Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Dugað til að bana

Það segir í fréttinni að 'Ef einn pokanna hefði rifnað hefði það dugað til að bana konunni'

En ég er viss um að ef hún hefði sloppið við handtöku og enginn pokanna hefði rifnað hefði það dugað til þess að bana mörgum öðrum manneskjum. 


mbl.is Stöðvuð með 86 poka af kókaíni innvortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Streitupróf

pic30974.jpg Streitupróf

Það er ekki vitað hvernig þetta

streitupróf virkar á fólk. Það er þó mjög nákvæmt. Prófið var notað við virtan háskóla hérlendis.

Það verður að lesa leiðbeiningarnar nákvæmlega áður en prófið hefst.

Myndin sýnir nákvæmlega eins höfrunga. Skoðið myndina vel.
Hún sýnir 2 höfrunga hoppa upp úr vatni. Báðir höfrungarnir eru nákvæmlega eins.

Vísindaleg fræði hafa sýnt, að þó að höfrungarnir séu nákvæmlega eins, hefur fólk undir álagi, séð mun á höfrungunum.

Því meiri mun fólk sér á þessum 2 höfrungum, því meira álag er á fólki. Niðurstaðan er að því meiri mun þú sérð, þá er tímabært að fara í frí

 

ATH: Það þarf ekki að svara þessu pósti

ég verð með outlookið á, FARIN Í FRÍ-- BLESS;)


Heilræði

Horfðu upp til stjarnanna og hugsaðu
hátt, en hafðu báða fæturna á jörðinni.

Ég ætla að svíkja græna litinn

Ég horfði á vefvarpið um fylgi flokkanna þar sem Elva Björk Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur spáir í fylgi flokkana og hvers vegna t.d.Vinstri grænir séu að tapa fylgi.

Hún segir að ráða megi að margar vinstri sinnaðar konur sem stutt hafi VG séu að velta fyrir sér að kjósa Samfylkinguna. Líkleg skýring sé sú að þar sé kona í forystu.

Ég var undrandi þegar Elva sagði þessi orð því ég er einmitt ein af þeim konum sem er búin að vera að pæla í því undanfarið að svissa aftur yfir á Samfylkinguna úr Vinstri grænum og skammast mín ekkert fyrir það.
Já og ástæðan er einmitt sú sem Elva talar um, að í Samfylkingunni er kona við stjórn og mér finnst hreinlega tími til komin að við kjósum fyrstu forsætisráðfrú Íslands.

Jafnrétti kynjanna hefur ekki enn komist á í þessi tólf ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórn og mér finnst einfaldlega miklu líklegra að Samfylkingin standi sig betur í þeim málum en allir aðrir flokkar til samans.

Þar kemur tvennt til, í flokknum sjálfum er jafnrétti á milli kynjanna og síðast en ekki síst er formaðurinn sjálfur, kona, Ingibjörg Sólrún sem stjórnaði Reykjavíkurborg á röggsaman hátt í sínu borgarstjóraembætti fyrir nú utan það að vinna það afrek að velta Sjálfstæðisflokknum úr áratuga valdasessi í borginni.

Það er kominn tími til að kjósa konu sem 'forsætisráðfrú' Íslands, já og í raun að titla hana sem forsætisráðfrú en ekki forsætisráðherra.
Mér er alvara með það þó ég sé ekki viss um að sú ósk mín nái fram að ganga. Hvers vegna ekki að slá tvær flugur í einu höggi kjósa konu í þetta virðulega embætti og afnema í leiðinni karltengda einokun á nafni embættisins?

Síðast en ekki síst var ég áður dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar en villtist af leið. Nú er ég aftur komin á rétta braut.


mbl.is „Kosningamálin hafa dottið dauð niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aurapúkarnir

scan0014

Í landi einu lengst norður í höfum þar sem norðurljósin loga á himni á vetrum en miðnætursólin á sumrum á Skari aurapúki heima. Hann býr ásamt foreldrum sínum í holu bak við stóran stein í hamraveggjum Peningagjár á Þingvöllum.
Aurapúkar eru agnarsmáir eða álíka á stærð og lítill fugl. Þeir eru með afar stór uppmjó eyru og smáhala með svolitlum hárbrúski á bláendanum.
Þeir eru líka með einstaklega stóra fætur,  fæturnir eru svona stórvaxnir af því þeir nota þá til þess að spyrna sér áfram í vatninu í gjánni alveg niður á botn. Niðri á botninum liggja silfurglitrandi peningar í stórum hrúgum sem mannfólkið hendir  í vatnið þegar það óskar sér, en aurapúkarnir nærast á þessum lukkupeningum. Í þakklætisskyni fyrir matargjafirnar sjá þeir um að uppfylla óskir mannanna.

Aurapúkarnir róa út á vatnið í gjánni í bátunum sínum að næturlagi þegar máninn skín. Þar stinga þeir sér á bólakaf  og synda niður á botninn á  einni örskotsstundu. þeir krafsa upp peningana með fingrunum sem eru svo haganlega útbúnir til þessarrar iðju að þeir verða segulmagnaðir þegar þeir blotna. þess vegna geta þeir fyllt bátana á augabragði og þeir róa ekki að landi fyrr en bátarnir eru orðnir drekkhlaðnir.


Gullkorn fyrir svefninn

'Ég:  Óli hefurðu tekið eftir því hvað dúfurnar eru með litla hausa.  Heldurðu að þær séu ekki með neinn heila?
Óli:  Nei þær eru með vængi. Til hvers ættu þær að vera með heila?
Ég:  Meinarðu að það sé betra að vera með vængi en heila?
Óli:  Ég held að það væri best að vera með vængi á heilanum.

 

 

Einar Már Guðmundsson:  VÆNGJASLÁTTUR Í ÞAKRENNUM. 


Minning um draum

scan0012 Minning um draum small

Deyjandi jökull Akrýl

scan0011Deyjandi jölull small MILAN, Italy (Reuters ´'The world's glaciers could melt within a century if global warming accelerates, leaving billions of people short of water and some islanders without a home,' 'environmentalists said.Simulations project that a 4.0 Celsius (8.0 F) rise in temperature would eliminate nearly all of the world's glaciers" by the end of the century,' 'WWF said.Sea levels could rise even further if two of the world's largest ice caps, in Antarctica and Greenland, melt substantially, though the report left them out of its reckoning because of their unpredictability.' ;Glaciers are ancient rivers of packed snow that creep through the landscape, shaping the planet's surface.'

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband