Leita í fréttum mbl.is

Öndin sem elskađi freyđibađ og sveskjugraut

Aumingja öndin hugsađi ég međ mér ţegar ég las ţessa frétt en ţó át ég stundum endur hér áđur fyrr međ góđri lyst.
Elsti bróđir minn var mikill skotveiđimađur og oft kom hann heim međ fugla í jólamatinn, oftast gćsir og endur sem voru besti jólamatur sem ég hef nokkru sinni smakkađ.
Einu sinni kom hann meira ađ segja heim međ ungan svan sem hann hafđi skotiđ í 'ógáti'.
Ţó skömm sé frá ađ segja fannst mér svanurinn mesta lostćtiđ ađ hinu fiđurfénu ólöstuđu.
En ţó viđ vćrum fuglaćtur í fjölskyldunni vorum viđ líka hinir mestu fuglavinir. Eitt sinn kom annar bróđir minn heim međ olíublauta önd sem hann hreinsađi eftir bestu getu.
Öndin var mjög sprćk eftir björgunina og fylgdi bróđur mínum eftir ţetta eins og vćri hún hundur. Ţegar hann fór svo í ćrlegt freyđibađ um kvöldiđ linnti hún ekki látum fyrr en hún fékk ađ fara ofan í bađkariđ til hans.
Ţetta var mjög kósý hjá ţeim, hann lá ofan í vatninu en hún synti ofan á ţví og undi sér hiđ besta innan um sápukúlur og frođu.
Ţađ var svo mikill hasar hjá ţeim ađ ţetta sjónarspil minnti mann einna helst á smábarn ađ leika sér alsćlt í bađi međ gúmmíöndina sína. 
En mamma var ekki eins og hrifin af öndinni og viđ systkinin en ţó bjó hún um hana eftir bestu getu fyrir nóttina í lokuđum pappakassa inni í eldhúsi.
En öndinni tókst ađ brjótast út úr prísundinni og finna sér huggulegri stađ til ađ hvílast á.
Mamma hafđi búiđ til sveskjugraut um kvöldiđ og sett skálina međ grautnum út í eldhúsgluggann til ţess ađ kćla hann yfir nóttina og einmitt ţar í miđri grautarskálinni kom mamma ađ andarskömminni morgunin eftir.
Ţađ er líklega óţarfi ađ taka ţađ fram ađ viđ fengum engan sveskjugraut ţann daginn en ţađ lá viđ ađ mamma fengi ţví framgengt ađ ţađ yrđi andarsteik í stađinn.  


mbl.is Önd lifđi byssuskot og tveggja daga dvöl í ísskáp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband