Leita í fréttum mbl.is

Ba(r)nvæn sjúkrahús í Rússlandi

Á mannvonskan sér engin takmörk eða hvað? Fyrir stuttu var sagt frá því í fjölmiðlum að starfsfólk á öðru sjúkrahúsi í Rússlandi hefðu límt fyrir munninnn á ungabörnum til þess að þurfa ekki að hlusta á grátinn í þeim þar sem þau höfðu ekki tíma til að sinna þeim vegna mannfæðar.
Gráturinn er eina tjáningarleið ungbarna til þess að láta vita að þeim líði illa eða að þau þurfi að fá einhverja hlýju. Hvað verður eiginlega um þessi börn? Þau hljóta að missa allt traust til alls og allra og eigið sjálfstraust fyrst. þeim mun finnast þau einskis virði og eiga ekkert gott skilið þar sem komið er fram við þau eins og þau væru ekki til.
Börnin sem eru bundin við rúmið sitt er hægt að segja það sama um. Við þau er komið fram eins og skepnur sem eru bundnar á bása sína.  Að líma fyrir munn ungbarna og binda þau niður! Er ekki næsta skref að skera tunguna úr börnunum þegar þau byrja að tala til þess að losna við að hlusta á kvartanir þeirra eða til þess að þurfa ekki að þola hávaða og læti þegar þau leika sér.
Fjötruðu börnin verða svo að öllum líkindum sett í búr þegar þau stækka ef svo heldur fram sem horfir.
Guð minn góður á hvaða leið er mannfólkið eiginlega? Allstaðar að berast hörmulegar fréttir af illskunni sem viðgegnst á þessarri jörð fyrir utan hin hefðbundnu mannsmorð í stríðum og hryðjuverkum, pyntingar í fangaklefum, sýru hellt á konur og þær brenndar, barnungum stúlkum og drengjum nauðgað og þau síðan drepin. 40 konur í Mexíkó myrtar og líffæri úr þeim seld, rán, dópsala, ungt fólk aðallega stúlkur seldar í vændi og fl.og fl.
Ísland er ekki undanskilið  mannvonskunni því ekki er langt síðan að hryllilegir atburðir áttu sér stað í Breiðuvík, á Bjargi og fl.stöðum. Þar voru það börn og unglingar sem urðu fyrir barðinu á afbrigðilegum hvötum starfsfólksins.
Eða eru þetta kannski ekki afbrigðilegar hvatir hjá mannfólkinu að vera vont við börn og unglinga? Eða þá sem á einhvern hátt eru minnimáttar eins og átti sér stað í Byrgismálinu?  

Er þetta ógeð kannski það sem innra býr og fær útrás þegar enginn sér til? það er ekki ólíklegt þar sem það er talið fullkomlega löglegt að myrða konur, börn og karlmenn í  þeim óteljandi stríðum sem geisa á okkar ógæfusömu jörð.

Ég er að missa trúna á hið góða í mönnunum.


mbl.is Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki ætla ég að afsaka gjörðir þær sem þú nefnir hér varðandi íslendinga, en Guð hjálpi mér ef ástandi hér er líkt við þann viðbjóð sem við erum að frétta af utan úr hinum stóra heimi, hvort eða hvenar ástandið hér veit ég ekki, en vona ekki. EKKI hætta að trúa á það góða í mannskeppnunni, það eru allta svörtu sauðirnir sem allt eyðileggja, hvort sem um kynlífsgrimd eða ÖÐRUVÍSI mannvonsku er að ræða.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

És kil vel að þér blöskri mín kæra. Allt venjulegt fólk fær kaldanhroll niður bakið og ákaft vonleysi í hjarta að heyra um svona miskunarlausa grimmd og mannvonsku gagnvart varnarlausum börnum. En trúðu því að það er svo margt gott og fallegt fólk líka til sem er að láta milljón sinnum meira gott af sér leiða en nokkurn tímann sést í dagblöðum eða fréttum. Heimsmyndin sem okkur er sýn er mjög einhliða af grimmd og ömurlegheitum þessarar veraldar...á kostnað þess góða. Því miður því það mótar heimsmyndina okkar hinna og elur á óttanum og hörmungunum og vonleysinu. Eina leiðin er að fara sterklega með því góða sem maður trúir á og vinna þar sem hægt er í þá átt í stað þess að eyða orkunni í að velta sér uppúr voðaverkunum og ógninni. Setja þyngri lóð á vogarskálar hins góða og mannlega og vona að þau verði á endanum það sem ráði og vaki yfri þessari veröld.  Maður spyr sig stundum...hvert hlutverk fjölmiðla sé í raun...og af hverju góðar fréttir og fréttir af framförum og góðum hlutum eigi ekki erindi til fólks??? Þjónar það einhverjum tilgangi?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ef til er eitthvað gott þá má maður vera öruggur um að það er til eitthvað vont á móti.

Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 11:36

4 identicon

ATH.... Því fleirri sem tala um og fjalla um þetta mál og láta þetta fréttast því meiri umfjöllun og veitta athygli á þessi frétt eftir að fá...Sem þýðir það að við þjóðin getum haft áhrif þótt svo við sitjum ekki á stólum háttsettra einstaklinga..... Við getum komið þeim skilaboðum á frammfæri að við látum ekki hér við sitja heldur viljum og krefjumst aðgerða frá þeim háttsettu að þeir beiti þrýsting til þeirra yfirvalda um að þeir verði að bregðast skjótt við og beita nauðsynlegum aðgerðum til þess að stoppa þessa óþarfar grimmd á hendur ungabörnum.   Það bindur enginn litil börn föst við rúm eins og einhverja flækingshunda hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki..  Siðlaust-mannvonska á mjög svo háu stigi... Hvað þá binda fyrir munn þeirra svo það bæli þau endanlega niður.   Hvað ætli mörg munaðarlaus börn deyji á svona ömurlegann hátt á hverju ári á svona stað?? Það sem hægt er að stoppa, og það á svo mjög áhrifamikinn og snöggann hátt til frammbúðar á að STOPPA STRAX.

saeunn (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Við erum bæði góð og grimm. En það þýðir ekkert annað en að missa ekki trúna á hið góða - annars væri eins gott að drepa sig strax.

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já þú hefur rétt fyrir þér zoa. þú ert spök að viti þó þú sért asnaleg á myndinni.  Ég sakna skrifa þinna svo farðu nú að blogga asninn þinn.

Svava frá Strandbergi , 17.3.2007 kl. 22:54

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Andskotans asnar getið þið Zoa báðar verið. Að trúa á hið góða! Ég trúi nú bara á trunt trunt og tröllin í fjöllunum. Og ég er voða vondur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.3.2007 kl. 00:05

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

það vita nú allir að þú trúir bara á trunt trunt og tröllin í fjöllunum, Truntusólin þín.

Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 05:24

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er samt vondust og vil ekki blogga :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.3.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband