Leita í fréttum mbl.is

Velkomin á opnun sýningar minnar í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á föstudaginn kl.4

Fréttir frá Gerðubergi 4.9.2008

Opnun á sýningunni Flæði

                                                                                               

Myndlistarkonan Guðný Svava Strandberg opnar í Boganum sýningu föstudaginn 12. september kl. 16 á pennateikingum og vatnslitamyndum .Guðný notar skemmtilega leið til að teikna, hún horfir á eða hugsar sér viðfangsefnið og teiknar svo án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu

Guðný Svava Strandberg Í Boganum 12. september - 2. nóvember 2008 Guðný Svava Strandberg sýnir pennateikningar og vatnslitamyndir sem sumar hverjar, eru unnar eftir minni. Pennateikningarnar vinnur hún blindandi. Eftir að horfa á eða hugsa sér viðfangsefnið teiknar hún það án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu.

Guðný Svava hefur öflugt ljósmyndaminni og kemur það sér vel þegar hún rekst á athyglisvert myndefni. Vel flestar myndanna, á sýningunni eru því unnar á þann hátt að hún einblínir á fyrirmyndina með augunum, festir hana í minnið og kallar fram myndina með penna eða pensli þegar heim er komið.

Guðný Svava Strandberg lagði stund á nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við handíða- og grafíska hönnunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Hún hefur unnið við gerð leikmynda og leikmuna ásamt því að myndskreyta bækur, blöð og tímarit svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur einnig haldið fjölmörg myndlistarnámskeið, sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

 

                                                                    

                                                                           

                                                                          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér ofsalega vel og hafðu fallegust opnu !

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir flott boðskort, nafna mín. Ég læt mig ekki vanta.

Mikið var falleg frásagan þín af "cosmic consiousness" upplifun þinni á síðunni hennar Steinu. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Steina og kærleikur líka til þín.

Hlakka til að sjá þig í Gerðubergi, nafna.

Er það kallað cosmic consiousness upplifun þetta sem ég varð fyrir þegar ég var 26 ára, nafna?   

Svava frá Strandbergi , 9.9.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 10.9.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vona þú komir á opnunina Zordís

Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kærar þakkir fyrir boðskortið.  Kem ef ég mögulega get.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka innilega fyrir gott boð og mun ég eftir fremsta megni að mæta. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2008 kl. 13:19

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hlakka til að sjá ykkur.

Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 14:54

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku vinkona. Ég vona að heilsan þín sé að batna svo þú getir verið í fínu formi á sýningunni á morgun. Óska þér alls hins besta. Ég er enn of lasin til að fara í bæinn, en vonandi get ég kíkt á myndirnar seinna í mánuðinum.  Hvað ertu með mörg verk á sýningunni?  Kær kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Elsku Ásdís. Þakka þér fyrir ég er öll að koma til af flensunni. En er svo déskoti óheppin að vinstri fóturinn á mér er orðinn stokkbólginn frá hvé og niður úr. Get ekki rétt úr hnénu lengur.
Ég er að passa yndislegan hvolp heima hjá honum og fór með hann í göngutúr og villtist, þar sem ég þekki ekki hverfið.

þetta varð að klukkutíma og korters labbi hjá okkur Krumma litla. Við vorum bæði orðin dauðþreytt þegar við loksins komumst 'heim' og þetta var bara of mikið fyrir fótinn á mér.
Svona er að þetta stundum þegar maður er ekki í 'formi', eða þannig sko.
Ég þarf því miður að taka frí á morgun frá Krumma litla út af þessu veseni.

Ég verð með 32 verk á sýningunni, blekteikningar og vatnslitamyndir.
Sýningin er opin í 8 vikur svo ég vona að þú komir bara seinna þegar þú ert orðin góð.

Farðu vel með 

Kær kveðja
þín vinkona Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 11.9.2008 kl. 21:17

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel.  Ég læt mig ekki vanta mín kæra

Marta B Helgadóttir, 12.9.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég saknaði þín á opnuninni Marta.

Svava frá Strandbergi , 12.9.2008 kl. 23:01

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir það Guðný, sætt af þér.

Ég skellti mér úr bænum yfir helgina, fór af stað um 3 leytið í dag föstud og verð í bústaðnum fram á sunnudagskvöld.

Kem til þín eftir helgi og hlakka til.

Marta B Helgadóttir, 13.9.2008 kl. 02:29

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það væri gaman að htta þig þegar þú ferð Marta. Svo viltu hringja í mig þegar þú kemst, þá get ég kannski farið upp í  Gerðuberg. Síminn er 5579721 og 6619721. Eða þú getur sent mér e-mail?

Svava frá Strandbergi , 13.9.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband