Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsmynd í svörtu

Ég er tóm eins og tunna.

Heilinn visinn í höfði mér.

Blóð mitt er tómatsósa á beyglaðri flösku.

Andlit mitt sem gömul málningardolla.

Líkami minn lundabaggi er gleymdist að salta.


Öll er ég hálf og hálf er ég ekki öll.

Ég vildi óska að ég gæti lagt sjálfa mig í

súr til þess að forða frekari skemmdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Myndi bætt meðferð hjálpa?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það fer nú eftir því hver veitir hana, annars er þetta nú fyrst og fremst skáldskapur Heimir.

Svava frá Strandbergi , 29.9.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bið að heilsa Tító.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.9.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skila því Siggi.

Tító, Gosi og ég fengum okkur kjúkling í kvöld. Það er besti matur sem kettirnir fá og Tító má borða kjúkling þó að hann sé nýrnaveikur.. Ég sá Mala heima hjá Helgu systur í gær. Hann var rosa fjörugur og stökk um allt hús. Mali verður mjög stór köttur, maður sér það á því hve hann er með óvenju stóra fætur.

Hann bað mig reyndar að skila saknaðarkveðju til þín. 

Svava frá Strandbergi , 29.9.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband