni fram ástaljóð.

Andvakan þykir mér yfrið löng
uns ég í garðinum heyri söng,
hugurinn glaðnar þá heldur til,
hlægir mig dillandi raddarspil.

Til munu þeir sem það tónverk líst
tilkomulítið, en eitt er víst:
læðan sem kúrir á leyndum stað
leggur við eyrun að hlusta á það.

Mjúkur, með kirfileg kampahár
kemurðu að dyrum í morgunsár,
upp þig úr munnvatni allan þværð,
augunum lygnir í sæld og værð.

Ólundin margsinnis úr mér rauk
er ég um kverk þér og vanga strauk,
ekki er mér kunnugt um annað tal
álíka sefandi og kattarmal.

Trýnið þitt starfar og titrar kvikt,
tekst því að skynja svo marga lykt,
þar sem mér ekki með allt mitt nef
unnt er að greina hinn minnsta þef.

Bugðast af listfengi loðið skott,
lyftist með tign er þú gengur brott;
aldrei fær mannkindin aftanverð
á við þig jafnast að sundurgerð.

 

        Jón Helgason
 


Vinir. Uppstilling í sandstormi

 DSC00017 Uppstilling í sandstormi

Sannir vinir eru þeir sem halda ekki þegar þú hefur orðið þér til skammar, að þú hafir gert það í eitt skipti fyrir öll.


'Mér varð hugsað til þín, hvers mynd í hjarta ég geymi'

 

scan0051 Sorg

                            

                                                           Teiknað blindandi 

 

Langt er síðan sá ég hann
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.

Augun mín og augun þín
ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt.
Þú veist hvað ég meina.

Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber.
Steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.

 

Úr vísum Vatnsenda Rósu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband