Leita í fréttum mbl.is

Lagið við ljóðið mitt 'Huggun' komið á bloggið mitt. Höfundur lags er Halldór Guðjónsson

Huggun

Þú kemur til mín
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu
blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla hjartans, kisan mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta fallegt Guðný mín ég fæ bara tár í augun.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Kristín mín, en þetta er líka flott lag hjá honum Halldóri.

Svava frá Strandbergi , 22.8.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt, mig skortir lýsingarorð, knús á kisur og þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Vá flott. Ljóðið fær alveg nýja vídd.

Til hamingju.

Ég er viss um að þetta lag við þetta ljóð á eftir að slá í gegn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk allar fyrir.

Svava frá Strandbergi , 22.8.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er mjög fallegt, til hamingkju með þetta

Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband