Leita í fréttum mbl.is

'Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga'

c_my_documents_my_scans_2007-02_feb_scanblom0007_130564_130826Þrykkmynd        

 Ég hlakka svo til þegar vorgyðjan kemur dansandi yfir stræti og torg og kyssir trén í borginni svo brenn heitum kossi að þau opna feimnislega litlu brumhnappana og skrýðast sínum fegursta skrúða.

Og blómin sem hafa sofið á sitt græna eyra undir ís og snjó vakna af löngum vetrardvala, teygja höfuð sín upp úr moldinni, gul og rauð og blá, mót gullnum geislum sólarinnar og blómstra hvort í kapp við annað.
Og vorgyðjan brosir til þeirra,  beygir sig niður og segir. Sæl þið litfögru blóm! Eruð þið komin til að fagna mér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mögnuð mynd.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér kærlega Katrín mín.

Svava frá Strandbergi , 13.2.2007 kl. 02:10

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hér eru litlu krókusarnir byrjaðir að stinga sér upp úr moldinni og einstaka tré að byrja að blómstra. Enn svalt en vorið kemur snemma og fuglasöngurinn er allan veturinn. Ég fagna vorgyðjunni með gleði.

En mikið rosalega ertu flink með vatnslitina. Þú nærð birtunni á svo fallegan hátt..og já bara eitthvað einstakt við vatnslitamyndirnar þínar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir aftur Katrín mín    en þetta er ekki vatnslitamynd heldur er hún þrykkt með prentlitum. Er eiginlega ein hlið á grafík eða réttara sagt er þetta svokallað  einþrykk eða 'monotypa'

Svava frá Strandbergi , 13.2.2007 kl. 13:36

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh exkjúsí moi

Samt rosalega flott.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er yndisleg mynd. Takk fyrir að leyfa´okkur að njóta!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 20:55

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir Það Guðný mín

Svava frá Strandbergi , 13.2.2007 kl. 20:59

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki kæmi mér á óvart  í veðurviturleika mínum að tíðin fari nú að versna hvað úr hverju. Jamm.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2007 kl. 00:54

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jamm þú segir nokkur Sigurður!    og ég sem var svo bjartsýn með að vorið væri handan við hornið. En veðravit þitt er víst óbrigðull og því verðum maður víst að sætt sig við frekari bið eftir vorgyðjunni  

Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 01:39

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já vissi ég ekki. Flott hjá þér Rabbar. Nú erum við tvö á móti einum. Ha ha!

Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband