Leita í fréttum mbl.is

Ég er að springa úr piparkökuáti. Í DJÚPINU mixed media.

DSC000255 Í Djúpinu

 

 

Það var mikið stuð hjá mér og barnabörnunum Elísu Marie og Daníel í dag. Við hnoðuðum piparkökudeig og flöttum það út og gerðum svo kalla og kellingar, stjörnur og hjörtu og allt mögulegt.
Svo sungum við af hjartan lyst við baksturinn, hvert jólalagið á fætur öðru og Tító tók undir og gólaði eins og vitleysingur. Honum leist ekkert á þessi læti, greinilega.
Það var gaman að sjá hvað þessi litlu skott 6 ára og 5 ára voru dugleg og áhugasöm við baksturinn. Þau voru eiginlega klárari en ég. Svo skreyttum við piparkökurnar með rauðum og grænum glassúr. Ég hafði sett jólalagadisk á, rétt áður en börnin komu, með Frostrósum . Diskurinnn var eitthvað bilaður svo við hlustuðum á sama lagið klukkutímum saman, en við vorum svo önnum kafin að við nenntum ekkert að vera að hafa fyrir því að skipta um disk enda heyrðist varla neitt í laginu fyrir söngnum í okkur sjálfum.
Ég hafði líka kveikt ljósin á litla jólaþorpinu sem ég hafði útbúið ofan á kommóðunni í andyrinu og það var rosa jólastemning sem sveif yfir vötnunum.
En köttunum þeim Tító og Gosa fannst ekki neitt gaman. Þeir voru skíthræddir við börnin og hávaðann í okkur. Tító sat og spangólaði eins og hundur, við svefnherbergis dyrnar mínar og vildi komast þangað inn og fela sig, en Gosi faldi sig eins og venjulega undir kommóðunni í ganginum, þar sem jólaþorpið var. Greyinu leið ekki vel að troða sér þarna undir lága kommóðuna. Svo voru börnin öðru hvoru að koma að kommóðunni og dást að jólaþorpinu og hann hefur séð fæturnar á þeim alveg upp við trýnið á sér þar sem hann lá eins og skata í felum.
Svo kom Guðjón sonur minn með yngsta barnið Jónatan til að sækja bakarana sína og Jónatan var mjög hrifinn af piparkökunum og spændi þær í sig eins og við hin, sérstaklega ég.
Guðjón sonur minn var að flýta sér þar sem hann er önnum kafinn við að lesa undir próf í viðskiptafræðinni, en gaf sér samt tíma til þess að bjóða mér á jólaball með barnabörnunum hjá ÍR þann 7.des.
En þau Elísa Marie og Daníel æfa þar og eiga að koma þar fram og sýna dans og íþróttir.
Eftir að börnin voru farin með afgangsdeigið og eitthvað að piparkökunum horfði ég yfir eldhúsið mitt. það var algerlega í rúst. Deig út um allt gólf og glassúr uppum alla veggi. En eg yppti bara öxlum og hugsaði: , þetta var vel þess virði.
Svo fleygði ég mér í stofusófann og fékk mér smálúr með Tító og Gosa sem voru búnir að taka gleði sína að nýju.
Rafn sonur minn hafði komið fyrr um daginn og tekið fyrir mig myndir af nýjustu verkunum mínum og ég ætla að setja eina hér inn. Hún heitir 'Í Djúpinu' Að lokum ætla ég að benda ykkur á þennan link hér fyrir neðan,þar er þarft málefni á ferðinni. Góða nótt elskurnar mínar og sofið rótt.
http://hross.blog.is/blog/hross/entry/380019/#comments


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þvílíkt stuð á ykkur!  Þessi bakstur fer í minningapokann og verður ljúf minning hjá litlu barnabörnunum þínum. 

Nýja myndin þín er mjög flott!!!

www.zordis.com, 3.12.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Guðný Svava, þessi mynd er alveg meiriháttar! Yndisleg og svo margt í henni að ég er viss um að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt.

Mikið æðislega hefur verið gaman hjá ykkur í bakstrinum haha oh það er svo gaman að syngja og baka og leika sér með börnunum. Ekkert jafnast á við það sérstaklega á aðventunni nema ef maður er köttur ...
 

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.12.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hefur verið skemmtilegt hjá ykkur Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka ykkur fyrir. Guðmundur ég skammast mín. Ég er búin með afganginn af piparkökunum. En ég býð þér bara í kaffi næst þegar ég baka, sem verðr einhvern tíman fyrir jól. En fyrst verð ég að taka til almennilega. Stofan er á hvolfi af því ég mála í stofunni. Svo nennti ég ekki að vaska upp í dag. Ég læt uppvaskið alltaf bíða, því miður, eftir að ég fékk borðsþvottavélina sem ég hef inni í þvottahúsi. Svo þegar allt leirtauið er komið í vaskinn skutla ég því í hollum í uppþvottavélina  og þríf íbúðina mína í leiðinni.
Ég reyndi mikið að segja kallinum mínum fyrrverandi að ég hefði aldrei ætlað mér það sem aðalhlutverki í lífi mínu, að verða húsmóðir.
Hann píndi mig samt til þess, enda erum við skilin fyrir löngu síðan sem betur fer. Hann eldaði aldrei né skipti um kúkableyjur eða neitt svoleiðis. Mín staða var á bak við eldavélina sagði hann. Hans staða var að misbjóða mér gróflega andlega og líkamlega sem ég ber enn menjar eftir.

Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jú, þakka þér fyrir Guðmundur. Getum við ekki bara hist á sýningunni hennar Katrínar? Það væri gaman að sjá hana aftur.Ég verð í bænum með gemsann minn sem er 6619721. Ég er ekki enn búin að vaska upp.

Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 20:16

6 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Nú líst mér á mín konu. Þetta hefur verið æðislegur dagur.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.12.2007 kl. 21:19

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, þetta var æðislegur dagur. Svo langar mig svo að fara með þau á barnaleikrit um jólin.

Svava frá Strandbergi , 4.12.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband