Leita í fréttum mbl.is

Hringurinn, tíminn, ljósið og rýmið

Tíminn er eins og hringur
og alheimsins ljósakrans
ég ferðast í nútíð og framtíð
í fótspor hins hugsandi manns.

Ég hef hugsað mikið um hringinn, tímann, ljósið og rýmið.
Allt er afstætt líka tíminn. Hann er ekki sá sami allstaðar.
Við getum sett okkur tímann fyrir sjónir sem hring þar sem nútíð, framtíð og fortíð flæða í endalausu hringstreymi rýmisins.
Ef við sem erum stödd í nútíðinni viljum ferðast um tímann aftur til fortíðar er auðveldasta leiðin til þess að ná takmarkinu, að halda áfram göngu okkar í hring, tíma og rúms út úr nútíðinni og ferðast fram á við inn í framtíðina.
Þaðan höldum við göngu okkar áfram í hringfarvegi tímans þar til við loks komum aftan að sjálfum okkur í fortíðinni.

 Ljósið skærasta, á að öllum líkindum uppsprettu sína í miðju hringsins eða er e.t.v. hringurinn sjálfur, ljósið?

Hugsanlega er hringurinn ekki eini hringurinn sem geymir tíma, ljós og rúm innan hringferils síns heldur er hann aðeins einn af óteljandi hringafjöld með mismunandi tíma, rúmi og ljósi.

þess vegna getur hið skæra ljós ekki verið eina ljósið í alrými hringanna. Það má jafnvel vel vera að það sé aðeins örlítill neisti frá öðru meira ljósi og hið meira ljós sé þá einungis glóð frá 'hinu skærasta ljósi allra ljósa'.

 Á hinn bóginn getur líka hæglega komið á daginn að hringarnir séu blekking ein og tími og rúm, ljós og hringir séu alls ekki til, nema þá sem draumur í ríki hins æðsta ljóss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einmitt og akkúrat!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: www.zordis.com

Ljósið er hluti af gosi sjálfsins, í tíma eða rúmi þá fylgir ljósið okkur til enda.  Myrkur sem faðmar okkur þar til við vöknum á ný!   

www.zordis.com, 15.3.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ekkert er sem sýnist og því skyldi nóttin ekki geta verið ljósríki draumanna á meðan dagurinn er dimmur sem nótt vegna gjörða mannanna.

Svava frá Strandbergi , 15.3.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hmmmm...gaman að hugsa! Þó það sé kominn dagur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Nákvæmlega --Ekkert er sem sýnist --! Æðislegt hjá þér, gaman að vita af þér.Takk dúlla

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 12:54

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis Vilborg. Áhugavert að lesa á síðunni þinni það sem þú skrifar um our 'wounded ego'.

Svava frá Strandbergi , 15.3.2007 kl. 13:59

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Háfleygur og góð færsla Guðný, ég oft ekki hætishót í sumum orðum hjá þér, það er alveg ljóst að ég þarf að fara í skólann aftur, nei annars, það var allt gert sem hægt var á sínum tíma,,, virkilega gaman að lesa færslur þínar.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 14:34

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég er eitthvað blind í dag, er að reyna að finna verðin á myndunum þínum og kannski líka stærð. Geturðu bent mér á það.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 14:48

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæl Ásdís.
Ég veit ekki hvernig mynd þú ert að hugsa um en ef þú smellir á myndina af mér sérðu það verð sem ég tek fyrir portrett myndir, málaðar með vatnslitum eða teiknaðar, eftir ljósm. af fólki og dýrum. Þessar myndir eru á stærð við A3
Ég hef bara gefið upp verð á einni mynd sem ég mála eftir eigin höfði það er myndin 'Huldufólk á fjöllum' sem er á annarri síðu. Hún er innrömmuð og er myndin sjálf fyrir utan karton utan um hana og ramma,  á stærð við A3 og er hún máluð með vatnslitum. Athugaðu að það sést ekki öll myndin á bloggsíðunni. Verðið á henni sérðu í einu kommentinu við myndina. 
'Gljúfrið'vatnslitamynd sést ekki heldur öll á síðunni. Hún er á svipuðu verði og Huldufólkið en er aðeins stærri. Manndómsbrekkan er lítil mynd eða 30 sinnum 31 en virkar stærri með hvítu kartoni utan um og í ramma, en hún selst bara í rammanum. Sú mynd er aðeins ódýrari en hinar. Blómadýrðin og Díonýsus og Bakkynjurnar eru ekki til sölu fyrr en ég er búin að mála þær í olíu og þá verða þær nokkuð stórar og dýrar. Frummyndirnar af þeim á netinu sem eru í þrykki og bleki ætla ég að selja þegar ég er búin að mála eftir þeim í olíu og verða þær allmiklu ódýrari en olíumyndirnar.
Svo er ég með stærri myndir í vinnslu.

Annars er þér velkomið að senda frekari fyrirspurnir á svavag@mi.is

Svava frá Strandbergi , 15.3.2007 kl. 15:51

10 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hringur, ljós, tími, afstæðar hugmyndir, er þetta ekki það sem bærist í huga okkar allra þó svo sumir geri sér ekki alveg grein fyrir því hvert hugsanir þeirra leiða þá, hugur og heili eru svo merkileg fyrirbæri að það er gaman að reyna að setja sig útfyrir og reyna að horfa inn.

Pétur Þór Jónsson, 16.3.2007 kl. 00:40

11 identicon

ha?

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband