Leita í fréttum mbl.is

Í ljóssporum daga

Í ljósvari vængstýfðra daga
liggur vegalaus engill

 

á húmhimni aftans, vikna
hvíthærð ský

 

hjúpuð hálfrökkri nætur
hvíslar sorgin
ósögðum orðum.

 

Guðný Svava Strandberg


mbl.is Réttað yfir Fritzl fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ég er komin heim, hvað er að frétta af kisunum þínum??

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: www.zordis.com

Fegurð og sorg koma hér saman .  Einstaklega fallegt hjá þér kona.

grænbuxnakveðjur í kvöldið.

www.zordis.com, 25.6.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, Ásdís mín Velkomin heim. Allt í góðu með kisurnar. Tító er skárri af steru um. Var að leika við kisurnar þegar ég kom heim.

Takk Zordís mín. Grænbuxnakveðjur?? Ég er í svörtum naríum með blúndu! Mener du maaske noget andet?? De  ferm grönbuksede blogg art veninder??

Svava frá Strandbergi , 25.6.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: www.zordis.com

hehehee ... veistu, ég keypti mér zvílíkt graenar buxur og vard bara ad senda zér vaenar kvedjur!

Já, zetta er hljómar flott grönbuksede blogg art!

Njóttu dagsins!

www.zordis.com, 26.6.2008 kl. 07:08

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, grænbuxnagellan þín!

Svava frá Strandbergi , 26.6.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fallegt ljóð, myndrænt og mjúkt, þrátt fyrir harminn. Takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, nafna.

Svava frá Strandbergi , 26.6.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

falegt, maður veltir því fyrir sér hvort engillinn sé svartur eða hvítur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kannski er þetta bara fallinn engill, Ester. Spurning hvort þeir eru hvítir eða svartir?

Svava frá Strandbergi , 26.6.2008 kl. 23:22

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegt ljóð ætli engillinn hafi ekki verið hvítur.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 13:19

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Eru ekki svartir englar taldir til Hins Illa? Þessi engill í ljóðinu,  er í mínum huga hvítur og tilheyrir Guði, jafnvel eða kannski fyrst og fremst vegna þessk, að farið var ólýsanlega illa með hann

Þetta ljóð er ort um dóttur Fritzl, hins austurríska,, sem hann kokaði inni í tugi ára í kjalalraholu, nauðgði henni og gat  með henni 7 börn. 

Annars var ég að lesa það einhvers staðar á blogginu, að í Biblíunni sé englum ekki lýst þannig að þeir hafi vængi. það eru víst listamenn seinni tíma sem máluðu þá með vængi og sú ímynd hefur fests við þá.

Svava frá Strandbergi , 27.6.2008 kl. 17:45

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

TAKK

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband