Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að svíkja græna litinn

Ég horfði á vefvarpið um fylgi flokkanna þar sem Elva Björk Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur spáir í fylgi flokkana og hvers vegna t.d.Vinstri grænir séu að tapa fylgi.

Hún segir að ráða megi að margar vinstri sinnaðar konur sem stutt hafi VG séu að velta fyrir sér að kjósa Samfylkinguna. Líkleg skýring sé sú að þar sé kona í forystu.

Ég var undrandi þegar Elva sagði þessi orð því ég er einmitt ein af þeim konum sem er búin að vera að pæla í því undanfarið að svissa aftur yfir á Samfylkinguna úr Vinstri grænum og skammast mín ekkert fyrir það.
Já og ástæðan er einmitt sú sem Elva talar um, að í Samfylkingunni er kona við stjórn og mér finnst hreinlega tími til komin að við kjósum fyrstu forsætisráðfrú Íslands.

Jafnrétti kynjanna hefur ekki enn komist á í þessi tólf ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórn og mér finnst einfaldlega miklu líklegra að Samfylkingin standi sig betur í þeim málum en allir aðrir flokkar til samans.

Þar kemur tvennt til, í flokknum sjálfum er jafnrétti á milli kynjanna og síðast en ekki síst er formaðurinn sjálfur, kona, Ingibjörg Sólrún sem stjórnaði Reykjavíkurborg á röggsaman hátt í sínu borgarstjóraembætti fyrir nú utan það að vinna það afrek að velta Sjálfstæðisflokknum úr áratuga valdasessi í borginni.

Það er kominn tími til að kjósa konu sem 'forsætisráðfrú' Íslands, já og í raun að titla hana sem forsætisráðfrú en ekki forsætisráðherra.
Mér er alvara með það þó ég sé ekki viss um að sú ósk mín nái fram að ganga. Hvers vegna ekki að slá tvær flugur í einu höggi kjósa konu í þetta virðulega embætti og afnema í leiðinni karltengda einokun á nafni embættisins?

Síðast en ekki síst var ég áður dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar en villtist af leið. Nú er ég aftur komin á rétta braut.


mbl.is „Kosningamálin hafa dottið dauð niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ansi er Tító orðinn öldurmannlegur, öldurkattlegur ætlaði ég að segja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það er satt Nimbus, Tító er orðinn öldurkattalegur, erum við tvö bara ekki góð saman? Tító er meira að segja fyrir löngu kominn með brúna ellibletti á fallega bleika nebbann sinn. Svo er hann líka heilsuveill, það sést nú alveg á honum að hann er líka veikur á myndinni.

Svava frá Strandbergi , 9.5.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvort að Ingibjörg sé verðugur leiðtogi næstu ríkisstjórnar ætla ég ekki að dæma um. Hinsvegar finnst mér  hún ekki hafa sýnt sömu leiðtogahæfileika eins og þegar hún var í forsvari fyrir Reykjavíkurlistann. Það er samt von mín að það verði möguleiki á að mynda nýja ríkisstjórn allavega án Framsóknarvofunnar

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 03:28

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ sá að þú varst að spyrja um þetta...prófið um hvar maður stendur á pólitíkinni.

Ég skil vel að kjósendur séu svolítið áttavilltir....VG eru eitthvað svo bannanadi í allar áttir og mér hugnast ekki forrræðishyggja. Og ekki Sóley.

http://xhvad.bifrost.is/

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 07:39

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Það er ekki hægt að fyrirgefa Samfylkinguni og Ingibjörgu það þegar hún sem borgarstjóri ákvað að Reykjavíkurborg gengist í ábyrgðir fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Vinstri grænir voru þeir einu sem höfðu vit á því að mótmæla þeim gjörningi. Það má svo deila um frammistöðu Samfylkingarinnar í R-lista samstarfinu. Þó ég hafi stutt framboðið fram á síðasta kjörtímabilið þá sýndi það sig best að stjórnunarhættir Samfylkingarinnar minntu helst á stjórnunarhætti Sjálfstæðismanna. Það var því mikil blessun þegar VG sá sitt vænsta og sleit því "samstarfi"

Það er því merkilegt að hlaupa frá Vinstri grænum bara af því kerling er ekki formaður flokksins. Ég vill minna á að Katrín Jakobsdóttir varaformaður er mun efnilegri stjórnmálakona en Ingibjörg.

Magnús Bergsson, 9.5.2007 kl. 08:54

6 Smámynd: www.zordis.com

Alveg renna augu mín í kross!  Er sem sagt græni diskógallinn ekki lengur smart.  Sá blái úr sér genginn og the oldies hættir við framboð.  Vá, hvað ég er heppin að kjósa ekki neinn, hvorki menn, konur né málefni!  Þið eruð eruð flott saman á myndinni.  Hefðarfrúin og  Titó   koss í kross

www.zordis.com, 9.5.2007 kl. 09:11

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er nokkuð sem ég er hræddur við, er fólk að láta stjórnast af einhverri sýndarmennsku? Er svona einfallt að stýra skúrunni? að láta allt landið stjórnast af því einu hvort um konu eð karl sé að ræða, ég fatta ekki svona lagað, hvað um málefnin?

Ég búin að sjá svon skrif, um að fólk ætli að kjósa vegna þess að það er kona!?!?!?!

Sigfús Sigurþórsson., 9.5.2007 kl. 09:37

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Svava. Enn og aftur veldur þú mér vonbrigðum frænka mín. Satt að segja hélt ég að okkar ætt væri staðfastari en það, sem nú virðist orðið hjá þér Svava mín.  Hélt þér að segja, að við hefðum verið búin að sannmælast um VG? En svona er lífið, ekkert nema vonbrigði fyrir mig. En þú gleymir alveg einu og það er, að nú líður óðum að kosningu á nýjum forseta á Bessastaði þar vildi ég sjá hana Sollu þína. Frá mínum bæjardyrum séð er enginn flokkur nógu róttækur og vinstrisinnaður á Íslandi í dag ekki einu sinni VG, samt verð ég að láta þá mér duga. Það er nú svo.  Baráttukveðja frá mér og  þínu fólki sem fæddist í Fagurhóli , en bjó við kröpp kjör í Landakoti Vestmannaeyjum undir ofurvaldi íhaldsins.

Þorkell Sigurjónsson, 9.5.2007 kl. 11:10

9 identicon

Hæ Svava

Jæja, ég er búin að senda Katrínu Snæhólm og Zordis e-mail og biðja þær
um að verða blog-vinkonur mínar þar sem mig langar  að kynnast þeim.
Því ég ætla að taka þátt í sýningunni í Ráðhúsinu. Vonandi ertu bín að
segja þeim það. Viltu segja mér hvernig ég kemst inn á bloggið hjá Sóu og
Elínu Björku svo ég komist í samband við þær líka.  Þú ættir að íhuga að
velja bleikan lit.  Kveðja Katrín Níelsdóttir

Katrín Níelsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:06

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála Örnu.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2007 kl. 18:54

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það er satt hjá Örnu að lýðræðið snýst um það að hver og einn fái að kjósa eftir sinni sannfæringu.

Svava frá Strandbergi , 9.5.2007 kl. 20:44

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ Katrín Níels! Þú kemst inná bloggið hjá zou með því að leita í bloggleit að Gerði Rósu Gunnarsdóttur og svo leitarðu að Elínu Björk Guðbrandsdóttur.

Takk fyrir síðast Katrín mín. Það var reglulega gaman að heimsækja þig og lillemanninn Níels með bollukinnarnar. Myndirnar þínar eru líka flottar  sem og öll önnur þín verk.

Svava frá Strandbergi , 9.5.2007 kl. 20:48

13 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þetta eru fréttir. Farðu samt vel með þig þrátt fyrir nýja ákvörðun.

Ragnar Bjarnason, 9.5.2007 kl. 22:58

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

No komment. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband