Leita í fréttum mbl.is

Þú ert nú meira skoffínið segja sumir og standa þá í þeirri meiningu að skoffín séu afvæmi tófu og kattar, en refir og kettir eru ekki skyldir, því hafa skuggabaldrar og urðarkettir aldrei verið til nema í þjóðsögum

ulfur_100902

 

 

 Né

skoffínið,

 

 
því  það

er kvikindi

eitt illyrmislegt,

sem

klekst út úr

hanaeggi. Þeir menn

sem skoffín augum

líta verða aldrei

samir menn eftir.

 

 

Það hefur lengi verið lífseig þjóðsagan um það, að refir og kettir séu skyldir og að afkvæmi þeirra séu urðarkettir og skuggabaldrar, (sumir sögðu skoffín einnig vera undan þessum óskyldu dýrum komið, en það er ekki rétt haft eftir þjóðsögunni.)

Fór það eftir því hvort það var refur sem var faðirinn og kattarlæða móðirin, eða öfugt hvort skuggabaldur eða urðarköttur kom undir.

Til eru þeir sem halda jafnvel enn þann dag í dag að þetta sé dagsatt. Leyfi ég mér því að birta hér grein af Doktor.is, um ætt refa, hunda og úlfa til þess að sýna fram á, að þó þjóðsaga þessi sé skemmtileg og jafnvel ógnvekjandi, þá á hún sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hún er aðeins þjóðsaga og stendur vel fyrir sér sem slík, en ekki meira en það.

 

Spurning. Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?

 

Svar Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir.

 

Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið

------------------------------------------------------------------                
                                                    Canis
                                                    Lycaon
                                                    Cuon                     
Hundar og úlfar
                                          Cluysocyon
                                          Nyctereutes
                                                    Speothos

    Hundar          ---------------------- 

                                                    ------------------------------
                                                     Vulpe
                                                     Ducicyon                     Refir
                                                     Alopex
                                                     Otocyo
-------------------------------------------------------------------

 

Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið:



Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir.

Þær eru úlfur eða gráúlfur (Canis lupus),
rauðúlfur (C. rufus),
sléttuúlfur (C. latrans),
dingóinn (C. dingo),
hundur (C. familiaris)

og loks fjórar tegundir sjakala.



Talið er að tegundir ættarinnar

 
hafi fyrst komið fram

 
á Eocene-tímabilinu fyrir um

 
38-54 milljónum ára.

 


Steingervingafræðingar hafa fundið tegundir frá þessu tímabili sem greinast í fimm ættkvíslir. Tegund einnar þeirra (Cynodictis) líkist mjög svonefndum þefketti og telja fræðimenn að viðskilnaður þessarar ættar við önnur rándýr hafi átt sér stað á þessu tímabili.

 

 

Úlfurinn

                                                   
(Canis lupus) er stærsti meðlimur hundaættarinnar og fyrir tíma mannsins hafði hann mesta útbreiðslu þeirra.

Hann lifði um alla Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Vísindamenn hafa skipt honum niður í allt að 32 deilitegundir, allt frá stórvöxnum heimskautaúlfum (C. lupus tundarium og albinus) til smárra deilitegunda sem lifa á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu.

 

------------------------------------------------------------- 


Alls eru þekktar 21 tegund refa
og

finnast þeir alls staðar nema í

Ástralíu og á Suðurheimskautssvæðinu


Tegundir af ættkvíslinni Vulpes
eru meðal annars rauðrefurinn (Vulpes vulpes)
og grárefur (V. cinereoargenteos).
Rauðrefur er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta.


Grárefur sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, lifir á sléttum Norður-Ameríku.

Innan vulpes-ættkvíslarinnar eru þekktar tólf tegundir refa.

 

Sjö tegundir eru til af Suður-Amerísku refunum Dusicyon.

                                                                                                                              refir2_100902
Í ættkvíslinni Alopex er aðeins til ein tegund, heimskautarefurinn (Alopex lagopus). Hann lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Íslandi, Svalbarða og nyrst í Rússlandi.

 

Í fjórðu ættkvíslinni Otocyon er einnig aðeins ein tegund Otocyon megalotis, sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru; hún lifir í sunnanverðri Afríku.

 

Heimild og myndir * Macdonald, David (ritstj.), The Encyclopedia of Mammals,
Abindgon, Oxford, 1995. * Namibian Wildlife *
Traffic Um þessa spurningu Dagsetning Útgáfudagur10.9.2002 Flokkun: Raunvísindi > Lífvísindi: dýrafræði Efnisorð hundar refir úlfar skyldleiki
ættartré Tilvísun Jón Már Halldórsson. „Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?“.
Vísindavefurinn 10.9.2002. http://visindavefur.is/?id=2698.
(Skoðað 18.8.2008). Höfundur Jón Már Halldórssonlíffræðingur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þennan góða pistill þetta er mjög fróðlegt að vita.

Kær kveðja Guðný mín

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðan dag! 

Eg vaknaði snemma til að horfa á handboltann, úff gríðarlega spennandi.

Flott og fróðleg færsla hjá þér Gurún. Ég hlustaði á erindi í útvarpinu fyrir um einu ári þar sem allt öðru var haldið fram og það blekkti mig 

Sigurður Þórðarson, 20.8.2008 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband