Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Það er feitt að vera feit

scan0002 Falleg og feit kona

 Þessi mynd af þessari fallegu konu sem barst mér í hendur framan á bæklingi frá líkamsræktarstöð einni, bjargaði mér frá þeirri bölvuðu vitleysu að efna áramótaheitið og fara í megrun.
Myndin af konunni varð mér sem opinberum. Hún var í mínum augum,  eins og listaverk eftir gömlu meistarana og ég hugsaði, ' Þetta er falleg kona með fallegar línur'. Hún er í raun listaverk náttúrunnar í sjálfu sér og svona eiga konur að vera í laginu. 'Ég fer ekkert í neina megrun'.


Hvernig stendur á því að allar konur vilja vera tágrannar og tálgaðar, svo hinar kvenlegu línur njóta sín ekki?  Og hver stjórnar því? Jú, það er tískan, fatahönnuðir úti í útlöndum. sem ráða því hvernig við eigum að vera í laginu.  Þeir eru eins og brúðuleikhússtjórnendur og við 'brúðurnar' dönsum svo sannarlega eins og  þeir kippa í spottana. Margar dansa svo mikið á líkamsræktarstöðum að þær verða í laginu eins og vöðvastæltir karlmenn, eða þá að þær svelta sig til bana til þess að þóknast hinum ströngu tískuherrunum.


Er ekki komin tími til að hætta þessari vitleysu og vera bara ánægðar með okkur þó við séum með einhver hold á beinunum. Það er allt í lagi að hreyfa sig og borða hollan mat, en að gera það af svo miklum krafti að þú gengur of nálægt sjálfri þér og ætlun náttúrunnar er bölvað rugl.
Við konur láta kröfuna um grannan líkama leiða okkur í ógöngur. Við erum sífellt óánægðar með sjálfar okkar af því við náum sjaldan því takmarki að líta út eins og renglulegur stráklingur.
Það er fallegt að vera feit, sjáið bara þessar fallegu feitu konur á myndinni hér fyrir neðan leika sér í baðinu og njóta þess að láta vatnið leika um sína bústnu rassa og bollubrjóst, svo stoltar af þrýstnum líkömum sínum.

Þessi mynd er listaverk eftir Jean Honore Fragonard og hangir í ekki ómerkari listasafni en sjálfu Louvre safninu í París. Jean, fannst þessar konur fagrar , svo fagrar, að hann málaði ódauðlega mynd af þeim.

Mér finnst þær líka fagrar og ég ætla mér að vera bústin og falleg áfram eins og þær.  Vera sjálf eins og lítið listaverk.

 

 

scan 001  Bathers


Ég er að pæla í einu....

hvað notuðu þær til að pissa í og gera stórt? Vonandi hafa þær verið svo heppnar að hafa verið með skúringaföturnar með sér... Annars er ég svosem skíthrædd við allar lyftur og hef alltaf verið og vildi ekki hafa verið í þeirra sporum.
mbl.is Fastar í lyftu í 2 sólarhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kettlinga krútt

Zorro Zorro og söskende

 

Ég er farin að hugsa fyrir arftaka Títós, þó mér finnist í dag að enginn köttur geti komið í staðiinn fyrir hann. En þar sem ekki er hægt að fá balinese ketti eins og Tító er, hér á Íslandi leitaði ég til Kynjakatta.  Í samtökunum er ein kona sem mun koma til að rækta ragdoll ketti árið 2008 eða 2009 og ég bað hana að setja mig á lista hjá sér.

Ragdoll kettir eru síðhærðir, með himinblá augu,  eru með síamslitina þ.e. maska á andliti og sömu liti á eyrum, fótum og skotti, sumir eru með hvíta blesu og allir eru þeir með hvítar tær. 

Ég mun örugglega sjúkratryggja kettlinginn vel vegna bitrar reynslu af miklum fjárútlátum vegna nýrnagalla Títós, sem er til kominn vegna innræktunnar. Og ég ætla að ganga úr skugga um að ekki sé hætta á neinu þvílíku, áður en ég kaupi mér einn svona kettling fyrir heilar 90 þúsund krónur.

En ég mun aldrei skíra væntanlegan kettling Tító. Það er bara einn Tító í hjarta mér. Litli kettlingurinn verður mér trúlega jafn kær með tímanum og Tító er mér í dag,  en ég nefni hann öðru nafni til þess að skyggja ekki á minningu Títós míns, þegar þar að kemur. 


Ég er sjúr á því að Jenny Marsey skrökvar

því að hún hafi keypt nærbrækurnar hjá Marks og Spencer. Hún hefur örugglega bara stolið þeim frá Bridget Jones.
mbl.is Eldur slökktur með stórum nærbrókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband