Leita í fréttum mbl.is

Ég er gróin föst við tölvuna

Jæja, loksins þegar ég gat dröslað mér á lappir vegna verkkvíða útaf myndskreytingunum settist ég við tölvuna og hef varla staðið upp síðan.


Katrín, zoa, og zordís, ég er búin að senda umsókn um samsýningu í Ráðhúsininu fyrir okkur!


Ég sendi bara myndir með sem ég fann á heimasíðununum ykkar og minni og sagði að ef með þyrfti bærust fleiri síðar.

Vinkona mín sem er myndlistarmaður vill endilega vera með og ætlar að gerast bloggari bara þess vegna. Svo þá erum við orðnar fimm.

Þetta sendingardrasl er búið að taka allan daginn. Ég vona bara að það hafi skilað sér því ég var lika að senda myndskreytingarnar og þrjár myndir hafa ekki enn skilað sér til viðtakanda.

 En ég hringi í Ráðhúsið á morgun til að athuga hvort að umsóknin hefur skilað sér.

Well, nú verðum við bara að sjá til og verðum í sambandi áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, hvað ég ætla að mæta!!! Þetta er meiri snilldarhugmyndin hjá ykkur.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.4.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð en spennandi ég ætla að mæta. Þetta er snilld

Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2007 kl. 18:05

3 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er spennandi og Guðný Svava þú ert búin að vera mjög dugleg   Vertu dugleg að setja okkur fyrir sem vettlingi getum valdið .....  

www.zordis.com, 23.4.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ zordís, ertu ekki búin að fá neinn tölvupóst frá mér. Ég set ykkur örugglega fyrir en fyrst er að bíða eftir svari. Ég vona að tölvupósturinn minn hafi borist til þeirra því þrjár myndskreytingar frá mér bárust ekki í dag.

Já Guðríður og Krístín þið mætið auðvitað þegar þar að kemur.

kv.  

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:12

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég fór nú bara í bað til að hugsa..því eins og allir vita er vatnið besti leiðarinn fyrir góðar hugmyndir. Ég fékk svo skemmtilega sýn á hvernig myndirég vil gera sem eru í takt við þemað okkar eða hugmyndina um þemað!!

Ég vona bara að allir bloggvinir okkar mæti..það væri svo gasalega skemmtilegt að hitta allt þetta fólk í eigin persónu og fá tækifæri til að spjalla...

Gúðný mín..takk fyrir áð vera þessi drifkraftur sem þú ert...Love you!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 18:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Same to you Katrín

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Til lukku

Ragnar Bjarnason, 23.4.2007 kl. 19:39

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ragnar.

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 19:43

9 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Þú verður að láta fólk vita hvenær þú ætlar að sýna, það eru örugglega ófáir sem vilja sjá verkin þín á vegg, áfram stelpa.

Pétur Þór Jónsson, 23.4.2007 kl. 20:59

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Veit ekki hvort ég mæti á staðinn, en ég er að safna til að kaupa af þér mynd, Svava mín. Er ekki búinn að ná tökum á tækninni enn til að þurka út tvítekningar sem koma á athugasemdum þínum  á bloggsíðunni minni, því miður.

Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2007 kl. 21:08

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

guðný, þu eræðisleg ...með eða án mynda!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.4.2007 kl. 22:45

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið vildi ég vera svona myndarlegur til munns og handa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2007 kl. 22:52

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Pétur auðvitað verða allir látnir vita en það er nú rétt rúmlega ársbið eftir plássi í Ráðhúsinu svo nógur er tíminn. 

Jæja Keli ég verð þá bara tvö og þreföld í roðinu í kommentunum mínum hjá þér áfram. Vona að þú kaupir af mér mynd einhvern tíma.

Þetta verður vonandi gaman Arna min og takk Anna mín þú ert æði líka

Mér finnst þú nú vera nógu myndarlegur Nimbus þó þú sért bróðir minn. 

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 23:15

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 00:46

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 24.4.2007 kl. 02:03

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er aldeilis! Bara blómvöndur, takk Sigfús minn.

Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband