Leita í fréttum mbl.is

Er Guð faðir, móðir eða meyja eða kannski stóll eða ljósapera?

Ég veit það ekki en ég trúi því að Guð sé allt hið góða i heiminum. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér eins og skáldið sagði. Guð er upphafskrafturinn að baki því sem er til staðar í öllum veröldum, tíma og rúmi og eflaust ótal fleiri víddum sem við þekkjum ekki.
Guð er ekki persóna þar sem hann er yfir það hafinn og þar af leiðandi er hann ekki Guð faðir þar sem hann er hvorki karlkyns né kvenkyns. Hann er andi eða afl, sterkasta aflið sem til er í alheimi, sem er kærleikurinn.
Guð finnum við ekki eingöngu né endilega í kirkjum. Við finnum hann allt eins þegar við erum úti í náttúrunni eða ein með sjálfum okkur eða í samneyti við börnin okkar, annað fólk eða gæludýrin okkar. Jafnvel andspænis eða áheyrandi að miklum listaverkum eða fallegu handverki, fögrum görðum eða öðru því sem vel er gert af mannahöndum og sem er í raun ekkert annað en kraftbirting þess sköpunarneista sem Guð gaf mannkyninu.
Ef einhver trúir aftur á móti að ljósapera eða stóll sé tákn hins góða er það allt í lagi svo lengi sem hann trúir því af öllu hjarta og breytir samkvæmt því.
Það er ekki trúin sem skiptir máli heldur breytnin en flest virðumst við samt þurfa  að halda í eitthvað okkur æðra og kalla það Guð.
Því skiptir það ekki heldur máli hvort við erum kristinnar trúar, múslimar, gyðingar, búddistar, hindúar eða enn annarar trúar því Guð er eins og fjall sem er klifið. Það breytir engu hvort haldið er af stað á tindinn úr norðri, suðri, austri eða vestri. Allar leiðirnar enda á toppi fjallsins, hjá Guði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðný, þú hefur greinilega búddísk viðhorf til guðs.  Biblíuleg skilgreining er sú að hann sé persóna (karlkyns), sem lætur sér annt um stríðsgæfu gyðinga.     (gyð =guðs, ingur  = liði) Þess vegna voru englarnir vopnaðir (nema Satan sem hélt á kerti) og stóðu í margvíslegum hernaði t.d. gegn Egyptum og Fídelumönnum (Palestínuarabar).

Sigurður Þórðarson, 21.6.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég las alla Biblíuna spjaldanna á milli í einum rykk eins og skemmtibók þegar ég var 12 ára gömul, síðan hef ég ekki litið í hana.

Mér fannst nóg um stríðsbröltið á 'Guði' og herenglum hans.  Fyrir nú utan hégómaskapinn í Guði þegar hann þóttist ætla að láta fórna drengstaula  til þess eins að sannreyna að hann væri nú alveg örugglega elskaður meira en allt annað.

Biblían er karlremburit og ekkert annað en þrælpólitísk bók, reyndar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Móse gamli var fyrsti kapítalistinn og af þeim isma hefur ekkert gott hlotist. Við sjáum nú hvernig komið er fyrir veröldnni í dag hans vegna. 

Krissi var ágætur en kirkjan hefur farið illa með kenningar hans og skrumskælt þær og lagað eftir sínum geðþótta. Það er eins með krisntina og pólitíkina, hugmyndirnar eru upphaflega góðar og gildar en mennirnir hafa aldrei haft þann siðferðislega styrk sem þarf til þess að framfylgja þeim.   

Svava frá Strandbergi , 21.6.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert skynsöm.

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband