Leita í fréttum mbl.is

Hún hefur bara verið algjörlega 'út úr heiminum'

Þetta minnir mig á eina af sögunum úr Þúsund og einni nótt um manninn sem stakk höfðinu ofan í þvottaskálina eitt augnablik, til þess að skola almennilega af sér skítinn.
En á þessu augnabliki með hausinn oní skálinni afrekaði hann að kvænast þar góðri konu, koma sér upp arðbæru verslunar fyrirtæki, eignast fjöldann allan af börnum og deyja svo á endanum í hárri elli á sömu stundu og hann kom með höfuðið úr kafi.


mbl.is Tók vitlausa rútu og tafðist um 25 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

hahaha Kínverjar i Kárahnjúkum
                  keyrðu burt í rútu.....  

Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér fannst fyndið þetta með kallinn með hausinn í skálinni en þegar ég hugsa um grey gömlu konuna týnda og mállausa í landi og án tungumáls og fjölskyldu finnst mér það hræðilega sorglegt. Guð hvað hún hlýtur að hafa glaðst við að komast loksins aftur heim.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 16:28

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það var vissulega sorglegt að konan skyldi lenda í þessu og það er gott að hún er loksins komin heim.

Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er með betri fréttum. Minnir mig á svo margt, svo margt. T.d. gömlu konuna sem ég hitti einu sinni í afskettri sveit á Héraði. Ég spurði hana hvenær hún hefði sest að þarna á bænum. "Æ" sagði hún "ég fór í langferð hingað frá Vopnafirði uppúr 1950 og það var erfið ferð í snjó og byl og ég treysti mér bara ekki til baka."

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 22:56

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er eins og mýtan um það hvers vegna fólk fór að setjast að í Kópavogi.
Það var vegna þess að vegirnir voru svo slæmir í Kópavogi að enginn rataði til baka sem einu sinni var kominn þar inn fyrir bæjarmörk.

Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband