Leita í fréttum mbl.is

Útrýmum skömminni

Það er eitt atriði sem mig langar til að benda á í sambandi við þá áherslu sem lögð hefur verið á það, að þessi heyrnarlausu börn sem voru misnotuð af þeim sem þau áttu að treysta, hafi engum getað sagt frá vegna tjáskiptaerfiðleika.

það atriði er það, að tjáskiptaerfiðleikarnir eða heyrnarleysið hafi ekki skipt höfuðmáli í þessum sökum,

Því öll börn hvort sem þau eru heyrnarlaus eða ekki og sem misnotuð eru af þeim sem þau eiga að geta treyst t.d. sínum nánustu 'geta heldur ekki tjáð sig' um reynslu sína.

Alla vega hefur það verið reyndin fram á okkar daga.

Þetta er hinn sári sannleikur og er ég þó á engan hátt að gera lítið úr hinni ótrúlegri raun heyrnarlausu barnanna.

Börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sinna nánustu ættingja loka einfaldlega á svona hræðilega reynslu.

Þau gleyma henni á yfirborðinu sökum þess að annars gætu þau hreinlega ekki lifað af.

En þessi ógurlega lífsreynsla setur mark sitt á þau engu að síður sem getur komið fram í allskyns hegðunarröskunum og persónuleikaröskunum.

Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að allir þeir sem umgangast börn,  ekki bara kennarar eða aðrir opinberir starsmenn,  séu vakandi fyrir hvers konar neikvæðum breytingum á framkomu barnanna og frammistöðu þeirra, á hvaða vettvangi sem er.

Ég er ekki að mæla með neinni hysteríu en það er fyrir löngu kominn tími til, að útrýma þessarri skömm sem misnotkun á börnum er, en sem því miður hefur alltaf fylgt mannkyninu frá örófi alda, í skjóli bannhelginnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband