Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ég á bara ekki til eitt einasta orð

yfir fyrirlitningu minni á kínverskum yfirvöldum, sem óvirða ekki aðeins mannréttindi, heldur líka dýraréttindi. Kínverjum má líkja við þá, sem halda að það sé nóg að þvo á sér andlitið, en láta það vera að fara í bað. En eins og vitað er, þá kemur fýlanSick , upp um slíkt fólk. 
mbl.is Flækingsdýrum útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem dýrin gera þegar við erum ekki heima

nr 1 dýr þegar vi ekki heima

 

nr 2 dýr við ekki heima

 

nr 3 dýr við ekki heima

 

nr 4 dýr við ekki heima

 

nr 5 dýr við ekki heima

 

nr 6 dýr við ekki heima

 

nr 8 dýr við ekki heima

 

nr 9 dýr við ekki heima

 

nr 10 dýr við ekki heima

 Hefur nokkuð tognað á munnvikunum?

!cid_nr 11 dýr við ekki heima


Kisinn minn sálugi, hann Bambus, bjargaði líka lífi mínu fyrir rúmum áratug

scan0002 Bambus og Guðný Svava

Bambus, var síamsköttur í föðurætt, en persi í móðurættina. Hann var félagi minn og vinur í tíu ár, allt þar til ég neyddist til þess að láta svæfa hann, þar sem hann var kominn með krabbamein í lifur.
Það voru þung spor þegar ég fór með  hann, mikið veikan upp á  Dýraspítala, þar sem dýralæknirinn sagði mér, að Bambus væri kominn með svo langt gengið krabbamein, að ekki væri forsvaranlegt annað en að lina þjáningar hans, með svæfingu.

Bambus fór eitt sinn á kattasýningu, þegar hann var upp á sitt besta og gerði garðinn aldeilis frægan þar. Honum leið svo illa  í búrinu sínu og var svo hræddur við mannfjöldann, að veinin  í honum heyrðist alla leið út á götu. Sjónvarpsmenn sem komu á staðinn runnu á hljóðin og 'tóku að sjálfsögðu, viðtal' við 'Bambusinn'.  

Það var með naumindum, að hægt  væri að nema, það sem fréttamaðurinn, sem hélt á  hinum fræga Bambusi', sagði, sökum ærandi öskursins  sem þessi 'súperstjarna' gaf frá sér.   

Þó komst það til skila, að, 'Fressinum Bambusi, líkaði svo illa vistin á kattasýningunni, að hann lagði fyrst búrið sitt algjörlega í rúst og fór síðan fljótlega heim upp úr því'. 

Dóttir mín, hún Erla Ósk og frænka hennar Eva, sem höfðu farið með Bambus á sýninguna, voru alveg eyðilagðar yfir þessari dæmalausu framkomu kattarforsmánarinnar.
Sögðu þær báðar, þegar heim var komið, að  ef Bambus hefði aðeins getað haldið sér saman, hefði hann örugglega unnið fyrstu verðlaunin á sýningunni, með elegans. 

Það tók þær margar vikur að fyrirgefa Bambusi.

En svona var Bambus bara, hann lét alltaf vel í sér heyra ef það var eitthvað sem honum mislíkaði, eða þá langaði í.
Ég tala nú ekki um, ef að hann var svangur, þá gaf hann frá sér ærandi sírenuvæl, þar til hann fékk eitthvað að éta.

Samt var hann óttalegt krútt, hann Bambus minn og líka algjör hetja, því hann bjargðaði mér eitt sinn frá bráðum bana. 

Ég hafði ætlað að elda mér hafragraut, snemma morguns. En þar sem ég var grútsyfjuð hallaði ég mér í stofusófann meðan suðan kom upp á grautnum og steinsofnaði.

Ég vaknaði við það að Bambus klóraði mig í kinnina og sá þá að íbúðin var full af reyk, því kviknað hafði í hafragrautspottinum. 

Ég væri ekki til frásagnar nú, ef Bambusar hefði ekki notið við. Og Bambus varð svo frægur, að komast ekki bara í fréttirnar í sjónvarpinu fyrir frammistöðu sína á kattasýningunni, heldur líka á forsíðu DV, fyrir frækilega björgun úr lífsháska. 

 

 

 

 


mbl.is Köttur bjargaði lífi eiganda síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband