Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni af útlendingahatri

' Ró , ró og rambinn, Ísland fyrir Íslendinga. Látum þá dragnast áfram í láglyftum moldarkofum sínum og hryggi þeirra halda áfram að bogna í gaungum og baðstofukytrum, þar sem það kostar rothögg að rétta úr sér; kanski verða þeir ferfættir á endanum. Látum þá mæðast áfram brjóstsjúka af því að sofa í reykjarsvælu og moldardauni, sljóeyga, óframfærna og volaða, vegna þess að þeir þora eigi að láta sál sína hrífast.

Látum þá skemmta sér með því að hæða hver annan á bak, dreifa út lastmælgi , níðvísum og  klámi hver um annan, og eiga það æðst áhugamála að komast hjá því að kaupa harmoníum í kirkjuskriflið sitt. Látum þá þamba áfram kaffi sitt, taka í nefið og tyggja skro, og forsóma að veita líkama sínum hina einföldustu hirðu, já að bursta á sér tennurnar, en forðumst að minna þá að að kaupa sér spegla , því þá gæti farið fyrir þeim eins og skoffíninu.

Eða er ekki Ísland fyrir Íslendinga? Látum þá velta sér í sóðaskapnum, svo framvegis sem þeir hafa gert í átta hundruð ár, eilíflega kvefaðir og sullaveikir, konurnar horaðar og útþvældar af striti og barneignum, krakkarnir kirtlaveikir, lúsugir og flámæltir, agaðir í vitundinni um að þeir séu kotúngar, með kala innrættan til hinna fáu manna sem voga sér að gánga keikir.'

 

Halldór Laxness 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé nú mikla skammsýni í því að andæva rasisma með að hæða land og þjóð með yfirlæti og fyrirlitningu versta rasista.  Jafnvel þótt meistari Laxness geri það.  Hann var að sönnu ekki óskeikull í mati sínu og malanda.

Hann gleymdi því gjarnan að hann var íslendingur sjálfur og aktaði einna helst eins og enskur lord, þótt hann lifði á sníkjum mest framan af æfi.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2008 kl. 02:57

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég tel mig ekki vera að hæða land og þjóð, þó ég minnist þess að Íslendingar hafi átt sín erfiðu tímabil í sögu sinni og hafi þurft að þola mikla fátækt og niðurlægingu eins og margar þær þjóðir sem til okkar mæna í von um betra
líf. Mér finnst að okkur sér hollt að minnast þessa niðurlægingartímabil Íslendinga, til þess að  lækka  í  okkur  mesta  rostann og yfirlætið.
Það gæti kannski orðið til þess að við sýnum öðrum þjóðum sem til okkar leita meiri skilning.

Annars var Laxness kommúnisti og ég veit ekki til  þess, að hann hafi nokkru sinni, fengið inngögngu í neina lávarðadeild. Mér finnst þú sjálfur sýna skammsýni með því að andæva skrifum mínum með niðrandi orðum um mann sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér, þótt hann hefði eflaust átt hægt með að kveða þig í kútinn í kappræðum, væri hann enn á lífi.  

Svava frá Strandbergi , 22.2.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er öllum hollt að líta til uppruna síns.  Helgarkveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð.  Ég sé ekki ástæðu til að tilkalla gengið NÓBELSKÁLD í þessa umræðu þar sem mér sýnist þú Svava mín halda vel á þínum spilum í andmælum á skrifum vinar míns, Jóns Steinars. Rétt er það Svava, að Laxness var lengst af kommi, en þegar elliglöp sóttu á hann snérist hann frá trúnni .  Innilegar kveðjur til ykkar.

Þorkell Sigurjónsson, 22.2.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Adda bloggar

JellyMuffin.com - The place for profile layouts, flash generators, glitter graphics, backgrounds and codes

Adda bloggar, 22.2.2008 kl. 17:36

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Adda mín og sömuleiðis. Mikið er þetta flott kveðja hjá þér. Ég vildi óska að ég kynni að setja svona á bloggið.

Svava frá Strandbergi , 22.2.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband