Leita í fréttum mbl.is

Horft af bjargbrúnnni á brimrótið

140707 010 Brimrótið við bjargræturnar Olíu-prentlitaþrykk

Ég er að fara að steypa mér niður í  brimrótið í enn eitt atvinnuviðtalið klukkan tólf á hádegi í dag. Í þetta sinn er það starf móttökuritara hjá Barna og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Ég er nú orðin ansi þreytt á þessu atvinnuleysi. Bráðum búin að vera atvinnulaus í heilt ár. En það er ljós punktur í myrkrinu að ég hef aldrei verið virkari við að mála og er með tvær sýningar framundan á næsta ári. Please wish me luck with the job? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég sem hélt að þú hefðir verið komin með vinnu?
Good luck í viðtalinu. Er alls ekki hægt að lifa af því að vera sjálfstætt starfandi myndlistarmaður?

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.12.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óska þér alls þess besta í dag.  

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi Guðný mín færðu vinnu sem þér líkar.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gerður Rósa,  takk, en gaman að heyra í þér. Ég hef einmitt hugsað mikið um þig undanfarið. Ég var komin með vinnu við að kenna leikskólabörnum  myndlist, en  borðin þeirra  voru  svo  pínulítil  að  ég  varð ómöguleg í bakinu af því að bogra  svona  yfir þeim.  Frænka mín sem  er leikskólakennari  sagði að  á  flestum leikskólum  væru  fullorðinsborð  fyrir  krakkana, sem þau þyrftu að príla uppá, en ekki hvað?  Þetta var náttúrulega ekki hægt að vera svona hokin yfir börnunum allan daginn, svo ég hætti . Launin voru líka alltof lág.

Nei, ég er ekki nógu dugleg til að lifa af listinni og það eru fáir sem geta það. Tolli, bróðir Bubba Morthens er frægur en hann vinnur víst líka við myndlistina frá klukkan 9 til 5 alla daga. Eiríkur Smith vinnur líka eingöngu við listina, en hann er kominn yfir áttrætt held ég.

Ég vann við að myndskreyta Lesbókina í 15 ár og það var þokkalega borgað, En ljóðin mín hafa líka birst í Lesbókinni í 20 ár og fyrir eitt ljóð sem maður er kannski margar vikur, mánuði eða ár að semja fær maður ekki borgað, nema 2000 krónur. Afur á móti fyrir mynd sem maður hespar af í flýti  fæst margfalt meira. 

Takk líka, Ásdís og Katla. 

Svava frá Strandbergi , 17.12.2007 kl. 15:57

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég vann einmitt líka á leikskóla einu sinni. Í mánuð. Þegar ég fékk launaseðilinn sprakk ég úr hlátri og fór beint á sjóinn aftur.

Kannski er heldur ekkert gaman að vera listamaður full-time? Of mikið af því góða ekki gott?
Það hlýtur samt eitthvað að koma upp úr krafsinu hjá þér ef þú krafsar nógu mikið :) Selja jólatré? Gerast blómaskreytingamaður? Jólakransagerðarkona? ...

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.12.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gerður Rósa, ég er að pæla í að taka það að mér að pakka inn jólagjöfum fyrir önnumm kafna Íslendinga og gera það í bónusvinnu. Þessir tveir sem ég pakkanði inn í dag tókust svo andsví.... vel

Svava frá Strandbergi , 17.12.2007 kl. 21:18

7 Smámynd: www.zordis.com

Jólainnpökkunarkvinna ... góð hugmynd!

Jólainnpökkunarkveðjur og vona að viðtalið glimmmmmri!

www.zordis.com, 17.12.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessi mynd er æðisleg. Hafrót undan klettum heillar mann alltaf á jafn undarlegan hátt. Þó maður sé ekki mjög illa haldinn af sjálfsvígshugusunum, jafnvel. Vona að viðtalið hafi gengið vel, kæra nafna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:22

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir, nafna.

Svava frá Strandbergi , 17.12.2007 kl. 22:23

10 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Good luck

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

andsvítans er nú bara mjög kurteist orð, og alger óþarfi að skammstafa það eitthvað ;) andsvínis líka, ef það var það sem þú ætlaði kannski að segja.

Já, setja auglýsingu í moggann (virkar það nokkuð? ;)) - það er ekki öllum gefið að pakka fallega inn jólagjöfum.

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:38

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Danke, Ása Hildur og Guðmundur.

Jamm, það væri sniðugt, Gerður Rósa, að auglýsa að ég tæki að mér að pakka inn jólagjöfum fyrir fólk sem er að fara yfrum af öllu stressinu fyrir jólin. Ég myndi létta þungri byrði af mörgum og fá eitthvað borgað fyrir það. Ætla líka að auglýsa að ég taki að mér, að skrifa utan á jólakorta umslögin fyrir þá sem vilja losna við það vesen. Það fer svo helvíti mikill tími í það alltaf að leita að heimilisföngum fólksins sem maður þykist þekkja svo vel.

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 01:49

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábær mynd hjá ér Guðný mín...gangi vel í atvinnuleitinni. Við erum á sama báti..þetta með atvinnuleitina og sýningastandið. Takk fyrir síðast..það var gaman að hitta þig loks í eigin persónu yfir kaffibolla.

Vona að þú fáir vinnuna og vel borgað!!!! 

Knús 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 12:02

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, takk fyrir síðast, Katrín og gangi þér líka vel Arna.

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband