Leita í fréttum mbl.is

´Landið endalausa' Þrykk

PICT0022-12 Landið endalausa

Nú er búið að breyta því hvar sýningin mín verður haldin. Gallerí Art-Iceland er að hætta með húsnæðið á Skólavörðustíg, en eigandinn hefur sem betur fer líka aðstöðu í Geysis húsinu í Aðalstræti. Og þar verður sýningin mín í mars en ekki í febrúar. Álfheiður bauð mér líka að setja myndirnar mínar á alþjóðlegan vef gallerísins og ég er mjög ánægð með það.
Ég held að Geysis húsið geti jafnvel orðið betri staður en sá sem ég ætlað að sýna í fyrst. Alla vega ekki verri.

Ég er búin að tala við innrammarann sem ég ætla að láta ramma inn myndirnar mínar þegar þar að kemur. Og þá er bara að halda áfram að mála. Annars er ég að vona að ég fái líka meira að gera hjá Námsgagnastofnun því mér barst í gær boðskort á 'uppskeruhátíð' Námsgagnastofnunnar, sem verður haldin á föstudaginn næstkomandi. Þar verða auðvitað starfsmenn og svo höfundar myndskreytinga og námsbóka. Kannski gæfan verði mér hliðholl í því dæmi.

Ég á í mestu vandræðum með að blogga því Tító kemur með reglulegu millibili og stekkur uppí kjöltuna á mér og svo Gosi líka öðru hvoru. Þeir eru hálf fúlir útí mig af því að þeir vita að ég eldaði mér fisk í kvöldmatinn.  Ég lokaði þá inni í svefnherbergi á meðan ég sauð fiskinn, borðaði og vaskaði upp. En auðvitað fundu þeir lyktina og eru búnir að vera vælandi utan í mér síðan. þeir skilja ekkert í þessari mannvonsku í mér að sitja ein að þessum þeirra mestu krásum. En meinið er það að Tító má alls ekki fá fisk vegna nýrnanna. Hann má bara borða þurrmat sem er sérstaklega ætlaður fyriri nýrnaveika ketti. Og fyrst að Tító fær engan fisk get ég ekki gert uppá milli og gefið Gosa hann.  Gosi má éta matinn hann Títós og það er allt í lagi með það, nema þetta er kannski svolítið fábreytt fæða fyrir þá greyin.

Ég fór í sund í dag og gerði sundæfingarnar mínar af mikilli list og mér líður mjög vel eftir þær. Og í gær fór ég í tuttugu mínútna göngu. Ég er að breyta um lifs stíl,  hreyfa mig meira og borða hollari mat og ég lít strax betur út. Jæja best að hætta þessu blaðri og fara að sofa. Góða nótt og sofið rótt.

Jamm, þar kom Tító uppí kjöltu mína enn einu sinni. Hann er mesti þrákálfur sem ég þekki. En nú ætla ég með hann í bólið.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega er mikið að sjá í þessari mynd, heilu borgirnar og svo auðnin og skógurinn, þvílíkt flott.  Knús og þig og kisur.  Er strax farin að hlakka til að sjá sýninguna þína. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Knús til baka til þín og Bóthildar Glódísar.

Svava frá Strandbergi , 9.1.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæll Tryggvi þakka þér fyrir, auðvitað læt ég ykkur vita. Geysis húsið er í Aðalstræti og það er einhvers konar kaffihús, en samt hægt að halda opnanir á myndlistarsýningum þar. Ég held að þetta sé gamla Geysis húsið á horni Aðalstrætis og Vesturgötu. Ég þarf nú að fara að gera mér ferð þangað til þess að kynna mér sýningarplássið.

Svava frá Strandbergi , 9.1.2008 kl. 07:03

4 Smámynd: www.zordis.com

Þessi mynd er glæsileg svo margt að sjá í henni!  Skólavörðustígurinn finst mér huggulegur en nýja staðsetningin hljómar alls ekki ílla.  Gangi þér allt til heilla!

www.zordis.com, 9.1.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég ert líka í vandræðum með Mala við tölvuna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Spennandi mynd. Maður getur séð heilu álfaveröldina þarna eða mannaveröld, kannski að eigin vali  Ég hlakka mikið til að sjá sýninguna þína, passaðu upp á að minna okkur bloggvinina á þegar fer að nálgast.

Bestu kveðjur á þig og kisurnar

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband