Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna beit hundurinn stúlkuna?

Það er sagt í fréttinni að stúlkan sé vön að umgangast hunda.
Vel má það vera en ætli það séu þá ekki hundar sem þekkja hana.
Það kemur ekkert fram við hvaða aðstæður þetta slys varð. Stúlkan er bara níu ára og þó að hún sé vön að umgangast hunda getur hún óafvitandi hafa gert eitthvað sem æsti hundinn upp.
Það  er ekki heldur tekið fram  hvort  vitni séu að  atburðinum.  Hundurinn getur ekki varið sig þar sem hann kann ekki að tala.
Var stúlkan látin vera ein með hundi sem hún þekkti ekki, eða voru einhverjir fullorðnir þarna nálægt?
Börn og dýr á aldrei að láta ein því ef eitthvað gerist er það alfarið á ábyrgð þeirra sem skilja barn eftir eitt með dýri.
Kannski þetta hafi verið gamall hundur og þreyttur og stúlkan gert honum verulega gramt  i  geði.  Flest gömul dýr  þola  ekki  börn. Kötturinn minn sem  er að verða níu ára  finnur á sér  þegar  von  er á barnabörnunum mínum þá hangir hann yfir mér og vælir eins og ungabarn því hann kvíðir komu krakkana.
Þegar þau svo koma lætur hann lítið fyrir sér fara og felur sig frammi í eldhúsi, því ef þau sjá hann láta þau hann ekki í friði heldur elta hann með hrópum og sköllum og toga í skottið á honum eins og barna er háttur.
Ég var sjálf bitin af hundi þegar ég var sex ára og það  var ekki hundinum að kenna.
Hundurinn var bundinn við staur niður í fjöru í Lauganesi þar sem ég átti heima. Hópur af krökkum hafði safnast saman við fjörukambinn og hrópuðu á hundinn og stríddu honum. Sum köstuðu grjóti. Ég slóst í hópinn fyrir forvitnis sakir og ég man að mér þótti þetta ljótt af krökkunum svo ég ákvað að labba til hundsins og hugga hann.
Vissi ég þá ekki fyrri til  en hundurinn  skellti mér í jörðina með því að  glefsa í handlegg minn.
Hann  beit mig svo laust að það sáust varla för eftir hann.
En ég gleymi því aldrei þegar ég lá þarna í fjörunni beint fyrir neðan gapandi hvoftinn á hvutta
Ég var samt svo kræf að bjarga mér að ég tók til þess bragðs að rúlla mér í burtu eftir ströndinni.
Hundurinn gerði enga tilraun til þess að stöðva mig. Ég sagði pabba og mömmu málavöxtu og þessi hundur var ekki kærður sem betur fer.
Ég er ekki að fullyrða að það sé endilega barninu að kenna í þessu tilviki.
En hversu oft ætli það sé ekki barninu að kenna að vera bitið en ekki hundinum að kenna sem bítur það?
Eða þá þeim fullorðnu sem láta barn og hund,  kannski ókunnug eftir ein saman?


mbl.is Sauma þurfti 8 spor eftir að hundur beit stúlku í handlegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Þrymur.

Svava frá Strandbergi , 12.4.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Guðný, svona slys þekki ég líka af egin reynslu, þegar ég var smá gutt, þú veist fyrir örfáum árum, að þá rölti hundur inn í garðinn heima hjá mér, þetta var nú eitthvað spennandi svo ég gerði allt til að plata kvutta inn í hús, en það gekk ekki, en á endanum náði ég að gabba greyið það nálægt mér að ég náði að grípa í hálsólina á honum, honum að sjálfsögðu brá, tók rikk og stökk af stað, með mig í eftirdragi, ég datt en sleppti ekki og þegar rakkagreyið var búinn að reyna það sem hann gat til að losna að þá greip hann til síns örþrifaráðs og beit í kjaptinn á mér, beit í gegnum báðar varirnar, og síðan hef ég ekki sagt orð,,,, nei nei, hann sem sagt beit í gegnum báðar varir mínar. Aldrei man ég til þess að hvorki ég né foreldrar mínir hafi skammast eitthvað útí hundinn fyrir að bíta mig,, ég var aftur á móti HUND skammaðurog skil bara ekkert í því, eða þannig.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 00:42

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það er eins og ég segi aumingja dýrin verða hrædd og það eina sem þau hafa til að verja sig með eru tennurnar. En þetta var nú dáldið gróft af hundinum að bíta þig í varirnar. En þú hefur nú sem betur fer getað bæði talað og skrifað eftir þetta slys.

Svava frá Strandbergi , 12.4.2007 kl. 00:59

4 identicon

Mér finnst þín grein afskaplega málefnaleg og vel úthugsuð.  Sem hundaeigandi þá leyfi ég  ekki börnum að vera með ein með mínum hundi púnktur, sama hversu von þau erum honum.  Staðreynir er oft þannig að þegar svona mál eru ransökuð ofan í kjölin þá kemur í ljós að hundurinn átti ekki sökina sem slíka heldur koma fram eðlileg viðbrögð við áreiti eða grimmd.  Það á ekki dæma svona út frá smá grein við vitum ekki allt sem skeði en ég segi aftur  þín viðbrögð voru þroskuð og sanngjörn. 

 Hundaeigendur takið ábyrgð aldrei lausir hundar, týnið upp skít, þó svo að hann sé ekki eftir þinn, það er fáir ræflar þarna úti ekki leyfa þeim að eyðileggja fyrir okkur hinum.  Peace.

linda (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 03:34

5 identicon

Hvenær teljast viðbrögð hunds eðlileg?

Við tökum áhættu með að búa með rándýrum eins og hundum og þetta er eitt af þeim atriðum sem við þurfum að taka með í reikninginn. Hundar bíta! Og þegar þeir bíta þá er það af einhverri ástæðu. Hugsanir um afhverju eða var þetta þeim sem bitinn var að kenna eru að mínu mati fjarstæðukenndar og fáránlegar því að hundar eru jú rándýr. Það er í eðli þeirra að bíta.

Sjálfur hef ég verið bitinn af hundi. Það var ekkert "saklaust" við það. Hundurinn var laus og hann var af tegundinni "Sheffier" (hvernig sem það er nú skrifað). Þetta var í útjaðri Reykjavíkur að hausti til og það var myrkur. Hann læddist aftan að mér og beit mig í hælinn á skónum mínum. Þegar hann sleppti takinu þar réðist hann á handlegginn á mér og beit mig fast. Eftir dágóða stund sleppti hann og hélt sína leið. Ég var hins vegar svo heppinn að vera að jafna mig eftir hanleggsbrot svo ég var í gifsi. Jakkinn hins vegar gjöreyðilaggðist sem og skórnir.

Ég get ekki tekið undir það með nokkrum manni að hundar séu með öllu hættulausir. Þetta er hins vegar saman spurning um val okkar á áhættuhegðun. Hundar bíta! Það er bara rúlleta.

E.s. Svo eru sumir einstaklingar sem láta hunda ganga lausa. Viljandi í þeirri trú að hundarnir séu hættulausir. Í raun er þessum einstaklingum alveg sama um velferð samborgara sinna. Það væri óskandi að hundaeftirlitið tæki almennilega á slíkum einstaklingum.

Kristinn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:23

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hundar eru ekki hættulausir ef þeir eru látnir ganga lausir. Þess vegna þurfa hundaeigendur að hafa þá í bandi eins og skylda ber til. Annars er þetta misjafnt eftir tegundum skilst mér. German Shepard eða Sheffer eru stundum notaðir sem varðhundar eða þá til þess að elta misindismenn er ekki að segja að þú sért það. Ef til vill hefur þessi lausi hundur aðeins verið að gera það sem eigandinn kenndi honum að gæta yfirráðasvæði eigandans eða þá sínu eiginn yfirráðasvæði þar sem hann gekk laus. Það er eigandanna að koma í veg fyrir að svona hlutir geti gerst með því að láta ekki svona stóra hunda ganga lausa. 

Svava frá Strandbergi , 12.4.2007 kl. 12:25

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er ekki í eðli heimilishunds að bíta menn eins og þeir séu bráð. Þegar hundar bíta börn gera þeir það nánast alltaf vegna þess að börnin ganga fram af þeim. Hundar úti í náttúrunni eins og villihundar gætu kannski bitið börn til þess að drepa og meiða. En hundurinn er nú búinn að vera félagi mannsins í tugi þúsunda ára. Þeir gæta jafnvel barn, hjálpa blindum að rata og fl. og fl. En þegar hundurinn er laus fjarri eiganda sínum geta stundum komið upp í honum hvatir sem liggja annað hvort í eðli hans eða að honum hefur sem varðhundi verið kennt að bíta ókunnug. Þessi German Shepard hefði auðveldlega getað velt þér um koll og bitið þig á háls ef hann hefði ætlað sér það. 

Svava frá Strandbergi , 12.4.2007 kl. 12:31

8 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Hef alist upp með hundum alla mína ævi og þekki þá vel.
Mér finnst það skipta litlu máli í hvaða aðstæðum hundurinn lendir, hann á ekki að glefsa frá sér þegar fólk á í hlut. 

Hans Jörgen Hansen, 12.4.2007 kl. 13:08

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég var einu sinni bitin af hundi á fjallhóteli í Sviss, síst átti ég von á því að dýrið biti og var það án þess að ég skipti mér af honum.  Stundum er eins og dýrin þoli ekki lykt eða eitthvað í fari manneskju, en bíti dýr einu sinni bítur það aftur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:46

10 identicon

Góður punktur hjá þér, það er oft eins og það gleymist að það má vel vera að eigandi eða fórnarlamb hafi átt einhvern hlut að máli.   Að sjálfsögðu er þetta líka oft dýrinu að kenna.  En það á að kenna bæði fullorðnum og börnum að umgangast dýr, einstaka sinnum spyrja þau hvort þau megi klappa dýrinu, en ef sagt er nei þá er það líka ansi oft hunsað.   Það á ekki að labba upp að hvaða dýri sem er og byrja að klappa því bara af því að það er "sætt".   Mér finnst ljón ósköp sæt, en færi nú ekki að klappa því ef ég sæi það útá götu .   En við vitum minnst um kringumstæður í þessu tilviki,  en munum að ábyrgð liggur hjá hundaeigendum, en einnig foreldrum að kenna börnum og fara eftir sjálfir.

Bryndís (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 01:31

11 identicon

Barnið er að leika sér úti með eldri systir og sú yngri spyr hvort hún meigji klappa hundinum sem konan var með í bandi. Konan jánkar því og telpantegir sig til hundsins og hann glefsar um leið. Það eru bara til 2-3 svona hundar svo við vitum ekkert um þeirra eðli. Ég er sammála Hans Jörgen Hansen,með það að hundurinn er uppeldi sem hann fær. 

sukka (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:38

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Eigandinn hefur líklega ekki verið góður við þennan vesalings hund.
Svo er hundurinn svæfður.

Ég vona bara að blessað barnið nái sér. 

Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband