Leita í fréttum mbl.is

Skilja, er rétt svar

Bæði samkvæmt Samheitaorðabókinni og Íslenskri orðsifjabók, en í henni stendur að orðið skilja sé kvk. og sé nýíslenska,  en eldra orðið er skilvinda.  Svo fékk Kvennaskólinn rangt fyrir sitt svar um fiskana tvo og brauðin fimm. Mér finnst að þessi dómari eigi að segja af sér, annars verður ekkert að marka þessa keppni.
mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Fyrirbærið sem birt var mynd af og spurt um heitir skilvinda og nánast ómögulegt er að færa rök fyrir því að skilja geri verið rétt. Samheitaorðabækur og orðsifjabækur gefa þér ekki endilega upp í hvaða samhengi hægt er að nota mismunandi orð yfir hluti.

Egill Óskarsson, 19.2.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ef spurt væri um bíl, væri 'sjálfrennireið' rangt svar?

Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Ásgeir Guðmundsson

Ef spurt er um fótbolta er kúla ekki rétt svar!

Ásgeir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ekki deilli ég við ykkur um þetta. Sjálfsagt er það rétt að skilvinda og skilja séu ekki það sama, þó að bækurnar segi svo. Ég er ekki alin upp í sveit. Annars hef ég séð skilvindu líka Árni á gömlum bóndabæ, sem ég dvaldist á með fjölskyldu minni, eitt sumar,  þegar ég var barn. En ég notaði hana aldrei eins þú. 
En það er gaman að geta þess, að ef móðir mín setti  ógerilsneyda mjólk í skál og setti hana inn í búr, þá skildi hún sig sjálf, því rjóminn settist ofan á.
En ég ætla þó ekki að gerast svo djörf að kalla skál, skilvindu.

Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér Tryggvi að  orðið,skilvinda hafi styst í  oðið, skilja, enda var sagt í Orðsifjabókinni að orðið skilja væri nýíslenska. Svo þetta er bara sama tækið eftir allt saman. Íslenskan þróast eins og önnur mál t.d. var þyrla eitt sinn kölluð þyrilvængja hér á landi og þota var nefn hraðþrysti flugvél. Svo mér finnst að tiltaka hefði átt í Gettu betur hvert væri gamla orðið yfir þetta tæki, sem er 'skilvinda' í eldra máli en 'skilja' í nýíslensku. Nýíslensk orð eru góð og gild íslenska. Mér finnst að dómarinn mætti vanda sig betur í spurningum sínum.

Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 16:50

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ansi erfitt að skilja þetta. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 17:38

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jaá, fyrir þig náttúrulega

Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er ekkert spurning um gamalt eða nýtt orð. Tækið sem notað hefur verið til að skilja að undanrennu og rjóma heitir og hefur alltaf heitið skilvinda. Ég hef sömu reynslu og Árni af rauðu Alfa Laval skilvindunni sem aldrei var kölluð annað en það Skilvinda.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 19.2.2008 kl. 19:57

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í sveitinni minni var þett skilvinda, skilja var eitthvað annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:08

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég bakka með þetta ef Orðabók Háskólans segir mér á morgun að ég hafi rangt fyrir mér.

Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 22:30

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl verið þið öll . Gaman að fylgjast með því að flestir skilja  hvað hér er á ferðinni.  Laust eftir 1950 var ég ungur sendur í sveitina. Skilvindan sem ég snéri var fín Alfa Laval græn á litin. Talað var um, að setja mjólkina í skilvinduna og skilja hana. En mest þótti mér um, þegar rjómi kom úr 
öðrum armi hennar og hinum undanrenna. Til skýringar var mér sagt að þetta gerði miðflóttaaflið sem myndaðist þegar skilvindan var komin á réttan hraða. Einnig hafði ég það embætti að strokka rjómann í gömlum tré bullu strokki sem gerði þetta fína smér, (smjör). Um það bil 40 árum síðar fór ég túr á fraktskipinu Hvalvík og var dagmaður í vél. Þegar ég þurfti að þvo olíu skiljuna sem þar var kölluð svo,  sá ég að sama járna innvolsið kom úr henni og var í mjólkurskilvindunni í sveitinni. Þar sem ég hefi nú komið þessu frá mér þannig að allir skilji, þá fer ég beina leið í rúmið mitt.  Kveðja, eða frekar góða nótt. 

Þorkell Sigurjónsson, 20.2.2008 kl. 01:25

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þvottavél, þófaravél, lókembivél, skilvinda, til þess að skilja vatnið úr dúkunum. Skilvinda til þess að skilja mjólk, en skilja til þess að skilja olíu. Skiljur eru einnig skilrúm í skipi til þess að koma í veg fyrir að skipið fyllist af sjó.

Játa ég mig hér sigraða, en ekki bugaða. 

Svava frá Strandbergi , 20.2.2008 kl. 10:11

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:28

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei Tryggvi mér var sagt að það væru ekki skilrúm sem stúkuðu af vistarverur í skipinu, heldur hólf sem hægt er að loka ef sjór kemst í skipið.

Svava frá Strandbergi , 25.2.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband