Leita í fréttum mbl.is

Tító sneri á Dauðann og mig.

Ég sit hérna og blogga, með Tító í kjöltunni að vanda, Guði sé lof fyrir það, því í dag hélt ég að hann væri að deyja
Hann kastaði svolítið upp í gærkvöldi, svo lítið, að ég tók varla eftir því. En seinnipartinn í dag virtist hann vera orðinn fárveikur og ældi hvað eftir annað út um öll gólf.
Ég var þess fullviss að nú ætti hann skammt eftir ólifað þar sem hann hefur verið nýrnaveikur allt sitt líf, svo ég hringdi í móðursýkiskasti í dýralækninn sem þekkir hann best.
Dýralæknirin sagði að skyldi koma með Tító svo hægt væri að skoða hann og athuga hvað væri að.
Þessi orð hefur hún sagti u.þ.b. tíu þúsund sinnum áður við mig þegar ég hef hringt vegna hans og alltaf hef ég hlýtt henni. 
En fyrst hef ég þurft að elta Tító út um alla íbúð, því hann finnur alltaf á sér þegar fara á til dýralæknis, troðið honum svo grenjandi inn í teppið sitt, borið hann síðan þannig niður tröppurnar svo allir í stigaganginum opna dyrnar til að gá hvað gangi á og svo loks út í bíl sem sonur minn keyrir okkur í beint upp á Dýraspítala.
Tító hefur gengið í gegnum ótal blóðprufur sem sýna sí versnandi ástand á blóðinu hans. Æ meira þvag og eiturefni í því, sem veldur ógleði, þorsta og tannskemmdum enda er búið að draga úr honum fimm tennur. Nú má ekki svæfa hann oftar, því síðast þegar hann svæfður hætti hann að anda.

Kannski finnst einhverjum að ég sé eigingjörn að halda Tító á lífi og ég hef meira að segja spurt dýralækninn að því hvort ég sé það, en hún blæs bara á það. Hún segir að Tító sé ekkert sérlega slæmur til heilsunnar af svona hreinræktuðum ketti að vera. Hann sé ekki einu sinni kominn fast á stera ennþá.
 
En í þetta skipti gat ég ekki fengið af mér að láta Tító ganga einn einu sinni í gegnum óttann við dýralækninn og sprauturnar og öll ógnvekjandi dýrin á spítalanum.
Ég tók hann í fangið, lagðist með hann í sófann og lét höfuð hans hvíla í handarkrika mínum.
Svona sofnaði hann og stundi mikið í svefninum.
 Ég horfði á fallega andlitið hans og bjóst við dauða hans á hverri stundu og tárin læddust niður kinnar mína. En ég huggaði mig við það að hann væri ekki hræddur á dauðastundu sinni, því hann væri hjá mér sem elskaði hann út af lífinu.
Öðru hvoru opnaði hann samt augun til að gá hvort ég væri ekki örugglega þarna enn þá og ég strauk honum þá um höfuðið og sagði honum að ég elskaði hann.
Meira að segja Gosi graðnagli skynjaði hátíðleika þessarrar stundar og kom upp í sófa til okkar og malaði í eyrun á mér og Tító til skiptis.
Svo leið og beið og sífellt virtist draga meira af Tító því hann hrærði hvorki legg né lið lengur og ég var orðinn þess fullviss að nú væri búinn að gefa upp öndina. 
Loks mundaði ég titrandi vísifingur minn, með tárin í augunum, til þess að signa Tító sálugan, en þegar fingurinn snerti enni hans opnaði hann bláu augun sín og geyspaði síðan ógurlega. 
Svo stökk hann léttilega niður úr sófanum en ég fylgdist með honum furðulostin og enn með fingurinn á lofti, þar sem hann stökk upp á eldhúsborðið og fór að leita sér að leikfangi í einum opnum efri skáp.
 Síðan hefur hann ekki stoppað það sem eftir var dagsins, fyrr en nú þegar hann lagðist í kjöltu mína við tölvuna.
En ég ætla að reyna að  láta mér þetta að kenningu verða og hætta þessarri móðursýk og fara að trúa því sem sagt er, að kettir hafi virkilega níu líf.Tító að róta í eldhússkápnum 0027


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Já þeir eru ótrúlegir þessir kettir  á heil 3 stykki..hvert öðru sérvitrara..En þú varst að biðja mig um slóð ..því miður hafði ég ekki sett hana með þegar ég vistaði..en sýnist þetta vera hún  http://www.thezodiac.com/index.htmÞað er allavega ýmislegt skondið þarnaÞessi hér er mjög góð og fín ársspá fyrir öll merkin og samskiftakort ..http://www.nudehoroscope.com/Kveðja Agný.

Agný, 2.2.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir slóðina Agný. Ég fer strax og kíki á hana.

Kveðja Svava.

Svava frá Strandbergi , 2.2.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Agný

velkomið Guðný..(ég á systir sem heitir Guðný ) en ég er líka með fleiri astrology og numerology og þá meina ég svona alvöru dæmi.. þar sem þú setur inn dag, mán, ár, tíma og stað..og getur náð í allan pakkann fritt..Betra en frá Gulla..án þess að ég sé að halla á hann..en það gaf mér meira en það sem hann gerði fyrir mig á sínum tíma..Kveðja Agný.

Agný, 3.2.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það væri æðislegt að komast í þetta 'alvörudæmi' Agný ef þú ert að bjóða mér að senda mér slóðina.

Kveðja Guðný Svaval

Svava frá Strandbergi , 3.2.2007 kl. 01:30

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það liggur nú við að ég fari hjá mér við þetta hól, en auðvitað gleðst ég samt yfir því í hjarta mínu.
þakka þér fyrir að vilja vera bloggvinur minn Guðmundur.

Kveðja Guðný Svava.

Svava frá Strandbergi , 3.2.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband