Leita í fréttum mbl.is

Jæja, sýningin fyrirhugaða

Jæja, Ég var að tala við Ástvald Guðmundsson í Ráðhúsinu Gerður, Katrín og Zordís og það var fundur í hádeginu og sýningin var samþykkt.

Nú þarf ég bara, sagði Ástvaldur að koma sem fyrst niður í Ráðhús og ákveða tíma fyrir sýninguna okkar. Það er laus tími í júlí og ágúst 2008, svo nú verðið þið að senda mér tölvupóst stelpur og við verðum að sammælast um tíma sem fyrst af því það er svo mikil ásókn í pláss. 

 Ég fann þetta alveg á mér að sýningin yrði samþykkt því það var eitthvað svo extra létt yfir mér í gærkvöldi og ég var eitthvað svo bjartsýn og glöð. 

Ég var líka að leika við Tító og Gosa með leikfangi sem ég keypti handa þeim, þetta er svona lítil stöng með bandi sem í hangir skúfur af skinnstrimlum. Þeir elska þetta leikfang og finnst gaman að reyna að ná því þegar ég sveifla því í hringi í loftinu fyrir ofan þá.

 Svo datt mér í hug að sveifla bandinu eins og við værum í snú, snú og Gosi sat og fylgdist með þegar skúfurinn fór hring eftir hring og hausinn á honum snerist með meðan hann miðaði út skúfinn. Þetta var alveg kostuleg sjón að sjá, svo stökk hann og hoppaði með bandinu trekk í trekk alveg eins og hann væri  krakki að leika sér í snú, snú, Ég hló mig alveg máttlausa.

 Tító fannst líka voða gaman þó hann færi ekki í snú, snú eins og Gosi, hann er orðinn of gamall greyið til að hoppa svona mikið, en hann sætti færis að ná skúfnum þegar tækifæri gafst og lagðist þá í gólfið með hann og japlaði ánægjulega á honum.

 Rosalega er gaman að leika sér í snú, snú við ketti og hlæja og hlæja því þetta var svo kúnstugt.

Ég ætla að endurtaka leikinn í dag. 

Nú var  Tító að hoppa upp í kjöltuna á mér þar sem ég sit og blogga en Gosi situr úti í glugga og virðir fyriir sér útsýnið.

 Stelpur hafið samband með tölvupósti til mín sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til lukku Guðný,   þú leyfir mér að fyrlgjast með.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Sigfús minn. Já þér verður auðvitað boðið en sýningin verður ekki fyrr en í júlí eða ágúst 2008.

Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

°Til hamingju Guðný min.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.4.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Kristín mín.

Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 15:03

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gaman, gaman! Til hamingju! Gefðu nú Tító og Gosa vel útilátinn selbít í skottið frá mér. Þeir eiga það skilið!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Nimbus minn. Ég skal skila selbitanum til Tító og Gosa með kveðju frá þér 

Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 15:35

7 Smámynd: www.zordis.com

Stórkostlegt!  Ég var með svona jákvæða tilfinningu líka og finst þetta alveg yndislegt.  Ég er búin að senda þér línu en komst ekki fyrr í tölvuna en þá!  báðar .....

www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 16:24

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Heldur betur sniðugt :) Guðný snillingur.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.4.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 18:27

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábært... til hamingju, hlakka til að koma og sjá sýninguna hjá ykkur!

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.4.2007 kl. 23:33

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Arna mín, Dúa og Ester.

Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 23:54

12 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Gosi er fallegt kisunafn :) Gosi minn var 13 ára fyrir 2 árum þegar hann dó. Bið að heilsa kisunum þínum. Og til hamingju með sýninguna

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 29.4.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband