Leita í fréttum mbl.is

Kisinn minn sálugi, hann Bambus, bjargaði líka lífi mínu fyrir rúmum áratug

scan0002 Bambus og Guðný Svava

Bambus, var síamsköttur í föðurætt, en persi í móðurættina. Hann var félagi minn og vinur í tíu ár, allt þar til ég neyddist til þess að láta svæfa hann, þar sem hann var kominn með krabbamein í lifur.
Það voru þung spor þegar ég fór með  hann, mikið veikan upp á  Dýraspítala, þar sem dýralæknirinn sagði mér, að Bambus væri kominn með svo langt gengið krabbamein, að ekki væri forsvaranlegt annað en að lina þjáningar hans, með svæfingu.

Bambus fór eitt sinn á kattasýningu, þegar hann var upp á sitt besta og gerði garðinn aldeilis frægan þar. Honum leið svo illa  í búrinu sínu og var svo hræddur við mannfjöldann, að veinin  í honum heyrðist alla leið út á götu. Sjónvarpsmenn sem komu á staðinn runnu á hljóðin og 'tóku að sjálfsögðu, viðtal' við 'Bambusinn'.  

Það var með naumindum, að hægt  væri að nema, það sem fréttamaðurinn, sem hélt á  hinum fræga Bambusi', sagði, sökum ærandi öskursins  sem þessi 'súperstjarna' gaf frá sér.   

Þó komst það til skila, að, 'Fressinum Bambusi, líkaði svo illa vistin á kattasýningunni, að hann lagði fyrst búrið sitt algjörlega í rúst og fór síðan fljótlega heim upp úr því'. 

Dóttir mín, hún Erla Ósk og frænka hennar Eva, sem höfðu farið með Bambus á sýninguna, voru alveg eyðilagðar yfir þessari dæmalausu framkomu kattarforsmánarinnar.
Sögðu þær báðar, þegar heim var komið, að  ef Bambus hefði aðeins getað haldið sér saman, hefði hann örugglega unnið fyrstu verðlaunin á sýningunni, með elegans. 

Það tók þær margar vikur að fyrirgefa Bambusi.

En svona var Bambus bara, hann lét alltaf vel í sér heyra ef það var eitthvað sem honum mislíkaði, eða þá langaði í.
Ég tala nú ekki um, ef að hann var svangur, þá gaf hann frá sér ærandi sírenuvæl, þar til hann fékk eitthvað að éta.

Samt var hann óttalegt krútt, hann Bambus minn og líka algjör hetja, því hann bjargðaði mér eitt sinn frá bráðum bana. 

Ég hafði ætlað að elda mér hafragraut, snemma morguns. En þar sem ég var grútsyfjuð hallaði ég mér í stofusófann meðan suðan kom upp á grautnum og steinsofnaði.

Ég vaknaði við það að Bambus klóraði mig í kinnina og sá þá að íbúðin var full af reyk, því kviknað hafði í hafragrautspottinum. 

Ég væri ekki til frásagnar nú, ef Bambusar hefði ekki notið við. Og Bambus varð svo frægur, að komast ekki bara í fréttirnar í sjónvarpinu fyrir frammistöðu sína á kattasýningunni, heldur líka á forsíðu DV, fyrir frækilega björgun úr lífsháska. 

 

 

 

 


mbl.is Köttur bjargaði lífi eiganda síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá, sá var svalur

halkatla, 2.8.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dýr eru yndisleg. Ég hef alltaf átt kött síðan ég hætti á sjónum.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kettir eru þeir allra klárustu!   ,Anna Karen og Sigurður.

Svava frá Strandbergi , 2.8.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisur er sko gáfaðar. Vildi sko ekki vera án kisu minnar. Heart Beat á rauðu ljósi

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi leitt að heyra þetta með Bambus, kettir eru njög gáfaðir. Knús á þig Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Ásdís, ég er viss um að hún kann alveg á umferðaljósin hún kisa þín.

Knús til baka, Katla mín.

Svava frá Strandbergi , 2.8.2008 kl. 15:35

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Anna Karen, já Bambus var sko kúl og svalur. Ef hann væri uppi í dag hefði  hann farið létt með það, að slá út   frægasta kött á Íslandi, hann Mala svala, hans Sigga bróður.

Svava frá Strandbergi , 2.8.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það eru forréttindi að eiga svo góðar minningar um vin sem er farinn. Takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Bambus hefur greinilega verið mikill hetjuköttur og góður vinur. Ég á síamsblandaðar kisur og kannast við þessa háu rödd. Maður getur haldið uppi samræðum við þá tímunum saman (sérstaklega samræður um mat; vöntun á mat eða hvort það er rétt tegund af mat í dallinum...... 

Bara yndislegir vinir þessir kisuvinir

knús og kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.8.2008 kl. 18:48

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis, Jóna.

Já. Ragnhildur, þessir kisuvinir eru  svo sannarlega yndislegir.

Svava frá Strandbergi , 3.8.2008 kl. 12:09

11 Smámynd: Hilmir Arnarson

Skemmtileg hetjusaga!  Þessir kettir eru alveg meiriháttar. Kötturinn minn heitir Róbert og hann biður kveðjur.

Hilmir Arnarson, 3.8.2008 kl. 13:01

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali greyið er víst alveg nautheimskur. Hann er líka huglaus. Sem sagt bæði huglaus og heimskur. En hann er samt mesta krútt norðan Alpafjalla - og líka fyrir sunnan þau, austan og vestan þau.  Mjá, það held ég nú.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir kveðjuna frá Róbert, Hilmar.

Mali er nú svo ungur ennþá, Siggi. Honum á örugglega eftir að eflast bæði vit og hugrekki.  

Svava frá Strandbergi , 3.8.2008 kl. 22:46

14 Smámynd: www.zordis.com

Kisur eru yndislegar!

Ég var með eina kisuflís á sýningunni og þótti hún flott og vakti eftirtekt!

Kisur eru æði, rétt eins og ömmur og börn með púðurlykt!

www.zordis.com, 4.8.2008 kl. 13:04

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Zordís, hvernær ætlarðu að koma í heimsókn? Manstu, þú sagðist ætla að koam óvænt. I hope you will show up before our exhibiton.

Svava frá Strandbergi , 4.8.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Samhryggist, það er sárt að missa, en þetta er lífsins gangur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.8.2008 kl. 23:18

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ester. Já, það er sárt að missa og nú er kisinn minn hann Tító næstur í röðinni til að fara frá mér.
Hann er nú orðinn 10 ára eða sama sem sjötugur í mannsárum talið. En hann er samt betri nú, en oft áður af nýrnaveikinni og ég þakka fyrir hvern dag sem ég hef hann hjá mér. Hann er minn besti vinur.

Svava frá Strandbergi , 4.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband