Leita í fréttum mbl.is

Barbiehestar?

Hvað er orðið um imynd hins harðgerða íslenska hests? Nú þegar tekið er uppá því að skreyta hófa hans með glimmer og mála hann, eins og t.d. blesuna, að hvítta hana. Svo er komið sérstakt fax shampó til þess að faxið glansi sem mest. Já og allskonar stenslar eins og hjörtu t.d. til þess að klessa á hestana. Mér finnst þetta rugl og ekkert annað en niðurlæging fyrir okkar sérstaka íslenska hestakyn. Hvað verður næsta númer að lita fax og tagl bleikt eða fjólublátt eins og á 'The little pony', hestunum, sem voru og eru vinsæl leikföng barna?

Það er sagt í fréttinni að þetta snyrtidót hestana, sé sérlega vinsælt hjá ungum stúlkum, mér finnst líklegt að það séu einhverjar Barbie týpur sem fíla þessa vitleysu.  Það verður gaman eða hitt þó heldur að sjá hesta með glimmerhófa tölta hérna um Elliðaárdalinn í næsta nágrenni. 

Mér finnst íslenski hesturinn fallegur eins og hann er frá náttúrunnar hendi, enda vinsæll víða um lönd og óþarfi að skreyta hann með glansi, glimmer og hjörtum, eins og einhverja leikfanga fúgúru, nóg er nú vitleysan samt.  


mbl.is Glimmerhófar og glansandi fax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú segir að þetta sé vitleysa og ég held að það sé bara alveg rétt - aumingja hestarnir

halkatla, 24.10.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband