Leita í fréttum mbl.is

Ég tók mig til eitt sinn þegar mér ofbauð draslið heima hjá mér

scan0005

og málaði mynd af lítilli býflugu á viðarbút. Ég dáist svo að býflugum af því þær eru svo duglegar og vinnusamar og ég hefði ekkert á móti því að eiga svo sem eina, í súperstærð til þess að taka til heima hjá mér.
Ég skrifaði líka þekkt slagorð á viðarbútinn og hengdi hann svo upp á áberandi stað til þess að minna mig á að vera iðin við að halda öllu hreinu og fínu heima hjá mér.
Þetta slagorð hefur síðan verið mín einkunnarorð og leiðarljós í lífi mínu.

Svo í gær gerðist hræðilegt slys, þegar ég var að þurrka af viðar- rimlagardínunum. 

 

Myrkraverk á bak við tjöldin

Ég klessti kolbrjálað
flugukvikindi inn´í  gardínurimlunum,
þegar ég dró fyrir gluggann.
Ég frem mín myrkraverk, á bak við tjöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vildi að blýfluga mundi koma til mín að taka til en ég er hálf hrædd við þær stóru greyin, staðin fyrir það þá les ég bara. Fallegt ljóðið þitt Guðný

Kristín Katla Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Kristín. Ég öfunda þig  að geta lesið, það er eins og ég sé einhvern veginn búin með mest allan lestrarkvótann, en vonandi fæ ég úthlutað meiri kvóta með tíð og tíma.

Svava frá Strandbergi , 19.8.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ljóðið er sniðugt.

Get ég keypt svona viðarbút af þér?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk.  Nei því miður ég á ekki fleiri viðarbúta Jóna mín.

Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 01:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er skondið, það er víða "hinn dagurinn" 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 10:50

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sting upp á 'Hrafninn' eftir Vilborgu Davíðsdóttur sem hún fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2004 eða 2005.

Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 17:07

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

damn....

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 18:09

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Líst þér ekkert á Hrafninn Jóna?

Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband