Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

POURQUOI PAS? hjá Sćvari Karli

Viđ Katrín vinkona skelltum okkur á sýninguna hjá Sćvari Karli á  laugardaginn klukkan tvö. Píanóleikurinn barst fra versluninni langt uppeftir Bankastrćtinu og Sćvar Karl stóđ rétt innan viđ dyrnar  og heilsađi okkur međ handabandi.
Sćlar stelpur mínar sagđi hann kumpánlega og ég notađi tćkifćriđ og ţakkađi honum fyrir bođiđ. Ţađ var reyndar ekki búiđ ađ opna inná sýninguna svo viđ röltum um búđina og skođuđum föt, ađ sjálfsögđu.
Ég sá ţarna vandađan tvíhnepptan rykfrakka sem var nákvćmlega eins og sá sem ég keypti í Edinborg fyrir 13 árum.  Ég var mjög ánćgđ međ ađ uppgötva ađ  rykfrakkinn minn er ţá ennţá hćstmóđins. En mér brá ţegar ég leit á verđiđ,  tćpar 86 ţúsund krónur kostađi flíkin ađeins.
Vá, ég er ţá aldeilis flott ađ eiga svona dýrindis kápu.
Mín er alveg eins og ný í dag ţví akkúrat ţegar ég var búin ađ festa kaup á henni, duttu rykfrakkar úr tísku í árarađir.
Ég sem hendi aldrei fötum eftir ađ ég gerđist sek um ţađ asnastrik eitt sinn ţegar ég var ađ flytja, ađ fleygja öllum módelklćđnađinum sem ég hafđi sjálf teiknađ og látiđ sauma á mig,  ţegar ég var yngri, geymdi auđvitađ kápuna frá Edinborg í  öll ţessi ár. 
Dóttir mín var heldur ekkert smá brjáluđ útí mig ţegar ég sagđi henni frá ţessum hálfvitahćtti mínum á sínum tíma.


Svo opnađi sýningin og frönsk Madame hélt rćđu á ensku. Allir fengu svo glas af freyđivíni,  nema ég og Katrín.
Ég held svei mér ţá ađ ţetta hafi veriđ eitthvađ samsćri hjá framreiđslu stúlkunum. Í hvert skipti sem einhver ţjónustan nálgađist okkur međ hlađinn bakka af fleytifullum glösum sneri hún viđ á punktinum um leiđ og hún kom auga á okkur Katrínu ţar sem viđ stóđum hliđ viđ hliđ og mćndum löngunaraugum á  vínglösin.
Viđ blótuđum pent í lágum hljóđum og tautuđum í barm okkar. 'Varla erum viđ ósýnilegar?' ' Viđ sem höfum puntađ okkur svo flott upp'  'Já og ég skarta meira ađ segja ţessum forláta hatti', sagđi ég móđguđ.  En svo slógum viđ ţessu upp í kćruleysi ţó ţetta vćri vissulega skrýtiđ og nutum sýningarinnar. Viđ könnuđumst báđar viđ marga sýningargesti í sjón sem höfđu veriđ í MHÍ eđa Listaháskólanum.  Ég kinkađi líka kolli til gamalla kennara minna sem voru ţarna í heimspekilegum samrćđum viđ einhverja lista gúrua.

Myndirnar á sýningunni voru tískuteikningar eftir franska listamenn. 'Traits trés mode'
Ţetta voru mjög skemmtilegar myndir og sýningarskráin sagđi ađ tískuteiknun gengi nú í gegnum einststaka endurnýjun.
'Viđ upphafiđ á nýju árţúsundi lauk stöđnun greinarinnar. Ritstjórar tímaritanna endurnýjuđu smekk manna fyrir ákveđnum grófleika og tilgerđarleysi sem stundum leitađi innblásturs til níunda áratugarins og sýndu kraftmiklar tískuteikningar sem náđu fljótt heimsathygli og töldust í fremstu röđ.
Myndirnar hafa ţví prýtt forsíđur margra tískublađa svo sem Elle, Voque, Madame, Wallpaper og fleiri.'
'Nýtt grafískt landslag er komiđ fram, međ ímyndum sem eru á mörkum samtímatilistar, götulistar, ljósmyndunar og nýrrar tćkni.  Ađ baki ţessarar ţróunar býr krefjandi listrćn hefđ sem gerir teikningu franskrar tísku í dag ađ sérstökum listrćnum heimi í og af sjálfum sér.'
Viđ Katrín áttum góđa stund ţarna ţó viđ vćrum skildar útundan af freyđivíns Elítunni og viđ urđum aldeilis upp međ okkur ţegar ljósmyndari bađ um ađ fá ađ taka mynd af okkur og skrifađi niđur nöfnin okkar.
Katrín sem venjulega hatar ađ láta mynda sig varđ allt í einu grafalvarleg eins og hún vćri viđ jarđarför  en ég afturámóti hrökk til baka í fyrirsćtugírinn og gretti mig ógurlega framan, í myndavélina í algjörlega misheppnađri tilraun til ţess ađ brosa sćtt.
Ţađ eru alltaf teknar myndir af okkur Katrínu ţegar viđ förum saman á sýningar en ţađ er undarlegt ađ ađeins einu sinni hefur mynd af okkur veriđ birt.
Viđ kvöddum Sćvar Karl međ virktum og hann benti okkur á ađ ţađ vćru líka myndir í glugganum á versluninn.
Viđ skruppum svo í Smáralind í ákveđna verslun ţar og keyptum okkur rauđvín og smá bjór til ađ bćta okkur upp freyđivíns skúffelsiđ á sýningunni. Viđ keyptum líka í matinn fyrir helgina og brunuđum svo heim til okkar ánćgđar međ daginn. 


« Fyrri síđa

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband