Færsluflokkur: Ljóð
9.1.2007 | 21:39
EKKI OKKAR SÖK !
Svört er sól sviðin mannaból
seytlar blóð
í Fjandans feigðarslóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Grætur barn gáttir Heljar við
Guðs - krossfarar lutu ei Kristnum sið.
Lítill drengur líkn fékk ei
hjá þeim
sem limlestu og brenndu hans
skinn og bein.
Vér hjálpum þá.- Það er hið
- minnsta mál.
Hendur kaupum - gerum við hans sál.
Við sem erum Guðs útvalda þjóð
- og ekki okkar sök
- þótt renni blóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Ljóð | Breytt 10.1.2007 kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 22:36
Íslenska ríkisstjórnin stendur sig ekki eins vel og hinar Norðurlandaþjóðirnar í málum öryrkja.
Ég las fréttina um það að öryrkjum fjölgaði stöðugt á Íslandi, þar stendur orðrétt '
'Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algengustu orsakir örorku, að því er kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára, að öryrkjum fjölgi á Íslandi en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði, enda sé minna lagt í slík úrræði hér á landi en á hinum Norðurlöndunum
Ég hjó eftir því að þarna var skrifað 'en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði'.
Þetta vita allir sem einhverja glætu hafa í kollinum, nema ríkisstjórnin auðvitað. Alla vegana fá stofnanir eins og skólar fyrir fatlað fólk ekki nema helminginn af því fé sem þarf til þess að reka þá.
Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin svona blind, eða nísk á fé til þess að hjálpa öryrkjum að öðlast nýtt og betra líf?
Varla er það af tómri mannvonsku eða hvað? Eða eru það tómir fordómar sem ráða för?
Kannski það sé bara hrein og bein níska því ríkisstjórnin vilji nota peningana í eitthvað annað þarfara að hennar mati, eins og til dæmis dýr veisluhöld, risnu eða annan munað fyrir toppmenn þjóðfélagsins.
En með því pissa þeir svo sannarlega í skóinn sinn því það kostar þjóðfélagið svo miklu meiri fjármuni að greiða fyrir uppihald öryrkja á sjúkrastofnunum en að láta einhverja smámuni af hendi rakna til endurhæfingar fyrir þá.
Það er öllum mönnum nauðsynlegt að hafa einhverja sjálfsvirðingu. Öryrkjar hafa frekar lítið af henni og ekki batnar sjálfsvirðing þeirra við það að þeir séu taldir svo lélegur pappír að skólar fyrir þá teljist vera nánast óþarfir að mati ráðamanna.
Hvað sem því líður þá er það óhrekjanleg staðreynd að hin íslenska ríkisstjórn stendur sig ekki eins vel í endurhæfingu öryrkja og ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna.
En eins og flestöllum er ljóst er það líklega vegna þess að hún er svo upptekin við það að hlaða undir þá sem meira mega sín í þjóðfélaginu.
Ljóð | Breytt 17.1.2007 kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 12:20
Hefði verið betra fyrir konuna sem fannst látin í íbúð sinni ef hún hefði verið Inúíti til forna?
Þegar ég las fréttina um gömlu konuna sem fannst látin í íbúð sinni varð mér hugsað til aldraðrar konu sem lá á sömu sjúkrastofu og ég þegar ég var ung stúlka.
Þessi kona var með krabbamein í nýrunum og fyrstu mánuðina sem ég lá á þessari stofu með henni var hún nokkuð hress. Gat sest upp í rúminu og talað við okkur hinar sem lágum þarna með henni, sem og þá sem komu í heimsókn til hennar.
Em smátt og smátt fór að draga af henni og hún kvaldist mikið. Oft var það svo að við hinar konurnar gátum ekki sofið vegna hljóðanna í henni. Æpti hún þá oft frávita af kvölum. 'Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja'
þegar við kvörtuðum (með vondri samvisku) undan því að það væri ekki nokkur leið að sofa vegna hávaðans í henni var henni rúllað í rúminu sínu út af stofunni og inn í annað herbergi.
Á endanum var hún orðin svo langt leidd að hún var meðvitundarlaus og þá var henni líka rúllað út af stofunni í rúminu sínu, til þess að deyja.
Ég átti erindi fram á gang skömmu seinna og átti þá leið fram hjá litlu kompunni þar sem hún lá ein og yfirgefin og beið dauða síns Það var opið inn til hennar svo allir sem gengu þarna hjá gátu horft upp á dauðastríð hennar. Þetta var nú öll virðingin og tillitsemin sem henni var sýnd.
Ég man að ég hugsaði þá með sjálfri mér að ég ætlaði ekki að deyja á sjúkrahúsi þegar þar að kæmi.
Lærdómurinn sem mér finnst ég geta dregið af þessu er sá að það er öllum sama um þá sem eru gamlir og veikburða hvort sem þeir eru á sjúkrahúsi eða einir heima hjá sér.
Það er eins og fólk hrökkvi aðeins við þegar svona fréttir berast eins og þessi, að gömul kona hafi fundist látin heima hjá sér og allir tala um það í nokkra daga að við þurfum að sýna meiri náungakærleika.
Sumum bregður þó meira en öðrum það er að segja þeim sem eiga aldraða móður eða föður sem búa ein og sem þau heimsækja sjaldan.
En svo gleymist þetta fjótlega í þessu hraðskreiða þjóðfélagi þar sem enginn má vera að því að sinna þeim öldruðu sem búa einir.
Satt að segja held ég að eins og komið er fyrir öldruðum í þessu blessaða velferðar og útrásar samfélagi væri það miklu hreinlegra og betra fyrir gamla fólkið að við stigjum skrefið til fulls og hefðum það einfaldlega eins og Inúítar hér áður fyrr sem skildu gamla fólkið eftir úti á ísnum þegar það var orðið öðrum til trafala.
Ljóð | Breytt 17.1.2007 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 01:20
Í sjöunda himni
Smá engill með eplakinnar
þyrlar upp snjóskýjunum
í sjöunda himni
ærslast við lítinn hvolp
og hundslappadrífan
fellur til jarðar.
Börnin gera engla í snjóinn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2007 | 13:25
Álfar, tröll (og sumarbúðir fyrir jólasveina.)
Mikið fannst mér yndislegt að líta út um gluggann í morgun og sjá logndrífuna og alhvíta jörð.
það lá við að ég kæmist aftur í síðbúið jólaskap. Mér fannst þetta kjörið þrettándaveður ekki seinna að vænna að jólasnjórinn kæmi síðasta dag jóla á þrettándanum.
Ég settist svo við tölvuna og las fréttina um álfana og tröllin sem er nú boðið hæli á Stokkseyri þar sem eins og segir þrengir nú verulega að þeim í íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmdanna.
Mér finnst þetta verulega fallega gert að bjóða þessu vættum sem hafa búið með okkur í landinu frá upphafi húsaskjól. En jafnframt fannst mér það svolítið sorglegt að nú væri svo komið að Ísland væri orðið svo náttúrulaust vegna stóriðjunnar að ekki einu tröll eða huldufólk gæti lengur sinnt sinni náttúru í sína rétta umhverfi.
Heldur þyrfti að framleiða einskonar náttúrulíki og hafa til sýnis innandyra og bjóða þessum yfir- náttúrulegu löndum okkar að hafast þar við.
Það var einnig tekið fram í fréttinni að álfar og huldufólk flyttust búferlum á nýársnótt. En mér vitandi gera þeir það einnig á þrettándanum. Svo það hlýtur að verða mikið fjör hjá þessum vinum okkar í nótt.
Kannski koma þeir við á einhverri þrettándabrennunni á leið sinni til nýrra húsakynna og taka þar þátt í söng og dansi og kveða með okkur ' Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.'
En nú finnst mér bara vanta að einhver góðhjartaður aðili taki sig til og stofni sumarbúðir fyrir jólasveina.
Mér finnst ekki veita af því að þeir fái einhvers staðar aðstöðu til þess að slappa af fyrir jólavertíðina þar sem hún er alltaf að lengjast. Því nú byrjar vinnutími jólasveina í október og þriggja mánaða jólatörn er anskoti mikið, jafnvel fyrir jólasveina.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 20:03
Kjarvalsmálið
Ég hef fylgst svolítið með þessu Kjarvalsmáli þar sem afkomendur Kjarvals heitins leita leiða til þess að fá sinn réttmæta arf.
Ég segi það já, því ég hélt í fávisku minni að lögum samkvæmt mætti enginn gera börn sín algerlega arflaus.
En það á greinilega ekki við þegar um mikla listamenn og háar fjárhæðir eru að ræða. Að ég tali nú ekki um þegar um þjóðararf, afsakið borgararf er að ræða.
Því ljóst er að það var Reykjavíkurborg sem hlaut þessa geysiverðmætu gjöf en ekki landið allt.
Mér skilst að Kjarval hafi gefið verk sín til borgarinnar árið 1968 en á því ári var hann að því er mér er sagt á geðdeild Borgarspítalans þáverandi.
Hvernig stendur á því að í svona mikilsverðu máli skuli hafa verið tekið mark á því að maður sem ekki var með fullum sönsum gefi frá sér aleigu sína og það ekki neina venjulega 'aleigu' heldur dýrmætan fjársjóð?
Mér finnst það svolítið undarlegt því í þessu þjóðfélagi er undir flestum kringumstæðum ekki mikið mark tekið á þeim mönnum sem eru orðnir eitthvað andlega skertir.
En gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 03:37
Ástarnótt
Dagurinn er stuttur nú í skammdeginu. Hann hefur eflaust annað þarfara að gera en staldra við hér hjá okkur mannfólkinu enda dvelur hann löngum í faðmi heitrar nætur.
Ástarnótt
Ljósvængjaður
leggur dagurinn
lönd undir væng
og flýgur
til ástafundar
í faðmi
heitrar nætur.
Ljósvængjaður
leggur
dagurinn
lönd undir væng
og flýgur
til ástafunda
í faðmi heitrar nætur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 03:00
Hvað verður um skjólstæðinga Byrgisins?
Mig langar til þess að gera athugasemdir við það sem Hjörtur Guðmundsson skrifar á bloggi sínu í dag í sambandi við mál Byrgisins.
Hann segir m. a.
"Jón Arnar segir að tillitsleysi við vistmenn og starfsmenn Byrgisins virðist takmarkalaust og menn virðist ekkert sjá jákvætt í því svartnætti sem nú ríkir. Gengdarlaust áreiti á vistmenn og starfsmenn hafi valdið ómetanlegum skaða''
Ég verð nú að segja að ég sé sammála Jóni Erni að vissu leyti.
Það er að segja ef ekkert hefur verið gert til þess að tryggja vistmönnum Byrgisins fæði og húsaskjól á meðan mál forstöðumannsins er rannsakað.
Ef svo er ekki endurtekur sig eflaust harmleikurinn frá því að Byrgið var flutt úr Rockville og fjölda vistmanna var úthýst beint á götuna.
Ríkið var ekkert að pæla í því hvað yrði um þetta fólk þá og flest allir sem láta sig svona mál varða vita, að megnið af þeim sem lentu þá á götunni eru ekki á lífi í dag.
Ríkið var alla vega vondi kallinn í það sinn, eða skipta mannslíf kannski ekki neinu máli?
Eða var þessu fólki bara ekki viðbjargandi að dómi þeirra sem að því stóðu að svipta það sínu síðasta og eina skjóli og von um betra líf?
Hver ber sökina á dauða þessa ógæfusama fólks?
Hvað sem segja má um Guðmund forstöðumann Byrgisins þá veit ég þó með vissu að góðir hlutir hafa líka gerst í Byrginu.
Þar hafa alkóhólistar snúið baki við Bakkusi og byrjað nýtt líf yfirleitt með hjálp trúarinnar.
Og þó vitað sé að bókstafstrú sem ekki er öllum að skapi hafi verið boðuð í Byrginu þá virðist einmitt hún oft vera eina úrræðið þegar mál órreiðufólks eru komin í þrot.
Hvað verður um skjólstæðinga Byrgisins nú? Þurfa þeir e.t.v. að gjalda fyrir sök forstöðumannsins með lífi sínu?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2006 | 01:27
Jól
Ert þú - í raun og veru - sonur Guðs?
spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.
Jólatréð er sofnað
það hallast ískyggilega
á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar
lýsa dauflega á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar
á ljósastaurunum
krunkandi
eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið
á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni
skín einmana - óljós
- stjarna?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 03:01
Ástríða
hlaðborð
ástríðunnar
úr uppsprettu
unaðar
fleytti ég
rjómanum
af ást þinni
er rann ljúflega
niður.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu