Leita í fréttum mbl.is

'Ég er elskuð'

og allt er með felldu undir himni Guðs.

 

Þegar ég var ung stúlka u.þ.b. 26 ára gömul, var ég eitt sinn stödd  ein heima og var ég að dunda mér við það að  teikna. Fannst mér þá allt í einu eins og eitthvað undursamlegt væri í aðsigi svo ég  leit upp. Sá ég þá að öll stofan var böðuð í hvítgulu ljósi, sem óendanlegur kærleikur geislaði frá.

Og ég skynjaði, en heyrði ekki með eyrum mínum, þessi orð. 'Vertu ekki hrædd því ég elska þig'

Ég upplifði eilífðina meðan á þessu stóð þar sem ég missti allt tímaskyn og ég vissi ekki þegar allt var yfirstaðið hvort liðið hafði ein sekúnda eða einn dagur. Mér fannst eins og ég hefði verið - í Paradís.

Þegar ég kom til sjálfrar mín grét ég af gleði. Síðan þá, hugsa ég alltaf með sjálfri mér, ef mér líður eitthvað illa, eða ef á móti blæs í lífinu. 'Ég þarf ekki að vera einmana né hrædd við neitt, því Ljósið sagði, að það elskaði mig og Það, er alltaf hjá mér'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband