Leita í fréttum mbl.is

Tímar hafa liðið

Stafar sól á vatnið
og stirndan jökulskalla.
Streyma gamlir tímar
fram í huga mér.

Silungunslonta í læknum.
Lómar syngja að kveldi.
Fuglar kvika í kjarri og
kyndug fluga á vegg.

Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.

Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.

Man ég þó í muna
margan bernsku unað. 
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bara mig Guðmundur minn.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 03:07

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir það.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 03:16

3 Smámynd: www.zordis.com

Fallegt!

www.zordis.com, 3.6.2007 kl. 07:16

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Glæsilegt!

Jóna Á. Gísladóttir, 3.6.2007 kl. 08:57

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mjög íslenskt ljóð einhvernveginn..þú ert svo íslensk Guðný mín...í myndum og orðum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 11:04

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er snillingur , mjög fallegt ljóð.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er fallegt ljóð hjá þér .

Jens Sigurjónsson, 3.6.2007 kl. 12:06

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk öll, maður verður bara eins og hálfgerður kjáni af öllu þessu hrósi en ég veit að það er ekki ykkar ætlun.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 12:29

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislega fallegt, mýkir sálina.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband